Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 42
Reykjavíkurborg Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2015. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir allajafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2015. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir www.reykjavik.is Það er verið að taka hug- myndina um að læra í bók og algjörlega kasta henni í burtu. leiðbeina við þá. „Það er verið að taka hugmyndina um að læra í bók og algjörlega kasta henni í burtu. Fólk byrjar með nýja bók, Cooori hugbúnaðinn, sem er persónuleg og sífellt að breytast í takt við nýjar þarfir hjá hverjum og einum.“ Þegar Arnar kynnir Cooori fyrir kennurum fær hann stundum þá spurningu hvort markmiðið sé að gera kennara óþarfa. „Við ætlum ekki að gera kennara óþarfa, heldur sjáum við fyrir okkur að hlutverk þeirra breytist í framtíðinni með aukinni tækni. Það er líka mikilvægt að taka með inn í heildarmyndina að nemendur eru misjafnir eins og þeir eru margir og því getur hver og einn náð betri árangri í tungumálanámi með hjálp Cooori. Ég sé fyrir mér að kennarinn verði frekar eins og mentor og að námið verði miklu persónulegra.“ Kenna leigubílstjórum í Japan ensku Nú er hægt að læra japönsku fyrir enskumælandi og ensku fyrir japönskumælandi með Cooori og uppi hafa jafnvel komið hugmyndir um að bjóða Íslendingum að læra dönsku. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Almennt er enskukunnátta í Japan ekki góð þó mikill áhugi sé á tungumálinu. Ólymp- íuleikarnir árið 2020 verða haldnir í Japan og því eru margir í ferðamannaiðnaðinum sem vilja læra betri ensku. Á dögunum gerði Cooori samning við eitt stærsta leigubílafyrirtækið í Japan um sérstak- an aðgang leigubílstjóra sem geta notað tæknina í símum sínum og lært orð á ensku sem nýtast í starfinu. Fljótlega ætlar Cooori svo að bjóða upp á ensku- og japönskunám fyrir Kóreubúa og segir Arnar þann markað að öllum líkindum stærri en í Japan því hvert heimili þar eyði um 20 prósentum af tekjum sínum til menntunar. Hneigir sig eins og Japani Þekkt er að í Japan séu vinnudagar á skrifstofum langir og ýmsar gamalgrónar reglur sem tíðkast. „Hjá Cooori í Tókýó er annar fókus og meira eins og tíðkast í Silicon Valley. Fólk getur unnið hvar sem er og hvenær sem er. Það getur mætt á skrif- stofuna ef það vill eða unnið heima. Það tók Japan- ina nokkrar vikur að venjast þessari vinnumenn- ingu, að þurfa ekki að vera mætt í vinnuna klukkan hálf átta á hverjum morgni og vinna til tíu á kvöldin og fara þá út að drekka með yfirmanninum. Fókus- inn hjá okkur í Cooori er á gleðina og sköpunar- gáfuna, frekar en að fólk keyri sig alveg út.“ Þó eru nokkrar reglur í japönsku samfélagi sem ekki er hægt að skauta framhjá svo auðveldlega og það eru venjur á fundum og hneigingar. Arnar kveðst hneigja sig og afhenda nafnspjöldin sín eins og Japani, enda komi ekkert annað til greina. „Náinn samstarfsmaður minn er Japani sem hefur unnið í viðskiptalífinu í mörg ár. Hann kann allar regl- urnar og undirbýr mig vel fyrir fundi, hvar ég eigi að sitja og svo framvegis svo ég fæ góða þjálfun.“ Ætla að vera í fremstu röð Arnar er 38 ára og hef- ur núna búið í Japan í ellefu ár. Fyrir um það bil ári eignaðist hann son með Chigusa Shi- mamura, eiginkonu sinni, og býr fjölskyld- an miðsvæðis í Tókýó. Hann hefur þó alltaf sterkar taugar til Ís- lands stefnir jafnvel að því að starfa meira á skrifstofu Cooori hér á landi í framtíð- inni. „Það væri mjög gaman að sjá Cooori blómstra á Íslandi líka og okkur langar mjög að ráða f leira fólk hérna en það er ekki auðvelt því við erum í tungumálageiranum. Ekki er hlaupið að því að finna fólk frá Kóreu sem talar japönsku á Íslandi. Því einblínum við á þróunarvinnuna á Ís- landi því hér er margt hæfileikaríkt fólk á því sviði. Nú eru til að mynda tvær nýjar forritunarstöður lausar hér á landi.“ Arnar spáir því að fram til ársins 2020 eigi tungumálakennsla eftir að breytast mikið. „Ég sé fyrir mér að það verði talsverð samþjöppun á þessum markaði á næstu tíu árum. Við erum með frábæra tækni, leiðandi í nýjum kennsluaðferðum og rétta fólkið til að taka þetta áfram. Eftir fimm til tíu ár viljum við verða meðal stærstu fyrirtækja í heimi í tungumálakennslu á netinu.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is það koma aftur og aftur fyrir í text- um sem nemandinn les eða heyrir. Það má segja að með Cooori skapist tækifæri til að læra án þess að slakt minni haldi aftur af árangrinum,“ segir Arnar. Ætlar ekki að gera kennara óþarfa Nú þegar eru hundruð þúsunda notenda sem nýtt hafa sér afurðir Cooori. Meðal þeirra eru nemendur í japönsku við Háskóla Íslands og fjölmargir japanskir háskólanem- endur en þeir eru flestir að læra ensku. Cooori nýta nemendur sem viðbót við nám sitt. Kennarinn get- ur svo fylgst með því hverjir veiku punktarnir eru hjá hverjum og ein- um og lagt sérstaka áherslu á að Arnar ásamt eiginkonu sinni, Chigusa Shimamura og syninum Evan Ágúst Shimamura Arnarsson. Á myndinni eru þau við Gullna hofið í Kyoto. Þegar Arnar var að þróa hugmyndina að Cooori fór hann á hverjum degi í sex mánuði í Yogogi-garð í miðborg Tókýó og lagði drög að þróun hugbúnaðarins. 42 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.