Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 14
eru að slást eða stríða einhverjum."
„Það getur nú verið gaman að stríða,“
heyrist frá strákunum. „Já, stríðni er stund-
um skemmtileg," svarar Hildur. „Ég get sagt
dæmi um skemmtilega stríðni,“ segir Sól-
veig, „í mínum bekk leikum við okkur öll
saman krakkarnir og í dag voru strákarnir að
stríða mér á að ég ætti afmæli eftir ár, af því
að ég á afmæli í ianúar. Það fannst mér bara
fyndið.“
„Það er þá stundum í lagi að stríða, eða
hvað? Getum við ákveðið hvenær það er í
lagi að stríða og hvenær ekki?“
Stefán: „Þeim sem stríðir finnst gaman að
stríða ef hinn fer ekki að æsa sig upp.“
„Gúndi: „Ef þú ert sjálfur stríðupúki verður
þú sjálfur að þola stríðni." „Það er ekki gam-
an að stríða þeim sem er viðkvæmur,“ bætir
einver við - og eftir alllangar umræður um
leyfilega og óleyfilega stríðni komast þau að
þeirri niðurstöðu að stríðni geti stundum
orðið kvikindisleg og að fleira þurfi til að
gera kennslustundir skemmtilegar en mein-
laus stríðni.
„Margt af því sem okkur er kennt í skólum
er ekki hægt að gera skemmtilegt," segir ein
stelpnanna. Ekki voru allir á því. „Það er
hægt að gera allt skemmtilegt - eða a.m.k.
spennandi," skýtur einhver að. „Við vorum
að horfa á fræðslumynd í skólanum mínum í
dag og okkur fannst hún hundleiðinleg, en
samt lærðum við mikið af henni. Og eftir
I N N LENT
tímann voru allir að tala um myndina," segir
Sólveig.
Hákon: „Það geta allir hlutir orðið spenn-
andi, hvar sem maður er í heiminum. Þetta
fer bara eftir því hvað maður hugsar og
ímyndar sér.“
„Er þá t.d. eitthvað spennandi við það að
fara í kalda sturtu?“ spyr kennarinn.
Já, Hákon er á því: „Þá getur maður t.d.
ímyndað sér að maður sé úti í hellirigningu."
„En er einhver munur á því sem er spenn-
andi og því sem er skemmtilegt?“
Stefán: „Það sem er spennandi er það
sama og að hlakka til að fá eitthvað.“ „Það
er allt spennandi nema að liggja í leiðinu,“
segir Raggi. „Já, einsog Raggi segir þá er lífið
skemmtilegt en dauðinn leiðinlegur," segir
Gúndi.
Geiri heldur því jafnvel fram að það geti
verið spennandi að ráfa um í eyðimörk: „Það
getur verið spennandi að sjá hvort það kem-
ur í ljós hús á bak við næstu hæð,“ segir hann.
„En það er kannski ekkert skemmtilegt við
það,“ bætir hann við. „Það getur nú líka
verið gleðilegt í eyðimörkinni ef maður sér
t.d. að það er líf þar,“ segir Sólveig.
Kári er á því að það geti bæði verið
skemmtilegt og spennandi að vera á eyði-
merkurráfinu ef í ljós kemur að á bak við
næsta hól bíður einhver eftir manni. „Já, það
er kannski spennandi," segir Sólveig, „en
það er ekkert skemmtilegt ef maðurinn á bak
við hólinn bíður með hníf og ætlar að drepa
mann." „Ef maður veit ekki hvað maður
þá verða hlutirnir spennandi,“ ályktaf
Simmi.
„Á það sama við um skólann?“ spyr
kennarinn.
„Já, segir Gúndi. „Ef það er t.d. að koma
nýr skólastjóri, þá er spennandi að fá að vita
hvort hann er ofboðslega strangur, vondm
eða góður.“ Sólveig tekur undir þetta og
segir að það geti verið mjög gaman ef
kennarinn mætir ekki og þau fá frí úr tíman-
um, „en það yrði leiðinlegt ef við fréttum að
kennarinn væri veikur eða dáinn,“ segir hún-
„Einbeitir maður sér alltaf að því sem ec
spennandi?" spyr Hreinn og reynir að leiða
samræðurnar inn á nýjar brautir.
„Já,“ svarar Geiri. „Ef ég er að horfa »
eitthvað spennandi í bíó veit ég ekkert hvað
er að gerast í kringum mig.“ „Ég er ekki viss
um að þetta sé rétt hjá Geira," segir ein úr
hópi stelpnanna. „Ég var að horfa á ofsalega
spennandi mynd í sjónvarpinu um daginn en
var samt sofnuð þegar myndin stóð sem
hæst.“
Raggi kveður upp úr með það að sjónvarp
geri mann syfjaðan, hvað svo sem í því er að
sjá. „Það er lítið spennandi við það að hlaupo
úti urn hánótt, en maður sofnar þó ekki. Það
er frekar að maður sofni við sjónvarpið,
segir Simmi...
im
Sólbaðstofa
Nóatúni 17
Sími 21116
day°'
14