Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 18

Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 18
INNLENT fékkst nokkuð við skriftir í sumar og var t.d. að safna saman ýmsum gamansögum og lausavísum í eina heild, þó það sé engin út- gáfa á döfinni. Auk þessa naut ég þess að starfa talsvert í búskap með syni mínum austur á landi." Aðspurður um hvort hann sakni barátt- unnar þegar hann sér þingmenn nú safnast saman á nýbyrjuðu Alþingi segir Helgi það ekki vera. „Það er frekar að ég sakni þess að hafa ekki þau miklu samskipti við fólk sem ég hafði sem þingmaður - ekki síst á ferða- lögum. Þrátt fyrir það að ég sé hættur á þingi er ég ekki hættur öllum afskiptum af stjórnmálum. Núna er ég t.d. að vinna að verkefni á vegum nefndar í Alþýðubandalaginu," segir hann. Eru það ekki mikil viðbrigði fyrir lang- reynda þingmenn að draga sig allt í einu í hlé? „Sennilega er það oftast vandalítið en þeir þurfa þá að velja sér starf sem er ekki alltof líkt þingmannsstarfinu en geti samt nýtt sér þá fjölbreyttu reynslu og þekkingu sem þeir hafa aflað sér á þinginu." Helgi segir að ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að gefa ekki kost á sér í þingframboð í vor. „Aðalatriðið finnst mér vera að menn eigi ekki að sitja alltof lengi á Alþingi. Ég tel að með ákveðinni endurnýjun eigi að hleypa nýjum mönnum og nýjum sjónarmiðum að áhrifastöðum. Það er nijög nauðsynlegt." Helgi Seljan er menntaður kennari og starfaði bæði sem kennari og skólastjóri á Austfjörðum áður en hann var kjörinn á þing en segir óráðið hvort hann snýr sér aftur að kennslunni á næstunni a.m.k. SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR: „Ekki hef ég fengið neina launaða vinnu frá því að ég hætti á þingi og það helgast einfald- lega af því að ég hef ekki sótt um slíkt. Ég er önnum kafin við að skrifa doktorsritgerð í mannfræði við háskólann í Rochester í Bandaríkjunum," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrum þingkona Sam- taka um kvennalista í Reykjavík. Og hún býst við að verða a.m.k. allt næsta ár að fullklára það verkefni. Viðfangsefnið er: Konur og pólitík á íslandi. Finnur hún ekki til löngunar að hella sér út í baráttuna nú þegar þingstörfin eru komin á fulla ferð? „Jú, að sjálfsögðu því að þetta er ólækn- andi," svarar hún brosleit, „en ég er líka fegin að geta snúið mér aftur að mínu fagi, mannfræðinni." Og hún bætir við: „Ég er nú líka að fást við stjórnmál í vissum skilningi þegar ég vinn að þessu doktorsverkefni, og auk þess reyni ég að leggja mitt af mörkum hjá Kvennalistanum. Við teljum mikilvægt að þær konur sem hafa aflað sér reynslu og • Sigríður Dúna: í doktorsritgerð. • Kolbrún: í verslunarrekstur. • Helgi: Atvinnuiaus. þekkingar aðstoði hinarsem eru að taka við í samræmi við þá útskiptareglu sem við Kvennalistakonur höldum í heiðri." Sigríður Dúna segir að þingstörfin séu mjög flókin og viðamikil, og því getur það reynst þeim sem helga sig þessu starfi það stór biti að kyngja að falla út af þingi í kosn- ingum. Sjálf segist hún hafa ákveðið með löngum fyrirvara að gefa ekki kost á sér aftur og hleypa öðrum starfssömum Kvennalista- konum að. Sigríður Dúna sat í fjögur ár á Alþingi, eða • Valdimar: Framkvæmdastjóri. eitt kjörtímabil, en áður hafði hún starfað sem kennari á ísafirði og frá árinu 1980 sem kennari í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. VALDIMAR INDRIÐASON: Þessa dagana vinnur Valdimar Indriðason. varaþingmaður sjálfstæðismanna á Vestur- landi, sem framkvæmdastjóri Síldar- og 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.