Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 36

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 36
Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M / S IA • N M 59 75 5 Uganda“, þar sem hann bendir á ýmiskonar óréttlæti í samfélaginu, ber það saman við réttindi annars staðar í heiminum, rökræðir við fólk og reynir að upplýsa og mennta í gegnum síðuna. Hann hefur nú 14 stuðnings- menn, þar á meðal lögfræðing og lögreglumann. En öll starfsemi fer fram bak við luktar dyr. „Við erum ólögleg. Það er stórhættulegt að berjast opin- berlega fyrir mannréttindum og sérstaklega samkyn- hneigðra. Fólk hefur misst lífið. Við viljum hafa áhrif og breyta hugarfari fólks en auðvitað er draumurinn að geta haft áhrif á sjálf lögin. Við viljum setja pressu á stjórnvöld og ná sambandi við önnur samtök víðsvegar um heiminn. Við lifum á upplýsingaöld og verðum að nýta okkur það.“ Kominn á svartan lista og fær morðhótanir David fékk upplýsingar um það í síðustu viku að lögreglan hefur undir höndum mynd af honum og að nafn hans sé komið á svartan lista. Þar að auki hefur nú verið sett upp stór mynd af honum víðsvegar um Kampala, þar sem honum er hótað lífláti af andstæðingum sam- kynhneigðar. David hefur í kjölfarið lokað heimasíðunni, svo ekki verði hægt að rekja neinar slóðir. Hann er í litlu sambandi við vini og ættingja þar sem hann óttast um velferð þeirra en systir hans sem vann sem blaðamaður hefur nú misst vinnuna vegna baráttu bróður síns. David snýr aftur til Úganda í sept- ember, en þá rennur út 90 daga leyfi hans til að dveljast á Schengen-svæðinu. „Auðvitað er ég hræddur, annars væri ég ekki mannlegur. Vinir mínir hafa fengið hótanir og ég hef fengið símtöl hingað til Íslands frá fólki sem er að hóta mér lífláti. Ég gerði mér engan veg- inn grein fyrir því að þessi síða mín gæti haft þessi áhrif. En þrátt fyrir að vera hræddur vil ég samt fara baka.“ Þrátt fyrir að geta lent í fangelsi í mörg ár, eða jafnvel verið myrtur? Að berjast fyrir friði getur verið kostn- aðarsamt. Faðir minn og faðir hans dóu þegar þeir börðust fyrir Úganda. Þetta er hálfgert stríð, á upplýsingaöld. Ég berst fyrir því að fólk fái aðgang að upp- lýsingum. Nú hef ég lokað síðunni minni og mér líður eins og ég sé að gefast upp. Akkúrat núna er ég að velta því fyrir mér hver besta leiðin sé fyrir mig, til að halda áfram að berjast. Ég vil gera gagn og hafa einhver áhrif á allt óréttlætið. Hver er besta leiðin til þess í Úganda? „Ekki í gegnum pólitík. Það er ekki hægt að áhrif á illa upplýst fólk, sem í mörgum tilfellum kann ekki að lesa, með pólitík. Ef við viljum breyta Úganda til hins betra þarf að leggja alla áherslu á að mennta fólk. Ef við upplýsum og menntum fólk kemur breytingin sjálfkrafa. Ég veit allavega að ég get ekki hætt að berjast, það er of mikið í húfi. Úganda ætti að vera eins og Ísland. Það eiga ekki að vera byssur á öllum hornum, fólk á að vera virt sama hvaðan það kemur úr þjóðfélaginu og fólk á að hafa rétt til að elska hvern sem því sýnist.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is mig eftir út í búð til að herða mig. Ég skildi þetta ekki þá en ég skil þetta núna. Hún á erfitt með að sýna ást því hún er mjög mörkuð af því sem við köllum „war mentality“. Mamma var bara sautján ára þegar hún átti mig í miðju frelsisstríði Úganda. Pabbi dó í stríðinu, áður en ég fæddist, og báðir afar mínir höfðu áður dáið í stríði. Þegar ég hugsa um allt sem hún hefur þurft að þola þá vil ég ekki íþyngja henni með rökræðum sem leiða okkur ekkert áfram. En einmitt þess vegna er menntun svo mikilvæg og sérstaklega kvenna. Konur halda samfélaginu saman í Úganda og þær koma næstu kynslóð á legg. Ef mæður eru læsar þá eiga þær eftir að kenna börnunum sínum að lesa. Ef mæður bera virðingu fyrir öllum manneskjum þá eiga börnin þeirra eftir að gera það.“ Ákvað að helga mannréttindum líf sitt „Þegar ég kom heim frá Íslandi, eftir að hafa eytt hér mínu fyrsta sumri, sá ég óréttlætið í Úganda svo miklu betur en áður. Fólk fær ekki laun fyrir að vinna vinnuna sína, stéttaskiptingin er mikil, fólk ber ekki virðingu fyrir náunganum og fólk má ekki elska hvern sem það vill.“ David ákvað í kjölfarið að helga líf sitt baráttunni fyrir betra samfé- lagi og almennum mannréttindum. Hann stofnaði heimasíðu sem hann kallar „Rainbow from Iceland to David ásamt vinum sínum sem hann kallar fjölskyldu sína í dag, Pálma Steingríms- syni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur. Þau hafa miklar áhyggjur af brottför Davids en 90 daga leyfilegur dvalartími hans rennur þann út 15. september. Dæmi um hótunarbréf og myndir sem David fær sent á netinu „Við munum berjast við þig líkt og við höfum barist við aðra eins og þig, eins og sést á myndunum. Við munum berjast við illsku samkynhneigðar og alla sem styðja hana. Hafðu í huga að við vitum hvar þú heldur þig og hjá hvaða fólki þú ert, vertu við- búinn því að bera þinn kross þegar þú snýrð aftur. Úganda mun ekki styðja við sataníska hegðun.“ Davíð sýndi blaða- manni myndir af líkum fólks sem hafði verið brennt lifandi eða mis- þyrmt á annan hátt - en eru ekki birtingar- hæfar. 36 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.