Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 65
(Ét^érilMÍ
■'* ■■ rr\
' 1 ‘ ■
VerkfaU BSRB fyrir ári lifir enn í
hugum manna, ekki hvað síst
fyrir þá órofa samstöðu sem í því
ríkti frá byrjun til enda. Fram til þess að
verkfallið hófst var BSRB að miklu leyti
óþekkt stærð og afl samtakanna var
áreiðanlega vanmetið af stjómvöldum
með þeim afleiðingum að þau hleyptu
þeirri hörku í verkfallið að nærfellt
hafði riðið þeim sjálfum að fullu. Enn
þann dag í dag kemur glampi í augu
þátttakendanna á verkfallsvöktunum er
þeir minnast samstöðunnar og þeirrar
stemmningar sem þar ríkti. Fólk sem
aldrei hafði hist áður tengdist vináttu-
böndum, rígur milli hópa og starfsstétta
fyrirfannst ekki, flokkspólitískur ágrein-
ingur gleymdist, allir áttu sér eitt og
sameiginlegt markmið; að knýja fram
miklar og raunverulegar kjarabætur öll-
um opinberum starfsmönnum til handa.
Þannig lýsa þátttakendur reynslu sinni
af verkfallsvöktunum. „Það er byltingar-
ástand í landinu," sagði Albert Guð-
c mundsson í þingræðu þegar verkfalhð
« stóð sem hæst. Það var sameiginlegt álit
'S, þeirra, sem spáðu í hin pólitísku spil, að
S BSRB væri orðið að ótvíræðu forushiafli
ra íslenskrar launþegahreyfingar, og að
| stjómvöld, hver sem þau væru, yrðu
O eftirleiðis að taka samtökin mjög alvar-
<3 lega og gætu ekki aftur leyft sér að etja
h við þau kappi með þeim hætti sem gert
® var fyrir rúmu ári.
En á þessu ári hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar. Landsþing BSRB er nýaf-
staðið. Það voru ekki einhuga samtök
sem þar mörkuðu stefnu í kjarabarátt-
unni til næstu ára. Brestur er kominn í
BSRB, fréttamenn útvarps hafa sagt sig
úr samtökunum, tæknimenn stofnunar-
innar sömuleiðis, og fullkomin óvissa
ríkir um hvort kennarar verða áfram
eða ganga út. 90 rafeindavirkjar hjá
Pósti og síma munu að líkindum ganga
úr BSRB um áramótin. BSRB berst nú
fyrir lífi sínu sem heildarsamtök opin-
berra starfsmanna. Hvað hefur gerst á
þessu eina ári, sem veldur slíkum klofn-
ingi í samtökunum?
Mistök í samningum
eða almenn þjoðfelags-
þróun?
Forusta BSRB gerði stórkostleg mis-
tök þegar hún fyrir rúmu ári síðan gekk
tO samninga án kauptryggingar. Þessa
skoðun heyrir maður oft í samtölum við
BSRB-félaga, einkum þá sem stóðu í
fremstu víglínu í verkfallsbaráttunni.
Þetta fólk segir sem svo: Auðvitað hafði
verkfallið reynt gífurlega á félagana, en
fólk var tilbúið til að þrauka áfram. Það
var hvort sem er orðið svo blankt, að
ÞJÓÐLÍF 65