Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 4

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 4
Tónlistarskóli FÍH auglýsir Getum tekið inn nemendur í örfá laus pláss nú þegar á eftirfarandi hljóðfæri: Klassiskt píanó, slagverk og rafbassa. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlí. Skólinn hefur mikla sérstöðu meðal tónlistarskóla landsins þar sem kennd er hefðbundin tónlist (sígild tónlist) og rythmiskri tónlist ( djass, popp, rokk,) Tónlistarskóli FÍH býður nemendum sínum gott námsumhver og ölbreytt námsframboð og um leið gerir skólinn kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Áhugasamir hað samband við skrifstofu skólans í síma 5888956 eða sendið fyrirspurn á julia@h.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Ákveðin A-Átt og víðAst þurrt. Milt. HöfuðborgArsvæðið: Skýjað og Smá Skúraleiðingar. ÁfrAM freMur Hlýtt, en úrkoMA Með köfluM s- og v-lAnds. HöfuðborgArsvæðið: alSkýjað, rigning annað veifið. slAgveðursrigning og HvAsst Af sA og A HöfuðborgArsvæðið: rigning meira og minna og hvaSSt um tíma. leifar fellibyls á sveimi á sunnudag í dag er höfuðdagur og tengja margir hann við þau veðrabrigði sem oft verða síðla sumars á norðlægum slóðum. milt og sumarlegt veður verður í dag og morgun, reyndar úrkoma með köflum S- og V-lands á laugardag. Á sunnudag er hins vegar spáð upp að landinu leifum fellibylsins Crystobal. enn er ekki að sjá verra veður en fylgir haustlægðum. vissara þó að vera á varðbergi. Slagveðurs- rigning verður í flestum lands- hlutum. 13 13 16 14 14 13 12 16 15 12 11 10 12 10 11 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is F lugvél landhelgisgæslunnar flaug yfir Vatnajökul í gær, fimmtudag, til að kanna sprungur og sigkatla sem sáust í suðaustanverðri Bárðarbungu á miðvikudag. Sigkatlarnir eru á vatna- skilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum og talið er að breytingar á yfirborði jökulsins hafi myndast vegna bráðnunar við botn og að vatn frá sigkötlunum muni renna í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöll- um. Sigkatlarnir hafa ekkert stækkað eða breyst frá því að þeir sáust fyrst. Vísinda- menn úr leiðangrinum könnuðu vatna- stöðu Grímsvatna og talið er að yfirborðið hafi hækkað um 5-10 metra á síðustu dögum en engin breyting hefur mælst í Jökulsá. „Þetta þýðir að eitthvert vatn hefur bráðnað og að það mun renna ofan í Grímsvötn eða inn í Jökulsá á Fjöllum. Það er enn töluverð óvissa gagnvart því,“ segir Einar Pétur Heiðarsson hjá Samhæfingarmiðsöð almannavarna. „En Grímsvötn eru mjög stór og geta tekið við mjög miklu magni af vatni, þar safnast alltaf saman vatn sem svo verður að hlaupi sem fer niður Skeiðarársand- inn. Það er alltaf töluverður fyrirvari á svoleiðis atburðum og þess vegna er ekki enn talin ástæða til rýminga eða sér- stakra varúðarráðstafana sunnanmegin við jökulinn. Þar er alltaf góður undanfari að hlaupi og því auðveldara að bregðast við. Svæðið norðan jökuls er allt annað viðureignar,“ segir Einar Pétur. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga en sterkustu skjálftarnir mælast enn í Bárðarbungu og hafa verið allt að 5 að styrkleika. Í gær jókst skjálftavirknin í Öskju en talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskjusvæðið. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst um 1,5 kílómetra til norðurs og er nú kominn í sprungusvæði Öskju. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is jón í stjórn n1 jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri fl group og starfsmaður fjárfestingafélags- ins gamma, var hefur verið kjörinn í stjórn n1. kauphöllin gerir ekki lengur athuga- semdir við hæfi hans til að sitja í stjórnum skráðra félaga. 2000 ný félög 1994 ný einkahlutafélög hafa verið stofnuð á síðustu 12 mánuðum. mun færri fyrirtæki hafa farið í þrot síðasta árið en árið á undan. gjaldþrotum hefur fækkað um 22%, að því er fram kemur í tölum hagstofu íslands. 845 fyrirtæki hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta frá því í ágúst í fyrra. Þetta er talsverð fækkun. á sama tímabili árið áður voru gjaldþrotin 1.079. ákæru breytt ákæruvaldið hefur breytt ákæru á hendur lögreglumanni sem fletti upp konum í málaskrá lögreglunnar án þess að þær tengdust störfum hans. lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir að skoða upp- lýsingar um 45 konur í málaskrá lög- reglunnar á sex ára tímabili án þess að það tengdist störfum hans. konurnar hafa ekki verið látnar vita af uppflettingunum. aukinn hagnaður arion hagnaður arion banka nam 17,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er margfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. aukningin nemur næstum tæplega 195% á milli ára. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 14,5 milljörðum króna, borið saman við 4,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Björgólfur stefnir róbert Wessman Björgólfur thor Björgólfsson hefur stefnt róbert Wessman og árna harðarsyni fyrir að hafa á ólögmætan hátt dregið sér fjórar milljónir evra í eigin þágu og skapað honum fjártjón sem samsvarar helmingi af þeirri fjárhæð, að því er segir í við- skiptablaðinu. róbert segir í yfirlýsingu að stefnan sé tilhæfu- laus.  vikan sem var skipulagsbreytingar hjá nýherja nýherji kynnti í vikunni nýtt skipulag fyrir starfsemi félagsins. með breyting- unni er horft til þess að auka hagkvæmni í rekstri og efla áherslu á þróun og sölu lausna, mannauðsmál og þjónustu við endursölu- aðila. Breytingin felur í sér stóraukna áherslu á sölu- starf þar sem tæknimenn og sölufólk vinna innan sama tekjusviðs að þróun lausna og í sölu- og markaðssetningu, að því er segir í tilkynningu. tekjusvið félagsins verða tvö, lausnir og þjónusta og Heildsala og dreifing. við breytinguna fækkar starfsmönnum nýherja um 10. Breytingar á skipulagi ná ekki til dótturfélaganna; tm Software, applicon og applicon aB. nýja skipulagið tekur gildi 1. október.  umbrot sigkatlar í bárðarbungu og vatnssöFnun í grímsvötnum Óvissa um farveg aukins vatnsmagns frá Vatnajökli jökulsá á fjöllum. einar Pétur heiðarsson hjá almannvörnum segir svæðið norðan jökuls vera flóknara viðureignar en svæðið sunnanmegin. mikil uppsöfnun vatns í grímsvötnum sé alltaf undanfari hlaupa í Skeiðará en meiri óvissa ríki um hlaup í jökulsá. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty nýir sigkatlar hafa myndast á vatnaskilum grímsvatna og jökulsár á fjöllum en farvegur aukins vatnsmagns vegna bráðnunar íss er enn óvís. flóð sunnanmegin vatnajökuls eru algengari og auðveldara er að bregðast við þeim en flóðum norðanmegin. En Grímsvötn eru mjög stór og geta tekið við mjög miklu magni af vatni ... ekki [er] enn talin ástæða til rýminga eða sérstakra var- úðarráðstafana sunnanmegin við jökulinn. 4 fréttir Helgin 29.-31. ágúst 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.