Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 34
ERLENT
Kev
Slcum j»eneralor bnildinj;
Keaclor huildini*
Ncw and irrudialed fuel Iransfcr llask
Fucl cxaminalion faciliiic*.
Fut’l sloragc
Fud Iransfcr syslcm
Kcador opcralinn floor
Primary sodium pump
Corc
Inlt-rmfdialf hcal cxchangfr
('onlrol room
Administralion huildinu
Fxpansion lank
Secondary sodium pump
Kchcalcr
Fsaporator
Supcrhcaler
Sieam drum
I iirbo-Kcneralor
Sca vtalcr pump housc
• Forráðamenn versins í Dounray leggja mikið upp úr að koma „jákvæðum" upplýsingum til almennings. I þvi
skyni eru gefin út litmyndabæklingar og efnt til skoðunarferða um verið.
lítiö gert úr hættunni á stórslysi. Fjallað er
um þá tjölmörgu þætti sem þurfa aö fara
úrskeiöis á sama tíma til þess að eitthvað í
líkingu við Chernobyl geti gerst. í Bretlandi
er gjarnan litið á Chernobyl- slysið sem
rússneskan klaufaskap sem vart geti hent
Breta. Aðaláherslan í upplýsingabæklingum
kjarnorkuiönaðarins uni Dounreay er á: a)
verðmætri reynslu af 25 ára starfrækslu til-
raunastöðvarinnar, b) lágri slysatíðni þar. c)
að um endurvinnslustöð sé að ræða, þ.e. að
stöðin vinni úr geislavirkum efnum sem
annars þyrfti að grafa í jörð eða henda í sjó,
d) mikilvægi stöðvarinnar fyrir efnahagslífið
í Norður Skotlandi og e) að Dounreay stöðin
sé tímans tákn, orkuver framtíðarinnar og að
kjarnorkan muni knúa hjól iðnaðar 21.
aldarinnar. í þessum litskrúðugu og fallegu
bæklingum er ekkert fjallað um afleiðingar
af losun geislavirkra úrgangsefna í hafið,
enda er það ekki beint áhyggjuefni aðstand-
enda versins. Þeirra er að sjá um að geisla-
virknin sé ekki meiri en lög og tilmæli segja
til um.
A SAMA tíma og illa gengur að sanna áhrif
geislavirkni af mannavöldum á þá þætti líf-
ríkisins sem fólki er almennt annt um, þrýstir
efnahags og atvinnulífið og hið óstjórnlega
þenslulögmál tækninnar á hraðan vöxt
kjarnorkuiðnaðarins í Bretlandi. Svo lengi
sem leyfilegt er að losa geyslavirkan úrgang í
hafið veröa kjarnorkuver á borð við
Dounreay reist, sem þýðir að á meðan ein-
hver skaðsemismörk eru viðurkennd er erfitt
að berjast gegn stækkun Dounreay endur-
vinnslustöðvarinnar á þeim forsendum að
úrgangurinn frá henni sé skaðlegur mönn-
um, dýrum og gróðri. Aö sögn talsmanns
norska sendiráðsins í Lundúnum hafa norsk
yfirvöld lagt rök afþeim toga til hliðarog lagt
höfuðáhersluna á að ef til slyss kæmi höguðu
vindar og straumar því til að Norðurlöndin
væru í engu minni hættu en Bretland.
FÁTT BENDIR til þess að bresk yfirvöld
endurskoði Dounreay áformin vegna þrýst-
ings úr norðri. Bresk kjarnorkuyfirvöld láta
þessi mótmæli sem vind um eyru þjóta. Á
síöasta ársfundi Kjarnorkustofnunarinnar
var t.d. ekki minnst á óánægju þeirra sem
búa fyrir norðan Dounreay. Et' breytingar
verða á þessum áformum þá verða þær vegna
tjárhags eða tæknivandkvæða. Dagblaðið
Giuirdian birti í sumar frétt af óbirtri opin-
berri skýrslu sem Kjarnorkustofnunin lét
nýverið vinna. Samkvæmt frétt blaösins fer
áhugi sérfræðinga og stjórnmálamanna á
Dounreay minnkandi. Trú þeirra á hinum
s.k. hraðofnum hefur minnkað vegna þess að
ýmis vandamál í sambandi viö þá hafa reynst
torleysanlegri en nokkurn grunaði og því eru
sumir farnir að efast um aö það fjármagn seni
runnið helur til rannsókna og framkvæmda
skili sér aftur, en á síðasta ári kostuðu þessi
áform sem nemur um 7.3 miljöröum ís'
lenskra króna. Einnig greindi Guardian tra
því að brestir væru komnir í samstarf Breta.
Belga, Frakka, Vestur-Þjóðverja og ítala um
að byggja þrjár endurvinnslustöðvar. en
Dounreay er ein þeirra. Segir í fréttinni að
ítölum og Þjóðverjum hafi snúist hugut
vegna Chernobyl-slyssins á síðasta ári.
Hvort sem þessi frétt reynist sönn eða ekki
þá er enn unnið að áætlunum um stækkun
stöðvarinnar. Samkvæmt þeim hetjast verk-
legar tramkvæmdir um næstu aldamót og er
búist við að bygging stöðvarinnar taki næn1
átta ár. Ef þessi áætlun stenst hefst orku-
framleiðsla stöðvarinnar nýju eftir tuttugu
ár.
• Asgeir Friðgeirsson
34