Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 26
• Stefán J. Guðjohnsen í sal Málningar h.f. að Funahöfða.
Úr öskunni á erienda markaði
INGI ST. AGNARSSON
Einkaleyfi fyrir Steinvara 2000
ÞANN 13.JÚLI í sumar varö milljónatjón er
eldur kom upp í verksmiöju Málningar h.f. í
Kópavogi. Allt brann sem brunnið gat, en
þremur vélum var þó bjargaö úr vélasalnum
Hjá Málningu vou þó árar ekki lagðar í bát.
þrátt fyrir þetta reiöarslag og tveimur vikunt
síöar hófst framleiösla hjá fyrirtækinu á nýj-
an leik. Vélunum þrentur var komiö fyrir í
húsi, sem fyrirtækiö hafði áður reist viö
Lyngháls, og meö þeint var hægt aö halda
60-70% af frantleiðslunni gangandi. Nú er
unniö aö uppsetningu göntlu vélanna og
nýrra véla, sem keyptar voru erlendis frá, í
húsi við Funahöfða, sem Málning keypti af
Miöfelli og Stelan J. Guöjohnsen, frant-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segjist vona aö
framleiðslan verði komin í fullan gang á ný
innan fárra vikna.
Húsiö viö Funahöföa var áður aðallega
notaö sent geymsla, en þaö hentar starfsemi
Málningar nokkuö vel, sérstaklega vegna
hinnar góðu lofthæðar. En þaö er aðeins til
bráöabirgöa, “bráöabirgðahúsnæði i full-
komnu lagi," eins og Stefán orðaði þaö.
Draumurinn er mun stærra hús, meö miklum
stækkunarmöguleikum og nógu útirými, og
sá draumur vonast Stefán til aö rætist innan
tveggja ára i Kópavoginunt. Allt frá því aö
Málning var stofnað fyrir 35 árum hefur
fyrirtækið haldið sig innan bæjarmarka
Kópavogs, en vegna þess hve illa gekk aö fá
lóö afréöu stjórnendur þess aö taka boöi
Reykjavíkurborgar og flytja starfsemina að
Lynghálsi. Eftir brunann í júlí komst hins
vegar skriöur á máliö í bæjarstjórn Kópavogs
og þegar fyrirtækinu bauöst tveggja hektara
lóð viö Dalveg var því boði tekið. "Petta er
ntjög góö lóö. sent hentar okkur betur en
aðstaðan að Lynghálsi. Viö verðunt rétt við
nýju Reykjanesbrautina og þaö auðveldar
alla flutninga á aðföngum og afuröum," segir
Stefán. Viö Dalvegergert ráð fyrirað rísi tvö
hús, verksmiðjuhús og sölu- og lagerhús,
samtals 3000 fermetrar. "Bruninn kenndi
okkur nauösyn þess að skilja verksmiðjuna
frá söludeildinni; ef við hefðunt veriö nteð
allt í sama húsinu. heföunt við verið mun
lengur að koma rekstrinum aftur á skriö,"
segir Stefán. Um áramótin er áætlað að hetja
jarðvegsflutninga á lóðinni og þegar er búiö
aö teikna upp véla- og vinnslukerfi nýju
verksmiðjunnar. Húsið verður svo byggt ut-
an uni vélasalinn.
Fyrir brunann var markaðshlutdeild
Málningar unt 40% ef eingöngu er miðað við
innlenda framleiðslu, en unt tjórðungur ef
innflutt málning og málningarefni er tekin
með. "Við höfum verið í sókn undanfarin ár.
en vegna brunans höfum við orðið að hætta
framleiðslu á málningu úr leysiefnum, svo
sem olíumálningu, og því hefur markaðs-
hlutdeild okkar dottið örlítið niður."
Ahrif eldsvoðans á vöruþróun fyrirtækis-
ins voru einnig mikil. "Málning hefur rekið
stærstu rannsóknastofu í einkaeign í landinu,
þar sent nú vinna þrír efnaverkfræðingar, en
í brunanum eyöilögðust allar prufur og ýms-
ar aðrar upplýsingar. Við leggjum nú aðal-
áhersluna á að ná aftur þeirri þekkingu sem
þar tapaðist, því Málning h.f. var mjög
framarlega í allri vöruþróun."
A rannsóknastofunni hefur m.a. verið
unniö að athugunum á málningu. sem er
bæði vatnsþétt og hleypur raka í gegnunt sig.
Með slíkri málningu væri hægt að þurrka upp
hús, sem hefðu raka í veggjum og á þann hátt
væri hægt að koma í veg t'yrir alkalískemmd-
ir. Lausnarorð Málningarntanna í þeim efn-
um er Steinvari 2000, málning sent fyrst kom
á markaðinn fyrri hluta árs 1985, og "er ekki
vafi á að varnar alkalískemmdum". Málning
hefur nú fengið einkaleyfi fyrir Steinvara
2000 í Evrópu. Bandaríkjunum og Kanada.
en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki
fær einkaleyfi á málningu erlendis. "Það er
mikil viðurkenning fyrir okkur að við skyld-
um fá einkaleyfið skráð í þessurn löndunt.
því að við fengjum ekki einkaleyfi nema
ntálningin virkilega varnaði alkalískemmd-
um."
"Viö erum nú í samningaviðræðum við
Dani um að þeir kaupi af okkur framleiðslu-
leyfi, því aö okkur sýnist það of mikið mál að
markaðssetja ntálninguna sjálfir. Það er orð-
ið töluvert um alkalískentmdir í Danmörku
og við höldum að Danmörk verði fyrsta
landið þar sem menn fyrir alvöru uppgötva
alkalískemmdir og skentmdir á húsum vegna
raka, t.d. frostskemmdir. Ef Steinvari 2000
reynist vel þar mun það auðvelda okkur að
selja framleiðsluleyfi til annarra landa. Viö
höfum orðið varir við dálitla vantrú á að við
getum raunverulega framleitt málningu með
þessum eiginleikum, fólki finnst skrítið að
við á þessari eyju geturn gert eitthvað sem
hefur reynst stórum efnafyrirtækjum ofviða.
en það á vonandi eftir að breytast."
En björninn er ekki unninn með því einu
að fá einkaleyfi erlendis, því oft er hægt að
fara í kringum einkaleyfi með því að gera á
vörunni einhverjar smábreytingar, sem gera
hana öðru vísi og þó alveg eins. Stefán játar
að þeir hafi dálitlar áhyggjur af þessu. "Við
vitum að Þjóðverjar eru mjög frantarlega i
efnaiðnaði og eins er töluvert um alkalí-
skemntdir í Japan og einhverjir þar í landi
gætu kontið nteð svipaða málningu á
markaðinn. Við höfum ekki einkaleyfi á
frantleiðslu á Steinvara 2000 í austurlöndum
fjær, því það er bæði tímafrekt og dýrt aö
sækja um þessi leyfi. Við höfum lagt ntikla
vinnu í þróun þessarar málningar og verðum
aðeins að vona að við getum selt framleiðslu-
leyfi til erlendra landa, því að þessi fjárfest-
ing stendur ekki undir sér ef við höfum ein-
göngu Islandsmarkaðinn upp á að hlaupa,
sagði Stefán J. Guðjohnsen, framkvæmda-
stjóri Málningar h.f.
26