Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 56

Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 56
LISTIR „Ef svo er þá er það alveg ómeðvitað. Við búum við það einkennilega ástand nú sem felst í fjölmiðlafári og markaðslist. Það er nokkuð sem við þurfum að sætta okkur við og kannski ekkert slæmt í sjálfu sér. Þessi létta tónlist er framleidd sem söluvara og verður að seljast. Það þýðir að leitað er að lægsta samnefnaran- um. Þannig verður salan mest. Markmið þessarar tónlistar eru önnur og gjörólík þeim markmiðum sem menn hafa við að semja alvarlega tónlist. Þar reyna menn að vera heiðarlegir og trúir sjálfum sér og finna per- sónulegan stíl, þannig að þeir skapi eitthvað sjálfir. Það gefur auga leið að það er aukaatriði hvort verkið mun njóta hylli. Þetta eru tveir gjörólíkir heimar, heimur markaðstónlistar- innar og hinnar eiginlegu tónlistar. í því þarf ekki að felast niðrun um markaðstónlist, það eru bæði til góðir og slæmir tónlistarmenn, hvorri deildinni sem þeir heyra til. Það er full- komlega virðingarvert að vera popptónlistar- maður og framleiða gott popp, þótt það sé gjöróh'kt því að vera eiginlegt tónskáld. Þessi skilsmunur vill oft gleymast, t.a.m. nota menn stundum á listahátíðum opinbert fé til að styrkja efni sem menn ætla sér að hagnast á, þ.e. markaðsefni. Þetta stafar af fáfræði þeirra sem málum stjóma. Stjómendumir gera ekki greinarmun á því sem framleitt er til að selja og hagnast á og hinu sem gert er í listrænum til- gangi.“ MAGN OG GÆÐI. Finnur Torfi víkur talinu að stórborginni Los Angeles, sem er í senn miðstöð skemmtiiðnaðar og markaðstónlistar og býr að mjög öflugu tónlistarh'fi í hæsta gæðaflokki. Mikið fé sé þar lagt í að halda listamönnum uppi og þeim gert kleift að vinna að sinni listsköpun. öðm vísi sé málum varið hér á landi. Hér þurfi tónlistarmenn að leggja á sig mikið erfiði og oft vinna annað starf með, og það komi óneitanlega niður á gæðunum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir alla íslendinga," segir hann. „Án okkar öfluga og glæsilega menningararfs værum við örugglega ennþá dönsk nýlenda. En við megum ekki láta okkur nægja að lifa á fomri frægð heldur verð- um við að viðhalda okkar menningu. Þetta er sérstaklega brýnt nú á tímum vegna þess að fjölmiðlarnir hafa þanist út og láta ekkert af- skijot. Ég er hissa á hve margir hafa verið að amast út í erlenda strauma í blöðunum og vilja draga úr þeim eða jafnvel stöðva. Ég er þessu ósam- mála. Okkur er nauðsynlegt að taka á móti utanaðkomandi straumum. við þurfum hins vegar að styrkja okkar eigin menningarstarf- semi til mótvægis. Það skiptir líka máli hvaða efni það er sem fjölmiðlamir demba yfir okk- ur. Frá Ameríku t.d. virðist helst léttvægasta efnið valið og svo verður maður var við hroka JENS ALEXANDERSSON • „Kannski var það vegna þess að eg var að nalgast miðjan aldur og langaði að hvíla mig a lögfræðinni..." gagnvart könum. En í raun og veru er við okkur sjálf að sakast, því við virðumst sýna léttmetinu frá Ameríku mestan áhuga. Það er kannski svolítið einkennilegt að þurfa að tala um gildi íslenskrar menningar þar sem ís- lendingar hafa verið mjög stoltir af sinni menn- ingu, en staðreyndin er því miður sú að full ástæða er til að ræða um þessa hluti." Stefnirðu á að koma heim að námi loknu og helga þig tónsmíðum? „Mér finnst náttúrulega gott að vera í ut' löndum og ég öfunda um margt tónskáldin yt,r þeim möguleikum sem þeir hafa, en mér þyk|r svo vænt um bæði land og þjóð að ég get ómögulega slitið mig héðan. Enda fullnsg|r það fullkomlega metnaði mínum að skrifa fynr íslendinga." • Johanna V. Þórhallsdóttir

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.