Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 81
\IÓÐ?
smánarlegan aðbúnað að öllu öðru
leyti. Tónleikahöll er engin til og
ópera rekin í gömlu bíóhúsi.
Útvarpshús er nú fyrst að rísa, rúmri
hálfri öld eftirað áhrifamesta
menningarstofnun landsins tók til
starfa. Á þessum liðnu áratugum
hafa verið reistar margar glæsilegar
íþróttahallir víða um land, bankar
hafa dreifst um landið einsog óværa
og húsakynni fyrir ýmsar
þjónustustofnanir einsog Póst og
síma, rafveitur og
Framkvæmdastofnun keppa við
hallir furstanna í Þúsund og einni
nótt.
Það hrópandi misræmi, sem er á
aðbúnaði menningarstofnana og
ýmissa meira eða minna þarflegra
þjónustustofnana, er kannski
mælskastiu: vitnisburður um andlegt
ástand þeirra manna sem ráðið hafa
ferðinni á hðnum áratugum og láta
helst ekkert tækifæri ónotað til að
mæra íslenska menningu í ræðum
sem tíðum hljóma einsog hvellandi
bjalla.
Vaxandi
skoðanakúgun
Slæm aðbúð gerir að sjálfsögðu
menningarstofnunum erfiðara fyrir
að gegna hlutverkum sínum en vera
þyrfti og er smánarblettur á
lýðveldinu, en þarf ekki að teljast
beint tikæði við þær. Afturámóti er
sú leynda og ljósa andlega kúgun
sem viðgengst í landinu beint tilræði
„Pó áþekk fyrirbæri megi aö sönnu finna um þjóðfélagið
þvert og endilangt, þá er útvarpsráð vitanlega átakanlegast
dæmi þeirrar andlegu kúgunar sem átölulítið viðgengst
hérlendis. Ef það væri ekki blóðug alvara, þá væri það í
sjálfu sér farsakennd fjarstæða að fjórir eða fimm pólitískir
hálfvitar skuli fara með úrslitavald um þann andlega kost
sem þjóðinni er boðið uppá í stærsta fjölmiðli sínum. Og
eftir höfðinu dansa limirnir, því ýmsirforráðamenn
stofnunarinnar telja þýlyndið vera embættislega
skyldukvöð. “
við menninguna, sem aldrei fær náð
fullum blóma nema við fijálsar
aðstæður. Þó nefna mætti mýmörg
dæmi um þessa banvænu áráttu,
verður hér látið nægja að minna á
vaxandi tilhneigingar til að hefta
tjáningarfrelsið. Málsóknir „Varins
lands" gegn blaðamönnum og
rithöfundum fyrir áratug voru
upphaf þeirrar ógnvænu öldu sem
síðan hefur haldið áfram að rísa.
Minna má á fyrirganginn útaf
„Félaga Jesú“ fyrir nokkrum árum,
Spegilsmálið alræmda, gerræði
meirihluta útvarpsráðs gagnvart
Ævari Kjartanssyni, og nú síðast
einstæða afsökunarbeiðni sama
ráðs vegna leikrits Ólafs Hauks
Símonarsonar og bann
Skólasafnanefndar Reykjavíkur við
notkun kennslubókar um kynhf í
skólabókasöfnum höfuðstaðarins,
þó bókin hafi hlotið einróma
meðmæli sérfræðinga.
Viðbrögð fjölmiðla við þessu
galdrafári valdhrokans hafa verið
sljó og mátthtil einsog til áréttingar
þeirri staðhæfingu ítalska
kvikmyndaleikstjórans Fellinis, að
fjölmiðlar séu hættulegri siðuðum
þjóðfélögum en flest arrnað, afþví
þeir séu ábyrgðarlausir áhorfendur,
sem hlaupi hugsunarlaust eftir
hverri dægurflugu, handbendi
póhtískra loddara, siðlausar
undirlægjur „almenningsáhts" sem
sé óskilgreind goðsögn, stefnulaus
reköld á úfnum sjó
samtímaviðburða.
Þó áþekk fyrirbæri megi að
sönnu finna um þjóðfélagið þvert og
endilangt, þá er útvarpsráð
vitanlega átakanlegast dæmi þeirrar
andlegu kúgunar sem átölulítið
viðgengst hérlendis. Ef það væri
ekki blóðug alvara, þá væri það í
sjálfu sér farsakennd fjarstæða að
fjórir eða fimm pólitískir hálfvitar
skuli fara með úrshtavald um þann
andlega kost sem þjóðinni er boðið
uppá í stærsta fjölmiðli sínum. Og
eftir höfðinu dansa hmimir, því
ýmsir forráðamenn stofnunarinnar
telja þýlyndið vera embættislega
skyldukvöð. Þannig er mér til
dæmis kunnugt um frá fyrstu hendi,
þó það sé hvergi skráð og verði
ugglaust mótmælt, að í rúm fimmtán
ár hef ég og ýmsir „óþægilegir"
einstaklingar verið á bannhsta
sjónvarpsins samkvæmt fyrirmælum
fráfarandi fréttastjóra, EmOs
Bjömssonar, enda hafa merkin sýnt
verkin. Þetta er því miður hvorki
sjúkleg tortryggni, ofsóknarkennd
né það sem nefnt er paranoía, því
ég tel mig enn geta komið
viðhorfum mínum á framfæri
annarstaðar en í sjónvarpi, en hér er
á ferðinni angi þeirrar viðleitni til
skoðanakúgunar og sovésks
terrors, sem grassérar um aht
þjóðfélagið. Hve margir skyldu þeir
íslendingar vera, sem ekki áræða
að viðra skoðanir sínar eða
gagnrýni af ótta við eftirköstin?
Miklum mun fleiri en góðviljaða
formælendur vestræns frelsis órar
fyrir.
Sigurður A. Magnússon
ÞJÓÐLÍF 81