Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 34
WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Hættir lífi sínu í mannréttinda- baráttu í Úganda Eftir að hafa kynnst íslensku samfélagi ákvað David Kajjoba að helga líf sitt baráttunni fyrir mannréttindum í heimalandi sínu, Úganda. Réttindi samkynhneigðra eru meðal þess sem David berst fyrir en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Nú er David kominn á svartan lista hjá stjórnvöldum og hann hefur fengið morðhótanir alla leið til Íslands auk þess sem stórar ljósmyndir af honum hafa verið birtar á götum Kampala til þess að ögra David og skapa múgæsingu gegn samkynhneigðum. David snýr aftur til Úganda í september en veit ekki hvað bíður hans þar. S íðan ég man eftir mér hef ég átt mér þrjá drauma. Að ferðast, klára háskólanám og vinna við að hjálpa fólki,“ segir David Kajjoba. Þessir draumar hafa nú allir ræst. Þegar David er ekki að kenna ungu fólki á tölvur og berjast fyrir mannrétt- indum í Úganda vinnur hann fyrir hjálparsamtök á Íslandi og nýtur lífsins með vinum sínum í Mos- fellsbæ, þar sem hann hefur eytt fjórum síðastliðnum sumrum. „Fyrir tæplega tíu árum vann ég í hlutastarfi sem bílstjóri í fyrir- tæki frænku minnar. Þar kynntist ég Pálma Steingrímssyni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur. Ég var bíl- stjórinn þeirra í nokkra daga og við urðum strax miklir vinir og í dag lít ég á þau sem fjölskyldu mína. Ég hef aldrei verið trúaður en svona tilviljanir fá mig stundum til að trúa því að það sé eitthvað þarna uppi sem stýrir manni í rétta átt. Ísland hefur gefið mér svo mikið. Bæði víðsýni og menntun,“ segir David en vinir hans á Íslandi gerðu honum kleift að fara í háskólanám í upplýsingatækni í Kampala. David segir fyrstu heimsókn sína til Íslands hafa mestmegnis farið í það að vera stöðugt undrandi. „Allt var svo framandi. Ég kom um jól og þetta var í fyrsta sinn sem ég ferð- aðist út fyrir Afríku. Um leið og ég fór að eyða hér meiri tíma fór ég að átta mig á því hversu dásam- legt þetta land er. Því hér eru allir jafnir. Hér stendur fólk saman og hjálpast að, sama hvaða stétt það kemur úr. Fyrir mér er þetta skil- greiningin á paradís, að virðing sé borin fyrir öllum manneskjum sama hvaða bakgrunn þær hafa.“ Hataði samkynhneigða Þrátt fyrir að hafa alltaf dreymt um að vinna við að hjálpa fólki segir David Ísland, auk þess að hafa farið í háskólanám, eiga stóran þátt í því að hafa opnað augu sín fyrir því hvað mannréttindi væru. „Eins og langflestir í Úganda, þá hataði ég samkynhneigða. Ég var alinn upp við þá trú að samkynhneigð væri röng. Ég vissi ekki betur. Um leið og ég byrjaði að mennta mig fór ég smátt og smátt að sjá heiminn í nýju ljósi. Ég fór að skammast mín fyrir fáfræði mína og fékk hryllilegt samviskubit yfir því að hafa ekki staðið með fólki sem hefur þurft að þola óréttlæti og ég skammaðist mín sérstaklega fyrir  Fólksfjöldi: 33.6 milljónir.  Höfuðborg: Kampala, 1.6 milljón.  Bresk nýlenda þar til 1962.  Aðalútflutningur: Kaffi, en miklar vonir eru bundnar við olíu- og gasvinnslu.  Landið á sér langa sögu stríðsátaka en eitt versta tímabil landsins var undir ógnarstjórn Idi Amins, frá 1971 til 1979. Talið er að 500.000 Úgandabúar hafi dáið undir hans stjórn.  Forseti: Yoweri Museveni, frá 1986. Komst til valda með hjálp hersins. Faðir Davids lést í því stríði.  Í október 2010 birti „Rolling Stone“ dagblaðið í Úganda forsíðu með myndum af sam- kynhneigðum undir fyrirsögninni „Hengjum þá“. Þremur mánuðum síðar var David Kato, helsti baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda, myrtur á heimili sínu. Eftir að Museveni skrifaði undir lög í febrúar á þessu ári, sem banna samkyn- hneigð, hefur hann hlotið mikla gagnrýni alþjóðasamfélagsins. Um 140 milljónir dala sem áttu að fara í aðstoð við uppbyggingu landsins, frá Alþjóðabankanum, Bandaríkj- unum og nokkrum Evrópuríkjum, hafa verið dregnar til baka. David Kajjoba hefur stefnt lífi sínu í hættu vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum í Úganda. „Mamma var bara sautján ára þegar hún átti mig í miðju frelsisstríði Úganda. Pabbi dó í stríðinu, áður en ég fæddist, og báðir afar mínir höfðu áður dáið í stríði. Þegar ég hugsa um allt sem hún hefur þurft að þola þá vil ég ekki íþyngja henni með rökræðum sem leiða okkur ekkert áfram. En einmitt þess vegna er menntun svo mikilvæg og sérstaklega kvenna.“ Ljósmyndir/Hari það óréttlæti sem ég hafði sjálfur beitt. Síðan í barnaskóla hafði einn af strákunum í hópnum verið mjög kvenlegur og við vorum stöðugt að gera grín að honum fyrir að hafa ekki náð sér í stelpu. Svo fréttum við að hann hefði reynt við strák úr skólanum og við réðumst allir að honum og kölluðum hann illum nöfnum. Hann fór úr landi daginn eftir og við höfum ekki séð hann síðan.“ Menntun kvenna mikilvægust David segir þennan hugsunarhátt sinn hafa verið afsprengi þeirra aðstæðna og þess umhverfis sem hann komi úr. „Það er kannski eitt prósent þjóðarinnar sem styður réttindi samkynhneigðra. Þú heyrir í sjónvarpinu fólk ræða það hvernig eigi að útrýma þessu fólki. Margir tala um hengingar. Það er ekki auðvelt að brjótast út úr hatrinu og hræðslunni gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Til þess þarf að mennta fólk og sér í lagi mæður, því það eru þær sem ala upp næstu kynslóðir.“ „Ég er alinn upp á mjög kristnu heimili. Mamma er á móti samkyn- hneigð, hún trúir því í hjarta sínu að samkynhneigð sé óeðlileg. En ég get ekki rökrætt við hana. Þegar ég var yngri var ég viss um að hún elskaði mig ekki. Hún faðmaði mig aldrei og hún átti það til að skilja Framhald á næstu opnu ÚganDa 34 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.