Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 87

Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 87
Eftir fréttir liðinnar viku um þátt þáttarins Nenni ekki að elda í þeim leikþætti sem hristi stoðir stærsta frjálsa fréttamiðils landsins hef ég leynt og ljóst stillt á ÍSTV með það fyrir augum að hitta á þáttinn. Það tókst eftir nokkrar tilraunir. Ekki var það örlagaríki þátturinn með Geir Ólafs, hann verður að bíða betri tíma, heldur var gestur þáttarins engin önnur en hún Sigga okkar Kling, spá- kona og lífskúnstner par exellans. Ég kom inn í þáttinn þegar búið var að „elda“ matinn en það kom ekki að sök. Þvílík skemmtun. Stjórn- andi þáttarins bauð upp á það mest pólítískt ranga sjónvarp sem ég hef séð lengi ef nokkurn tímann og það var frábært. Hirspurslaust andrúms- loftið þarna í prufueldhúsi í Ikea var frískandi og þótt Sigga hafi verið hálfsofandi, að því virtist, fór hún ekki minna á kostum. Þær stöllur, sem mögulega voru búnar að fá sér aðeins í aðra tána áður en ég kom að skjánum, töluðu saman eins og eng- inn væri að horfa. Sá möguleiki, að enginn væri að horfa, var sennilega fyrir hendi fram að atburðum síðustu viku þegar besta auglýsing sem nokkur gæti óskað eftir var í loftinu á frétta- og samfélagsmiðlunum samfellt í hálfa viku með Fréttablaðs- skandalnum. Meira að segja Hanna Birna hlýtur að hafa þakkað fyrir smá breik í lekamálinu svo hátt náði þetta. Ég vona að Guðrún Veiga og allir hinir á ÍSTV geti notað þennan kraft sem samkeppnisaðilinn hjálpaði til að skapa og framleiði meira af kraft- miklu og hressandi sjónvarpsefni fyrir mig á síðkvöldum. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 Broadchurch (7/8) 14:35 Mike & Molly (9/23) 15:00 Veistu hver ég var ? (1/10) 15:35 Léttir sprettir 16:00 Kjarnakonur 16:20 Gatan mín 16:45 60 mínútur (47/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (53/60) 19:10 Fókus (3/6) 19:30 Ástríður (3/12) 19:55 The Crimson Field (4/6) 20:50 Rizzoli & Isles (7/18) 21:35 The Knick (4/10) 22:20 Tyrant (10/10) 23:05 60 mínútur (48/52) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikil- vægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heims- þekkt fólk. 00:40 Bag of Bones (1/2) 02:00 Bag of Bones (1/2) 03:20 Suits (4/16) 04:05 The Leftovers (9/10) 05:00 Crisis (12/13) 05:45 Looking (8/8) 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:15 Pepsímörkin 2014 11:30 Stjarnan - Selfoss 13:30 Moto GP - Bretland Beint 14:30 Arionbanka mótið 15:10 Hamburg - Kiel Beint 16:40 Moto GP - Bretland 17:45 KR - Stjarnan Beint 19:55 Hamburg - Kiel 21:15 UFC Unleashed 2014 22:00 Pepsímörkin 2014 23:15 Villarreal - Barcelona 00:55 KR - Stjarnan 02:45 Real Sociedad - Real Madrid 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:00 QPR - Sunderland 10:40 Burnley - Man. Utd. 12:20 Tottenham - Liverpool Beint 14:50 Leicester - Arsenal Beint 17:00 Aston Villa - Hull 18:40 Tottenham - Liverpool 20:20 Leicester - Arsenal 22:00 Man. City - Stoke 23:40 Swansea - WBA SkjárSport 11:25 Schalke 04 - Bayern Munich 13:25 FSV Mainz - Hannover 96 15:25 Freiburg - B. Mönchengladbach 17:25 FSV Mainz - Hannover 96 19:25 Freiburg - B. Mönchengladbach 21:25 Schalke 04 - Bayern Munich 31. ágúst sjónvarp 87Helgin 29.-31. ágúst 2014  Sjónvarp nenni ekki að elda Nenni alveg að horfa

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.