Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 21
INNLENT
Pétur er nú forstöðumaður Hrafnistu í
Hainarfirði og hefur reyndar gegnt því starfi
siðastliðin tíu ár. „Ég er formaður Sjó-
mannadagsráðs sem hefur m.a. með Hrafn-
tstuheimilin að gera, orlofshús og
félagsheimili samtakanna í Grímsnesi. Svo
gegni ég enn ýmsum trúnaðarstörfum sem ég
yar kosinn í af Alþingi; ég er formaður í
stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs og er
formaður í bankaráði Landsbankans, enn-
fremur á ég sæti í stjórn Fiskimálasjóðs,"
segir Pétur og getur raunar bætt við þessa
upptalningu svo sem því að nú er hann að
Uúka 25. árinu sem ritari Sjómannafélags
Éeykjavíkur og er í stjórn Happdrættis DAS.
Ekki kveðst Pétur sakna þingmennsk-
unnar en segir að frekar sakni hans þess að
geta ekki komið fram ýmsum ntálum í gegn-
unt þingið. „Ég var t.d. flutningsmaður bjór-
frumvarps og tel að hér eigi að fást bjór rétt
eins og annað áfengi með sömu fyrirvörum
°g settir eru fram í því bjórfrumvarpi sem
lagt var fram á þinginu um daginn. Önnur og
stærri mál, atvinnu- og byggðamál af ýmsu
•agi, hef ég reyndar áhrif á enn í dag í gegn-
Um setu mína í bankaráði Landsbankans."
Ekki vill Pétur segja af eða á um það hvort
hann sé hættur í pólitík. „Ég gef engar yfir-
lýsingar um það. Það getur þess vegna vel
verið að ég verði kominn í stjórnmálabarátt-
una á morgun," bætir hann brosandi við.
Pétur tilkynnti með talsverðum fyrirvara
áður en síðasta þingi lauk, að hann ætlaði
ekki að gefa kost á sér, að sinni, í framboð til
Alþingiskosninga. Talið var að miklu hefði
ráðið hve kostnaðarsöm og umfangsmikil
prófkjörsbarátta átti sér stað meðal sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Sjálfur segir
Pétur: „Okkur, þessum „vesalingum" úr
verkalýðshreyfingunni hefur vegnað frekar
illa í prófkjöri innan Sjálfstæðisflokksins.
Kostnaðurinn hefur mikið að segja því að
félagar verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki
ráð á þessu. Þeir hafa enga sjóði að ganga í til
að reka kostnaðarsama prófkjörsbaráttu.
Hins vegar hafa ýmis fyrirtæki sem standa
straum af kostnaði annarra frambjóðenda
miklu betri tækifæri til þess," segir Pétur
Sigurðsson en þess má geta að hann var al-
þingismaður Reykvíkinga áratugum saman;
frá 1959 til 1978 og aftur frá 1979 fram á
vorið 1987.
INGVAR GÍSLASON:
„Ég var ekki í neinum vandræðum með að
finna mér starf þegar ég ákvað að gefa ekki
aftur kost á mér til þingsetu," segir Ingvar
Gíslason ritstjóri Tímans. „Ég taldi mig alltaf
eiga góða möguleika á að finna mér vinnu,
Ég er á góðum starfsaldri, er lögfræðingur að
mennt og hafði allskonar möguleika og
niðurstaðan varð sú að ég tók við ritstjóra-
starfi á Tímanum hérumbil strax og þinginu
lauk í mars. Þá hafði égsetið á Alþingi í 26 ár
og fannst vera kominn tími til að skipta um
starf," segir hann.
Ingvar segir að það fylgi öllum sem menn
hafa sinnt lengi að upp komi ákveðin vanda-
mál þegar þeir hætta og ekki sé ástæða til að
gera meira úr því hvað þingmenn varðar um-
fram aðra.
Ingvar var þingmaður Framsóknarflokks-
ins í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980 -
1983. Hann hefur hreint ekki sagt skilið við
pólitíkina; „nei, ég er daglega í pólitík," segir
hann. „Ég skrifa leiðara Tímans að verulegu
leyti og sit oftast þingflokksfundi fram-
sóknarmanna og fylgist náið með framvindu
stjórnmálanna."
Hann telur að nú sé sennilega að verða
örari endurnýjun þingmanna í kosningum en
áður fyrr. „Það er ekkert óeðlilegt, tímarnir
eru breyttir og ég lield að almenningi finnist
að það megi skipta oftar um menn í efstu
sætum framboðslistanna. Ég kveið því aldrei
að hætta á Alþingi og var búinn að taka um
það ákvörðun með löngum fyrirvara."
Óskar Kristjánsson trúir því aö Prealandin
hjálpi sér aö lifa eölilegu lííi
* Óskar Kristjánsson fékk liöaglgt þegar hann var
12 ára gamall. Sjúkdómurinn lagöist þungt á
hann. Þjáðist Óskar af stanslausum sviða og
bólgum f liöamótum.
* Þessi einkenni hurfu um nokkurra ára skeiö en
þegar Óskar var tœplega þritugur blossaði liða-
gigtin upp aftur. Lœknar sögöust lítið geta
hjálpað honum. Þeir kunna aðeins eitt ráð:
Að taka Aspirin í ómœldu magni!
* „Þetta var auðvitaö algjör vitleysa. Aspirin er að-
eins kvalastillandl Það lœknar ekki sjúkdóm-
inn," segir Óskar. Fyrir 8 árum rakst hann svo á
grein um Preglandin í dönsku blaði. „Ég ákvað
að prófa og lét kaupa fyrir mig nokkur glös í út-
löndum."
* Óskar byrjaði að taka töflurnar og íljótlega fóru
áhrlíin að koma í ljós. Bólgurnar hjöönuðu. Sviöi
og óþœgindi hurfu skjótt. Brátt minnkaði hann
skammtinn úr 6 töflum á dag 13. Liðagigtin
orsakaði engar þjáningar lengur.
* Preglandin inniheldur gammalynolensýru sem
er byggingarefni prostaglandin. Rannsóknir á
fólki með liðagigt benda til aö ein af orsökum
hennar sé skortur á þessum mikilvœgu eínum.
Bati Óskars Kristjánssonar er ekkert einsdœmi.
Viö i Heilsuhúsinu þekkjum mörg dœmi þess að
Preglandin hjálpi fólki með alvarlega sjúkdóma.
■Áhiíí Preglandin eru einstaldingsbundln Olangreínd frásðgn er
byggð á reynslu eins aí þelm fjölmörgu, sem hala notiö göös af
Preglandin.
Fœst I verslunum með heilsuvörur og apótekum.
Éh
eilsuhúsið
Skólavoröustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavik
21