Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 67

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 67
heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 67 F erðafélag Íslands var stofnað 1927 og hefur það markmið að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendinu og í óbyggð- um og greiða fyrir götu ferðamanna á landinu. Þá gefur FÍ út bækur og kort og stendur fyrir fjölbreyttum ferðum um landið. Félagið á 40 skála og undir merkjum félagsins starfa 15 deildir um allt land. Ferðafélagið er í eðli sínu íhalds- samt og rótgróið og heldur fast í gömul og góð gildi. Um leið hefur það þó þróast í takt við tímann. Til dæmis var Ferðafélag barnanna stofnað fyrir nokkrum árum en það sérhæfir sig í ferðum fyrir börn og fjölskyldur og hefur fengið afar góðar móttökur. Þá hefur félagið verið í fararbroddi í ferðamennsku og byggt upp skála, gönguleiðir, göngubrýr og staðið fyrir fræðslu. Markmið félagsins eru í dag enn þau sömu og í upphafi, að greiða götu ferðamanna, byggja upp aðstöðu sem og standa fyrir ferðum, útgáfu og fræðslu. Stór þáttur í útgáfustarfi félagsins er útgáfa Árbókar Ferða- félagsins sem hefur komið út óslitið í 85 ár og er einstök ritröð um náttúru landsins. Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ, hefur undanfarin ár innleitt lýðheislu- og forvarnarverk- efni inn í starf félagsins. 52 fjalla verkefnið, Biggest win- ner og Bakskóli Ferðafélagsins Segja má að Ferðafélag Íslands hafi verið í fararbroddi hvað varðar lýð- heilsu landsmanna. Félagið er ekki einungis fyrir fullfríska klettaklifrara heldur hefur félagið verið í samstarfi við Reykjalund og Háskóla Íslands með gönguferðir fyrir þá sem eiga erf- itt um gang af einhverjum orsökum. Það getur verið vegna líkamlegra ann- Ferðafélag Íslands – lýðheilsu- og forvarnarverkefni marka eins og offitu eða andlegra annmarka eins og þunglyndis og svo framvegis. Rann- sóknir sem voru gerðar meðal þátttakenda í þessum ferðum segir Páll að hafi komið mjög ánægjulega út. Rannsóknir hafa margsýnt að gönguferðir eru mjög hollar fyrir bæði líkama og sál og sumir segja allra meina bót. „Við erum nú að auka samstarfið við heil- brigðisyfirvöld og efnum til gönguferða fyrir ákveðna hópa innan heilbrigðisgeirans. Nú er Ferðafélagið búið að stofna Bakskólann þar sem verið er að reyna að koma fólki af stað í léttum gönguferðum með styrkjandi og liðk- andi æfingum þannig að þeir sem hafa gefið eftir heilsufarslega komist á beinu brautina aftur. Síðan eru hópar með geðraskanir og rannsóknir hafa sýnt að gönguferðir hjálpa þeim geysilega mikið. Gönguferðir, hvort sem er um skóglendi eða við hafið, hafa mjög róandi áhrif. Að komast upp á fjall hefur t.d. mjög jákvæð áhrif á andlega líðan fólks. Allt eru þetta afrek og hjallar til að sigrast á og Bakskóli Ferðafélagsins er liður í hjálpinni. Þá fórum við af stað með 52 verkefni FÍ fyr- ir fimm árum sem sló í gegn og hefur fest sig í sessi og auk þess orðið til ýmis hliðarverkefni eins og 12 og 24 fjöll, framhaldslíf og eilíft líf. Á síðastliðnum fimm árum hafa fleiri þúsund manns tekið þátt í þessum verkefnum og nú er Bakskólinn að fara af stað og boðið verður upp á öll þessi verkefni að nýju um áramótin,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ. Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands. S ífellt fleiri nýta sér reiðhjólið sem farartæki til að komast til og frá vinnu. Sú þróun á sér ekki aðeins stað á hér á Íslandi, heldur í flestum borgum heimsins. „Oft kemur til okkar fólk sem ekki hefur hjólað í mörg ár og ætlar að leggja bílnum og byrja að hjóla í vinnuna og slá þrjár flugur í einu höggi; hugsa um heilsuna, spara peninga og minnka mengun,“ segir Valur Rafn, mark- aðsstjóri TRI verslunar. Hann segir það koma fólki á óvart hversu stuttan tíma það taki að hjóla í vinnuna, miðað við að aka bíl á mestu álagstímum. Hjá TRI verslun er hægt að fá reiðhjól fyrir allar helstu að- stæður, aukahluti fyrir allar helstu gerðir reiðhjóla og reiðhjólafatnað. Réttur fatnaður gerir gæfumuninn Hjólreiðaferðin verður þægilegri í rétta fatnaðinum og er að verða sífellt algeng- ara að fólk fjárfesti í vönduðum reið- hjólafatnaði. Sérstakur hjólreiðafatnaður er hannaður þannig að hann hleypi lofti hæfilega mikið inn og haldi kulda úti. Hjá TRI er gott úrval hjólreiðafatnaðar. Þar á meðal eru föt frá kanadíska merkinu Louis Garneau. Að sögn Vals Rafns hefur merkið verið mjög vinsælt undan- farin misseri. „Jakkarnir, buxurnar, hjálmarnir og skórnir frá Louis Garneau hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi enda henta vörurnar loftslaginu hér vel. Fötin koma frá Kanada þar sem lofts- lagið er svipað og á Íslandi. Til að mynda Frábær hjólaföt frá Louis Garneau hjá TRI verslun Hjá TRI verslun við Suðurlandsbraut 32 er gott úrval reiðhjóla, hjólafatnaðar og hjálma. Viðskiptavinirnir eru bæði þaulvanir hjólreiðamenn og fólk sem er að byrja að hjóla. fást jakkarnir og buxurnar með efni sem stöðvar vind að framan. Það hjálpar okkur Ís- lendingum mikið þegar kemur að því að njóta ferðarinnar. Að aftan hleypa þeir svo lofti inn í sig sem hentar einnig vel við íslenskar aðstæður,“ segir hann. Vettlingar og skóhlífar frá Louis Garneau fást einnig í TRI verslun en skóhlífarnar eru orðnar mjög algengar hjá þeim sem hjóla til vinnu og keppa í hjólreiðum. Verðlaunahjálmar Valur Rafn segir hjálmana frá Louis Garneau hafa notið mik- illa vinsælda síðan þeir komu á markað. Tímaritið BikeRadar kaus Course hjálminn frá Louis Garneau einn af þeim bestu árið 2014 og gaf honum fimm stjörnur af fimm mögulegum. Hjálmurinn fékk verðlaun bæði fyrir loftflæði og hönnun. Valur Rafn segir skipta máli hve mikla loftmótstöðu hjálmurinn myndar. „Course hjálmurinn er þannig hannaður að hann veitir litla loftmótstöðu, veitir mikið öryggi og er mjög flottur. Einnig er hægt að festa ljós á hjálminn með mjög einföldum hætti sem er frábært.“ TRI verslun er við Suður- landsbraut 32 í Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.tri.is og á Fa- cebook-síðunni Tri verslun. Unnið í samstarfi við TRI verslun. Elvar Örn Reynisson, starfs- maður TRI verslunar og Valur Rafn markaðsstjóri. Hjá TRI verslun við Suðurlandsbraut fæst hjólreiðafatn- aður og skór frá kanadíska merkinu Louis Garneau.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.