Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 62

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 62
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201462 GRÍPTU SÚPERBAR MEÐ ÞÉR Í RÆKTINA! SÚPERBAR Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandi orkugefandi - bragðgott - enginn viðbættur sykur - án mjólkur glútenlaust - inniheldur ávexti, grænmeti og fleira Níu tegundir af ofurfæðu: bláber hindber rauðrófusafi gojiber spírulína hörfræ chiafræ kínóa hveitigras G læsileg vetrardagskrá hefst hjá Kramhúsinu 8. september. Að sögn Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur, verkefnastjóra í Kramhúsinu, er dansfiðringur landans áþreifanlegur því rjúkandi eftirspurn er eftir dansnámskeiðum af ýmsu tagi. „Beyoncé dansnámskeiðin með mjaðma­ dilli og hressum sveiflum eru að verða fullbókuð en til huggunar fyrir þá sem ekki komast að á fyrstu námskeiðin, þá hefjast ný eftir sex vikur,“ segir hún. Con­ temporary danstímarnir eru gríðarlega metnaðarfullir, kennararnir einstaklega færir og tekur Ásgeir Helgi Magnússon vel á móti þátttakendum í haust. Hristingur með Ásrúnu Magnúsdóttur Kramhúsið sér vel um þá sem haldnir eru dansþrá og verður boðið upp á nýtt og spennandi námskeið sem heitir Hristingur. „Þetta er nýtt af nálinni hér á landi og er það dansarinn Ásrún Magn­ Dansfiðringur í loftinu Dansinn nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi enda er hann frábær leið til að koma sér í gott form. Í Kramhúsinu verður boðið upp á fjölda spenn- andi námskeiða í vetur. Meðal þeirra er Hristingur sem er blanda af dansi og slökun og svo hinn orkugefandi afródans. Sérstakir jógatímar verða í boði fyrir karlmenn. Nemendur í samtímadansi baksviðs á vorhátíð Kramhússins.  Herrajóga  Krakkajóga  Jóga  Jóga nidra  Pilates  Leikfimi  Afró  Beyoncé  Bollywood  Contemporary  Jane Fonda danssviti  Tangó  Magadans  Hristingur  Zumba  Balkan  Dans fyrir krakka frá 3ja ára  Tónlistarleikhús  Popping  Breikdans NÁMskeið í boði úsdóttir sem leiðir fólk í gegnum dansinn. Hún lofar góðri líkamsrækt og hressi­ legri stemningu. Þarna verður dansi og slökun fléttað saman við ryþmíska tónlist. Hristingurinn er skemmtilegur en hann losar um uppsafnaða spennu í líkamanum og veitir mikla vellíðan. Allir hafa gott af því að hristast!“ Í Jane Fonda danssvita tímunum hjá Siggu Ásgeirs fá dansarar flotta brennslu við góða tónlist og gera gamaldags og nútíma Jane Fonda styrkt­ aræfingar. Jóga fyrir karlmenn Að sögn Þórunnar er dansinn klárlega stuðleið til að koma sér í form. „Dans­ inn eykur vellíðan og það gerir jóga og pilates ástundun svo sannarlega líka, en á aðeins annan hátt. Pilates tímarnir og jóga tímarnir eru góð leið til að ná styrk, liðleika og vellíðan undir góðri og öruggri leiðsögn.“ Í haust verður boðið upp á Herra jóga sem eru sérstakir tímar fyrir karla. Þarna gefst þeim tækifæri til að auka styrk, liðleika og jafnvægi, en jafnvægisæf­ ingar eru gjarnan vanmetnar. skapandi barnastarf Kramhúsið leggur metnað sinn í skapandi barnastarf fyrir börn frá 3ja ára aldri og eru þau yngstu í góðum höndum hjá Guð­ björgu Arnardóttur. „Krakkarnir koma aftur og aftur á námskeiðin, sem eru jú bestu meðmælin.“ Tónlistarleikhúsið er líflegt námskeið þar sem leikur og sköpunargleði ráða ríkjum. Álfheiður Björgvinsdóttir kennari notast við aðferðir leiklistar og tónlistar, fjölbreytta leiki, hreyfingu og hlustun þar sem aðal áherslan er á notkun raddar og líkama í sköpun, auk þess að gera tilraunir með hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri, ásamt spunavinnu og fleiru. Popping með Natöshu og brynjari Degi Popping dansstíllinn er vaxandi á Íslandi og nýtur Kramhúsið mikilla hæfileika Natöshu og Brynjars Dags, sigurvegara Iceland Got Talent. Krakkar allt frá 5 ára aldri ná fljótt tökunum á breik rútínum undir leiðsögn Natöshu og Chris. Breikarar eiga von á góðu því að bandarískur dansari sem kallar sig Rob­Nasty Rocker kemur í heimsókn í október og þá verður nú aldeilis breikað í botn. Götudansar hafa óneitanlega verið vinsælli á meðal drengjanna. Til að auka val­ möguleika í dansinum bjóðum við spennandi danstíma með æfingum, dansgleði, spuna og samhæfðum dönsum fyrir stelpur 7 til 9 ára og 10 til 13 ára. Nánari upplýsingar um nám­ skeiðin má nálgast á vefnum www. kramhusid.is og á Facebook­síð­ unni Kramhúsið. Unnið í samstarfi við Kramhúsið. Brynjar Dagur, sigurvegari Iceland Got Talent, með nemendum sínum í Popping. Ljósmynd/ Spessi

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.