Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 32
ERLENT
þess aö hjól stöðvarinnar verði stöðvuð og
mikill meirihluti aðildaþjóða Parísar-
nefndarinnar svokölluöu styður kröfu íra.
Parísarnefndin vinnur að mengunarvörnum
á Norður Atlantshafi og er samhljóða til-
mælum hennar yfirleitt fylgt.
Varla líöur sú vika að ekki berist fréttir af
athugunum eða rannsóknum á áhrifum
geislavirkni á líf og lífríki manna og dýra.
Mesta athygli hafa vakið rannsóknir á því
hvort geislavirkni örvi vöxt krabbameins. Því
fer fjarri aö niöurstööum þessara rannsókna
beri alltaf saman. Það virðist vera nokkuð
ljóst að geislavirkni örvi vöxt krabbameins,
en hins vegar eru áhöld um hversu mikil hún
þarf að vera og hvort geislavirki úrgangurinn
frá þeim kjarnorkuverum sem nú starfa, hafa
áhrif á mismunandi tegundir krabbameina í
fólki.
NÝVERIÐ birti Imperial Cancer Research
Fund athyglisverðar niðurstöður tölfræði-
legrar athugunar á tíðni dauðsfalla af völd-
um krabbameins. Þeim er látist höfðu var
skipt í aldurshópa og síðan var borin saman
tíðni dauðsfalla af völdum krabbameins á
svæðum annars vegar í nágrenni kjarnorku-
vera og hins vegar fjarri þeim. Þess var gætt
sérstaklega að íbúahópar svæðanna væru
sambærilegir meö tilliti til félagsstöðu, heil-
brigðis og kynferöis.
Krabbameinstilfellin voru greind eftir
tegundum þannig að tjöldi þeirra er lést af
völdum krabbameins á tilteknu aldursbili á
svæði x var borinn saman við fjölda þeirra er
lést á svæði z. Þær krabbameinstegundirsem
athugaðar voru, voru góð- og illkynja heila-
æxli, beinkrabbamein og allskyns mergæxli.
lungnakrabbamein, eitlakrabbamein, hvít-
blæði, mænuhvítblæði og eitlahvítblæði
(lymphoid leukaemia).
Niðurstöður þessarar athugunar voru á þá
leið að dauðsföll af völdum krabbameins
væru almennt ekki fleiri eftir því sem nær
drægi kjarnorkuverum. Þvert á móti, dauðs-
föllum af völdum krabbameins virtist fækka
eftir því sem nær dró kjarnorkuverunum. I
niðurstöðunum kemur fram það mat
vísindamannanna sem athugunina unnu að
geislavirkni stöðvi ekki vöxt krabbameins og
einnig ítreka þeir trú sína á ágæti þeirra að-
ferða er þeir studdust við og því útiloka þeir
að tilviljun hafi ráðið þessum niðurstöðum.
Þeir telja aö þarna þurfi frekari rannsókna
við.
Ein mjög áberandi undantekning var þó
frá þessari meginniðurstööu. Ungt fólk.
komast. Samkvæmt upplýsingum frá Kjarn-
orkustofnun Bretlands (U.K. Atomic Ener-
gy Authorities) sem byggja á þeirra eigin
mælingum, þá er geislavirkni úrgangsins frá
tilraunastöðinni sem-nú-er í gangi,-6 prósent
af því sem Scottish Office heimilar og I
prósent af því sem er talið hámark á alþjóða-
vettvangi.
Upplýsingadeildir kjarnorkustofnananna
(UKAEA og British Nuclear Fuel Ltd.) sjá
til þess að fjölmiðlar og almenningur sé vel
upplýstur um svona hlutföll og „staðreynd-
ir". Forystumenn kjarnorkuiðnaðarins hafa
margoft lýst því yfir að mikilvægasta verkefni
þeirra á næstu árum sé að vinna stuðning
almennings við kjarnorkuna og kjarnorku-
iðnaðinn. Þeir segja að eyða þurfi fordóm-
um. Þeir telja að losa þurfi almenning við
hræðsluna við kjarnorkuna og að sýna þurfi
honum fram á skaðleysi geislavirkra efna,
séu þau rétt meðhöndluð.
I upplýsingabæklingum um Dounreay er
• Séð ofan i kjarnakljúf.
yngra en 25 ára, lést miklu frekar af völdum
hvítblæðis, einkum eitlahvítblæðis
(lymphoid'leukaemia), eftir því sem nær dró
kjarnorkuverunum. Þessar niðurstöður eru
samhljóma niðurstöðum rannsókna sem
fram hafa farið í kringum Sellafield í Norður
Englandi, en hlutfallslega eru þar margfalt
fleiri börn með hvítblæði en í öðrum lands-
hlutum. í framhaldi af þessum niðurstöðum
véfengja vísindamennirnir ágæti þeirra
marka á geislavirkninni sem í Bretlandi og á
alþjóðavettvangi eru kölluð skaðsemismörk.
Telja þeir aö þau þurfi hiklaust að lækka.
ERFITT er að heimfæra umræðuna um skað-
semismörk upp á Dounreay endurvinnslu-
stöðina sem til stendur að reisa og þá til-
raunastöð sem þar hefur verið starfandi í 25
ár, vegna þess hversu litlum geislavirkum úr-
gangi þær skila frá sér. Þrátt fyrir margfalda
orkuframleiðslu stöðvarinnar, í samanburði
við önnur kjarnorkuver í Bretlandi, þá er
geislavirki úrgangurinn minni vegna þess
hversu hinir svokölluðu hraðofnar stöðvar-
innar nýta vel hráefnið, ef svo má að orði
32