Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 29

Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 29
FOLK bræöur, Jón Múli og Jónas, Söng jólasvein- anna. Þrjú lög eru instrúmental og í stórsveitar- atsetningu. Úrvalsmenn sjá um hljóðfæra- leik á plötunni. Nefna má Árna Scheving, EyþórGunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunn- ar Þórðarson, Gunnlaug Briem, Jón Pál Bjarnason, Karl Sighvatsson, Magnús Eiríksson, Pétur Grétarsson, Rúnar Georgs- son, Stefán S. Stefánsson, Tómas R. Einars- s°n, Eirík H. Pálsson, Kristin Svavarsson, Odd Björnsson o.fl. Flestar útsetningar eru Eyþórs Gunnarssonar en Árni Scheving og Stefán S. Stefánsson koma þar líka við sögu. Almenna bókafélagið hyggur á meiri um- svif í plötuútgáfu og eiga þeir Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Gunn- laugur Briem þar einnig hlut að máli. Ber plata þessa djasstríós heitið Hinsegin blús og er þar gæðaefni á ferðinni segja þeir sem til þekkja. Margrét Árnadóttir Auðuns sýnir um þessar aiundir í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Hún er fædd í Reykjavík árið 1952 og stund- aði nám í Myndíista- og handíðaskólanum 1970-74 og Écoles des Beaux Art í Toulouse ogParís 1974-79. -Ég hef alltaf unnið geómetrískt," segir Margrét. ,,Ég geng ekki beint af augurn með reglustiku, heldur vinn hægt og rólega úr oljósum grunnhugmyndum uns þær verða aægilega skýrar. Ég reyni með öðrum orðum aö koma skipulagi á óreiðuna. Samt vil ég ekki njörva hlutina endanlega niður. Þess vegna vinn ég seríur af litlum n^yndum, sem hægt er að raða á ýmsa enda °g kanta. Pannig forða ég skipulaginu frá þ\ í að daga uppi óumbreytanlegt. • Rúnar Georgsson saxisti með djasssveit í Duushúsi í október. Húsgagnaversluninni Casa við Borgartún hafa bæst nýir eigendur. Þar eru á ferð Skafti Jónsson, fyrrverandi blaðamaður, og systkini hans, en þau keyptu helming verslunarinnar í desember. Auk þeirra keypti verslunin Épal hlut í Casa, en gamli eigandinn, Einar Magnús- son, á enn þriðjunginn. Casa er kunn fyrir framboð sitt á ítölskum gæðahúsgögnum og hefur einkarétt á húsgögnum margra heims- frægra húsgagnahönnuða. Myndin hér að ofan sýnir Skafta Jónsson í versluninni, sem nýverið var stækkuð verulega. Pað kraumar sveiflan í Heita pottinum í Duushúsi hvert sunnudagskvöld og hefur gert frá því í vor er áhugamenn um djassinn ákváðu að halda úti föstum djasskvöldum eins og nauðsynlegt er öllu alvöru stór- borgarlífi. Aðsókn í Heita pottinn hefur oftast verið góð enda koma þar iðulega fram margir stórgóðir djassleikarar, ungir sem aldnir. Þarna gefst ungum og upprennandi djassistum færi á að leika djass í lifandi sam- bandi við áheyrendur og er ekki að heyra á forsvarsmönnum Heita pottsins annað en gróska djasslífsins í höfuðborginni fari vax- andi. Meðal þeirra sem munu koma fram í Heita pottinum fram að áramótum er Djass- sveit Kópavogs undir stjórn Árna Scheving, djasstríó Ingimars Eydal er væntanlegt frá Akureyri og svo ku Sigurður Flosason saxó- fónleikari ætla sér heim í jólafrí frá Banda- ríkjunum þar sem hann er við nám og hefur hann þegar verið skrifaður á dagskrá Heita pottsins í desember. Kaupstaður í Mjóddinni í Breiðholti tók nýverið í notkun aðra hæðina í húsi sínu og opnaði þar glæsilega verslun, þar sem fá má nánast allt milli himins og jarðar. Margir Breiðholtsbúar nefna verslunina nú „mini-Kringluna" eftir þessa breytingu. Þarna eru seld rafmagnstæki, bækur, leikföng, fatnaður frá þekktum hönnuðum, snyrtivörur og margt fleira, og allt smekklega stúkað niður. Myndin sýnir Pálma Guðmundsson, verslunarstjóra, ræða innkaup dagsins við Dagbjörtu snyrtifræðing í snyrtivörudeild. 29

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.