Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 31

Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 31
ERLENT Bretar og kjarnorkan Umrædan um kjarnorkumál í Bretlandi og endurvinnslustöóin í Doun reay i bretlandi er umræðan um kjarnorku- mál öðruvísi en fólk á að venjast á íslandi. Þar ræður einkum tvennt: í fyrsta lagi er þörfin fyrir kjatnorkuna og þá atvinnu sem hún skapar meiri; íöðru lagi er kjarnorkan til staðar í landinu og hefur verið allt frá stríðs- lokum. Þessar forsendur endurspeglast í því að á landsvísu er andstaöan viö kjarnorku og kjarnorkuver ekki sterk, en hins vegar rís upp mikil andúð væntanlegra nágranna þeg- ar hefja á framkvæmdir viö kjarnorkuver. Að segja að breskur almenningur sé hlynnt- ur kjarnorkuverum, svo framarlega sem þau séu langt í burtu. er að sjálfsögðu ósanngjörn cinföldun. en í henni leynist þó sannleiks- korn. Staðsetning Dounreay tilraunastöðvar- 'nnar á sínum tíma við norðurströnd Skot- lands - langt frá fjölmennu þéttbvli - er mjög uölileg í Ijósi áðurnefndra forsenda og það sama gildir um þá stækkun stöðvarinnar sem Norðurlandabúar hafa mótmælt hvað hæst. Þessi hluti Skotlands er með dreifbýlustu héruöum Bretlands og því erfitt að skapa sterka andstöðu nágranna. Auk þess er nú svo komið að kjarnorkuverið er orðinn stór þáttur í atvinnulífi þessa landshlutar og af mörgum talið lykilinn að bættri afkomu íbú- anna. Það erekki bara stöðin sjálfsem urn er ræöa í þessu samhengi heldur hefur hún getið af sér hátæknifvrirtæki í m.a. Thurss og Wielr, sem eru nærliggjandi smábæir, og veltu sum þessara fvrirtækja milljónum ster- lingspunda á síðasta ári. Þarna liggur e.t.v. skýringin á því hvers vegna andstaða nær- liggjandi sveitarfélaga á meginlandi Skot- lands er miklu minni en t.d. andstaða íbú- anna í grennd við Sizewell í Austur Englandi var, þegar til stóð að stækka það ver. Dounreayáformin eru því ekki mjög um- úeild hér í Bretlandi og umræðan um þau á almennum vettvangi mun minni en önnur aieiriháttar kjarnorkuáform. Það má því ®lla að almenningi í Bretlandi þyki Dounr- eay nógu langt í burtu. Andstaðan við Dounreay virðist mest aorðan við verið, þ.e. norðan við strendur Iskotlands. Hjalteyingar og Orkneyingar nata lítinn efnahagslegan ávinning af verinu, en hins vegar óttast þeir að hafstraumar eyti geislavirkum úrgangi, sem veitt er í [jafið, inn á fiskimið sín og strendur. Andúð Pmrra er því af sama meiði og Norðurlanda- . Ua- Af því sem mér sýnist á þeim tætingi af lslenskum blöðum sem ég lít yfir og sam- 'æmt upplýsingum frá norska sendiráðinu í -Undúnum, þá hefur umræðan um stækkun • Dounreay-kjarnorkuverið í Skotlandi. Dounreay-stöðvarinnar verið miklu meiri á Norðurlöndum en hér í Bretlandi, sem er skiljanlegt því Osló er nær Dounreay en Lundúnir og álíka langt er frá Dounreay til Brighton á Suðurströnd Englands eins og til Hafnar í Hornafirði. ORÐIN héraðofan berallsekkiaðskiljasvo að Bretar séu sinnulausir gagnvart kjarn- orkuslysum eða þeim áhrifum sem geisla- virkur úrgangur, hinn óaðskiljanlegi hluti kjarnorkuvera, hefur á umhverfi, mannlíf og náttúru. Umræðan í Bretlandi um kjarn- orkuslys snýst lítið um hugsanlegt stórslys, - hvort það er vegna þess að almenningur telur þá hættu vart fyrir hcndi eða hvort hann telur þetta áhættu sem verði að taka, skal látið ósagt. Athyglinni hefur veriö miklu fremur beint að minniháttar slysum sem oft hafa átt sér stað í Bretlandi. Mest hefur veriö tjallað um endurvinnslustöðina í Sellafield/Calder- hall í Kumbralandi í Norður Englandi við strendur írska hafsins. Þar hafa átt sér stað á undanförnum árum tugir óhappa sem leitt hata til þess að geislavirk efni hafa sloppið út í umhverfið, í viðbót við þann geislavirka úrgang sem daglega rennur út í liafið. Líkt og með Dounreay áformin þá liafa aörir en Bretar sjálfir mótmælt mest starfsemi stöð- varinnar. Irska ríkisstjórnin hefur krafist 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.