Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 7
EFNISYFIRLIT
U
FRÉTTATÍMARIT 7. TBL. 3. ÁRG. NÓV. 1987
l
Frá ritstjóm
NÚ FER í hönd sá tími ársins sem bóka-
ormar h'ta til með hvað mestri tilhlökkun.
Jólabækumar renna út á markað, hver á
fætur annarri, og keppa um athygli al-
mennings. í ár er búist við góðri sölu í
bókum. Metsala var á bókum í fyrra, og í
ár ætti hún að verða enn meiri, ef marka
má greiningar bókasérfræðinga á sam-
bandi efnahags almennings og bóksölu.
Mikið góðæri ríkir nú í landinu, þannig að
bækur ættu að halda sínum velli og vel það.
ÞJÓÐLÍF vill koma til móts við þann
mikla áhuga sem íslendingar velflestir
sýna bókum, og kannski lesendur ÞJÓÐ-
LÍFS umfram aðra, með því að birta veg-
lega bókakynningu í þessu tölublaði. Hér
eru kynntar margar bækur, ýmist með
þeim hætti að við birtum valinn kafla úr
bók eða viðtal við höfund bókar. Plássið í
blaðinu er takmarkað, og því urðum við að
velja og hafna. Margar góðar bækur eru
hér kynntar, en jafn margar góðar liggja
utangarðs sem ættu vissulega erindi við
lesendur, en óhjákvæmilega varð að velja
eins og áður sagði.
SYKURMOLANA þarf áreiðanlega ekki
að kynna fyrir lesendum ÞJÓÐLÍFS, svo
rækilega sem áhugi erlendra hljómplötu-
fyrirtækja á þessum ungu tónlistarmönn-
um hefur að undanförnu verið kynntur í
fjölmiðlum. ÞJÓÐLÍFI gafst kostur á að
ræða við tvo meðlimi hljómsveitarinnar
sama dag og hljómsveitin hélt tónleika fýr-
ir erlenda umboðmenn. í þessu viðtali
kemur glögglega fram eftirvænting þeirra,
spenna, taugaóstyrkur, og umfram allt -
óvissa. Hvað framtíðin ber í skauti sér
þessum ungu listamönnum til handa er
óvíst, jafnvel nú þegar svimandi háar upp-
hæðir standa þeim til boða. Það þarf sterk
bein til að standa af sér vonbrigðin, ef
eitthvað fer úrskeiðis - en enn sterkari þó
til að standa af sér frægð og frama. ÞJÓÐ-
LIF óskar hinu unga fólki til hamingju
með árangurinn til þessa, því vissulega er
hér á ferð æskufólk sem er landi og þjóð til
sóma.
8 INNLENT
• Sykurmolamir hafa slegið í gegn á erlendum markaði, eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum að
undanfömu. ÞJÓÐLÍF fékk viðtal við tvo meðlimi hljómsveitarinnar, þau Björku og Einar, þegar allt var á
suðupunkti. • Nýstárlegt námskeið er í gangi í Reykjavík, heimspeki fyrir böm. • Hvert fara þingmenn
þegar þeir hætta á þingi? Viðtöl við þingmenn sem mættu ekki til leik á síðasta þingi.* fslendingurinn Ólafur
Ingólfsson ræðir um för sína til Suðurskautslandsins með sænskum vísindaleiðangri. • Sjúkrahúsið á
ísafirði. Nýstárlegar áfengisútsölur.
26 ATVINNULÍF
• Uppbyggingin hjá Málningu h.f. eftir bmnann. • Rafmagnsverslunin Haukur og Ólafur • Sjampó-
slagurinn.
28 FÓLK
• Nýjar hljómplötur: Jón Múli Ámason og Bergþóra Ámadóttir.* Djassað í Duus-húsi.
31 ERLENT
• Kjamorkuverin í Bretlandi og áformin með Dounreay. • Græningjar í kreppu - viðtal við einn helsta
foringja græningja í Þýskalandi, Otto Schily.
40 ÍÞRÓTTIR
• Víðir Sigurðsson skrifar um útlitið í íslenska körfuboltanum.
45 LISTIR
• íslenska hljómsveitin^ Bókadómar.* Gallerí.* Hugleiðing um galleríin í Reykjavík eftir unga listakonu,
Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur. • Dokumenta 86.
56 NÁTTÚRAN
• Hundmð þúsunda dýrategunda em í bráðri útrýmingarhættu. Rætt við Kristin Skarphéðinsson, líffræðing.
60 BÍLAR
• Ásgeir Sigurgestsson reynsluekur Wolksvagen Golf Sky.
62 KROSSGÁTAN
BLAÐAUKI
• Bækur á jólamarkaði. ÞJÓÐLÍF birtir kafla úr nokkmm bókum. Rætt við nokkra rithöfunda.
Utgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsút-
gáfunnar: Skúli Thoroddsen (formaður), Bjöm Jónasson (varaformaður) Ámi Sigurjónsson, Ingibjörg G.
Guðmundsdóttir, Reynir Ingibjartsson, Svanur Kristjánsson, Þröstur Haraldsson. Varamenn: Ásdís
Ingólfsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ómar Harðarson. Framkvæmdastjóri: Snorri Styrkársson. Ritstjóri Þjóð-
lífs: Auður Styrkársdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Ómar Friðriksson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin
Bollason (Múnchen), Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmur), Guðrún Helga
Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundur), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Ragnar
Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörð-
ur), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Auglýsingar: Guðlaug Guðjónsdóttir,
Bergþóra Ámadóttir, Freyr Þormóðsson Hönnun og útlit: Birgir Ingimarsson. Litgreiningar og skeyt-
ing: Prentlist. Prentun og bókband: Frjáls fjölmiðlun. Forsíðumynd: Helgi Friðjónsson. Áskriftarsími:
91-621880. Auglýsingasímar: 28230 og 28149.
7