Þjóðlíf - 01.12.1985, Qupperneq 76

Þjóðlíf - 01.12.1985, Qupperneq 76
vegar að láta sér lynda 3. sætið, en Botvinnik taldi árangur hans þó ágætan, enda var hann eini keppandinn sem tókst að leggja sigurvegarann að velli. Árið 1978 vakti Kasparov loks veru- lega athygli í heimalandi sínu er hann sigraði á sterku skákmóti í Minsk. Þar vann hann einnig stórmeistara í fyrsta skipti. Það var Lutikov sem varð þessa heiðurs aðnjótandi. Nú varð skammt stórra högga á milli. Vorið 1979 var Kasparov í fyrsta skipti boðin þátttaka í alþjóðlegu skákmóti og var það haldið í Banja Luka í Júgóslavíu. Þetta var mjög sterkt mót, 14 af 16 keppendum voru stórmeistarar; Anderson, Smejkal, Petrosjan, Adoijan, Matanovic, Browne, Kurajica og ýmsir fleiri. Kasparov mætti þama framandi aðstæðum sem sést best á því að einn keppenda hafði hann ekki alþjóðleg stig. Skemmst er frá því að segja að undrabamið sigraði glæsi- lega, hlaut 1IV2 vinning af 15 mögu- legum, tveim vinningum á undan næsta manni! Árangur þessa 15 ára pilts var heilum vinning fyrir ofan það sem kraf- ist var til stórmeistaraáfanga. Eftir sigur- inn í Banja Luka varð Kasparov heims- þekktur á einni nóttu og ýmsir töldu að þama væri á ferðinni efni í nýjan heimsmeistara. Einnig vakti hinn geysi- hvassi skákstíll verðskuldaða athygli, annað eins hafði ekki sést frá því að Tal var upp á sitt besta. Djúpur skilningur og hárfín tækni lá þó að baki öllum fómunum, eða eins og einn góður mað- ur lýsti því; „Kasparov teflir nákvæmar en Tal og hvassar en Fischer." Þegar hér er komið sögu er varla ástæða til að rekja skákmótaferil Kasparovs nánar. Hafin var óslitin sigurganga sem endaði á hæsta tindi fyrir nokkrum vikum. Þegar árangur Kasparovs er borinn saman við árangur annarra undrabama, sem síðar urðu heimsmeistarar, kemur í ljós að hann stendur þeim framar að ýmsu leyti. Þannig urðu Fischer og Spassky að gera nokkrar atrennur að heimsmeistaratitlinum áður en hann var í höfn. Kasparov varð heimsmeistari í fyrstu tilraun, líkt og hástökkvari sem stekkur 2,30 m á sínu fyrsta móti. Því er fróðlegt að athuga gengi hans í heims- meistarakeppninni í skák, en í þeirri baráttu eru margir til kvaddir en fáir útvaldir. Auðveld atrenna að heimsmeistaraeinvígj- unum Fyrsta millisvæðamótið sem Kaspar- ov tefldi á var haldið í Moskvu 1982. Þar sigraði hann með 10 vinningum af 13 mögulegum, IV2 vinningi fyrir ofan næsta mann sem var landi hans Beljav- sky. Slíkur árangur frá hendi Kasparovs var nú hætmr að koma nokkrum á óvart, enda var hann kominn með 2675 Elóskákstig, næstur á eftir Karpov sem hafði þá 2700 stig. Öllum var einnig orðið ljóst að K—in tvö stóðu fyrir tvo sterkustu skákmenn heims, og enn í dag er erfitt að sjá að aðrir skákmenn muni í náinni framtíð koma til með að blanda sér í baráttuna um heims- meistaratitilinn. Næst komu tvö einvígi við Beljavsky og Smyslov, en Kasparov ruddi þeim báðum úr vegi án minnstu fyrirhafnar. í nóvember 1983 hófst loks einvígi milli Kasparovs og Kortsnojs í London. Sigur- vegarinn skyldi öðlast rétt til að skora heimsmeistarann Karpov á hólm. Korts- noj er gamalreyndur einvígishundur og hann hafði því reynsluna fram yfir hinn unga keppinaut sinn. Kortsnoj byrjaði einvígið með sigri í fyrstu skákinni en næstu fjórar urðu jafntefli. Ýmsir töldu að þama væri draumurinn búinn fyrir Kasparov, en í sjöttu skákinni tókst hon- um að snúa atburðarásinni sér í hag. í næstu skákum jók hann enn við for- skotið og sigraði í einvíginu með 7 vinn- ingum í 11 skákum. Einvígið við Korts- noj hefur eflaust verið góður skóli fyrir Kasparov, en í því kom einnig fram hinn mikli baráttuvilji hans, þótt ekki blési byrlega um tíma. Langavitleysa í Moskvu Nú var aðeins ein hindrun eftir að heimsmeistaratitlinum, en hún ekki í smærra lagi. Kasparov þurfti að sigra heimsmeistarann Anatoly Karpov í ein- vígi þar sem sá sigraði sem fyrr ynni sex skákir, jafntefli ekki talin með. Þetta fyrirkomulag er runnið undan rifjum 76 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.