Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 22
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Morgunþrek
Kröftugir og fjölbreyttir tímar.
Mán., mið. og fös. kl. 7:45
Verð kr. 14.900,-
Útiþrek
• Faglega þjónustu
• Heimilislega líkamsrækt
• Hreyfa þig í notalegu umhverfi
• Að lífsgleði og árangur fari saman
• Öðlast betri heilsu í góðum félagsskap
Zumba fitness
og toning
Þri. og fim. kl. 16:30
Verð kr. 12.900,-
Boltanudd
Einföld og áhrifarík á leið
til að losa um bólgur í
vöðvum líkamans.
Þri. og fim. kl. 12:00
Verð kr. 13.900,-
Heilsuborg er málið
þegar þú vilt:Ný námskeið hefjast 5. og 6. júní. 4 vikur.
• Faglega þjónustu
• Heimilislega líkamsrækt
• Hreyfa þig í notalegu umhverfi
• Öðlast betri heilsu í góðum
félagsskap
• Að lífsgleði og árangur
fari saman
Höfuðfat verkamanna og
kóngafólks – og allt þar á milli
S
ixpensarinn er eitt af
einkennum herrafatn-
aðar. Þessi tegund
höfuðfats hefur verið
algeng sjón á höfðum
karlmanna í gegnum aldirnar og
má rekja sögu hans aftur til 14.
aldar þegar menn á norðanverðu
Englandi fóru að skarta þessum
fallega hatti. Nafnið sixpensari
er þó einstakt hér á landi og er
það talið koma frá þeim tíma er
farmenn ferðuðust á milli landa til
þess að ferja vörur til og frá Íslandi.
Höfuðfatið kostaði þá sex pens í
Englandi og þaðan kemur nafnið.
Á Englandi á þó hatturinn mörg
nöfn, eins og Flat cap, Paddy cap,
Longshoreman’s cap, Scally cap,
Wigens cap, Ivy cap, Golf cap, Duf-
fer cap, Driving cap, Bicycle cap,
Jeff cap en oftast er sixpensarinn
þó kallaður Bonnet. Sixpensarinn
er nánast alltaf úr tweet-ullarefni,
Helstu útgáfur sixpensarans
Hefðbundinn
Ascot
The newsboy
Gatsby
Skjöldur og Kormákur.
Kim Larsen
er aldrei án
sixpensara.
en aðrar útgáfur eru einnig til úr
hör, flaueli og leðri.
Lengi vel var sixpensarinn höfuð-
fat lægri stétta og verkamanna, og
er það að vísu enn. Á 19. öld var
hatturinn þó orðinn höfuðfat aðals-
manna og var gjarnan notaður við
veiðar og hestamennsku og er enn
í dag sá hattur sem Karl Bretaprins
klæðist þegar hann fer til veiða. Í
dag er þetta höfuðfat orðið mjög
algengt meðal margra og óteljandi
útgáfur hannaðar ár hvert. For-
ráðamenn verslunarrisans Marks
og Spencer á Englandi segja ein-
hverskonar sixpensara sprengju
hafa orðið upp úr 2010, en þó hafa
þeir enga útskýringu hvers vegna.
Einn af þeim sem hefur haldið uppi
heiðri sixpensarans er Brian Jo-
hnson söngvari AC/DC sem hefur
nánast aldrei komið fram án þess
að skarta einum slíkum.
Á Íslandi hafa sixpensarar feng-
ist um árabil í Vinnufatabúðinni
og herrafataverslun Guðsteins en
með tilkomu herrafataverslunar
Kormáks og Skjaldar jókst notkun
sixpensarans mikið hjá yngri
herramönnum.
David Beckham hefur að sjálfsögðu
verið með sixpensara.
Karl Bretaprins fer ekki á veiðar án sixpensara.
Brian Johnson, söngvari A
C/DC, hefur
aldrei komið fram án sixp
ensarans.
Woody Allen er iðulega með hatt.
Luciano Pavarotti með fallegan
hvítan sixpensara.
Hannes friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
22 úttekt Helgin 29.-31. ágúst 2014