Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 81

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 81
\IÓÐ? smánarlegan aðbúnað að öllu öðru leyti. Tónleikahöll er engin til og ópera rekin í gömlu bíóhúsi. Útvarpshús er nú fyrst að rísa, rúmri hálfri öld eftirað áhrifamesta menningarstofnun landsins tók til starfa. Á þessum liðnu áratugum hafa verið reistar margar glæsilegar íþróttahallir víða um land, bankar hafa dreifst um landið einsog óværa og húsakynni fyrir ýmsar þjónustustofnanir einsog Póst og síma, rafveitur og Framkvæmdastofnun keppa við hallir furstanna í Þúsund og einni nótt. Það hrópandi misræmi, sem er á aðbúnaði menningarstofnana og ýmissa meira eða minna þarflegra þjónustustofnana, er kannski mælskastiu: vitnisburður um andlegt ástand þeirra manna sem ráðið hafa ferðinni á hðnum áratugum og láta helst ekkert tækifæri ónotað til að mæra íslenska menningu í ræðum sem tíðum hljóma einsog hvellandi bjalla. Vaxandi skoðanakúgun Slæm aðbúð gerir að sjálfsögðu menningarstofnunum erfiðara fyrir að gegna hlutverkum sínum en vera þyrfti og er smánarblettur á lýðveldinu, en þarf ekki að teljast beint tikæði við þær. Afturámóti er sú leynda og ljósa andlega kúgun sem viðgengst í landinu beint tilræði „Pó áþekk fyrirbæri megi aö sönnu finna um þjóðfélagið þvert og endilangt, þá er útvarpsráð vitanlega átakanlegast dæmi þeirrar andlegu kúgunar sem átölulítið viðgengst hérlendis. Ef það væri ekki blóðug alvara, þá væri það í sjálfu sér farsakennd fjarstæða að fjórir eða fimm pólitískir hálfvitar skuli fara með úrslitavald um þann andlega kost sem þjóðinni er boðið uppá í stærsta fjölmiðli sínum. Og eftir höfðinu dansa limirnir, því ýmsirforráðamenn stofnunarinnar telja þýlyndið vera embættislega skyldukvöð. “ við menninguna, sem aldrei fær náð fullum blóma nema við fijálsar aðstæður. Þó nefna mætti mýmörg dæmi um þessa banvænu áráttu, verður hér látið nægja að minna á vaxandi tilhneigingar til að hefta tjáningarfrelsið. Málsóknir „Varins lands" gegn blaðamönnum og rithöfundum fyrir áratug voru upphaf þeirrar ógnvænu öldu sem síðan hefur haldið áfram að rísa. Minna má á fyrirganginn útaf „Félaga Jesú“ fyrir nokkrum árum, Spegilsmálið alræmda, gerræði meirihluta útvarpsráðs gagnvart Ævari Kjartanssyni, og nú síðast einstæða afsökunarbeiðni sama ráðs vegna leikrits Ólafs Hauks Símonarsonar og bann Skólasafnanefndar Reykjavíkur við notkun kennslubókar um kynhf í skólabókasöfnum höfuðstaðarins, þó bókin hafi hlotið einróma meðmæli sérfræðinga. Viðbrögð fjölmiðla við þessu galdrafári valdhrokans hafa verið sljó og mátthtil einsog til áréttingar þeirri staðhæfingu ítalska kvikmyndaleikstjórans Fellinis, að fjölmiðlar séu hættulegri siðuðum þjóðfélögum en flest arrnað, afþví þeir séu ábyrgðarlausir áhorfendur, sem hlaupi hugsunarlaust eftir hverri dægurflugu, handbendi póhtískra loddara, siðlausar undirlægjur „almenningsáhts" sem sé óskilgreind goðsögn, stefnulaus reköld á úfnum sjó samtímaviðburða. Þó áþekk fyrirbæri megi að sönnu finna um þjóðfélagið þvert og endilangt, þá er útvarpsráð vitanlega átakanlegast dæmi þeirrar andlegu kúgunar sem átölulítið viðgengst hérlendis. Ef það væri ekki blóðug alvara, þá væri það í sjálfu sér farsakennd fjarstæða að fjórir eða fimm pólitískir hálfvitar skuli fara með úrshtavald um þann andlega kost sem þjóðinni er boðið uppá í stærsta fjölmiðli sínum. Og eftir höfðinu dansa hmimir, því ýmsir forráðamenn stofnunarinnar telja þýlyndið vera embættislega skyldukvöð. Þannig er mér til dæmis kunnugt um frá fyrstu hendi, þó það sé hvergi skráð og verði ugglaust mótmælt, að í rúm fimmtán ár hef ég og ýmsir „óþægilegir" einstaklingar verið á bannhsta sjónvarpsins samkvæmt fyrirmælum fráfarandi fréttastjóra, EmOs Bjömssonar, enda hafa merkin sýnt verkin. Þetta er því miður hvorki sjúkleg tortryggni, ofsóknarkennd né það sem nefnt er paranoía, því ég tel mig enn geta komið viðhorfum mínum á framfæri annarstaðar en í sjónvarpi, en hér er á ferðinni angi þeirrar viðleitni til skoðanakúgunar og sovésks terrors, sem grassérar um aht þjóðfélagið. Hve margir skyldu þeir íslendingar vera, sem ekki áræða að viðra skoðanir sínar eða gagnrýni af ótta við eftirköstin? Miklum mun fleiri en góðviljaða formælendur vestræns frelsis órar fyrir. Sigurður A. Magnússon ÞJÓÐLÍF 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.