Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 37

Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 37
ERLENT BUNDESBILDSTELLE BONN • 27 græningjar komust á sambandsþingiö í Bonn í kosningum í mars 1983. Otto Schily kemurtil Wrsta þingfundar í þingflokki græningja. arnir heföu vanrækt. Nú væri hins vegar svo komið, að „gömlu flokkarnir" hefðu rankað v>ð sér og gert þessi mál að sínum. þannig að hlutverki græningja væri lokið og þeir orðnir óþarfir. Ég spurði Otto Schily hvað græn- lngjar segöu við slíkri gagnrýni. „Jú, það er rétt að þessar skoðanir hafa heyrst, einkum frá jafnaðarmönnum. Kristi- *egir demókratar hafa líka ýjað að þessu sjónarmiði undir rós. Það tók reynar út yfir aHan þjófabálk, að eftir fund sem fulltrúaráð græningja hélt í Oldenburg á dögunum, ó'ðluðu flokkarnir beinlínis til okkar, hver á eítir öðrum. Kristilegir demókratar létu í Það skína, að „skynsamir" græningjar væru Velkomnir í þeirra hóp, frjálsir demókratar gerðu jafnframt hosur sínar grænar fyrir °kkur, að ekki sé minnst á jafnaðarmenn. V'ð höfum margsinnis fengið að heyra, að °kkar tími sé á enda og mál til komið að við sJaum að okkur og göngum í einhvern hinna ”virðulegri" stjórnmálaflokka. Eg held að það sé enginn vafi, að hinir ^°kkarnir eru orðnir allt aðrir keppinautar en þeir voru, þegar græningjar komust fyrst á þing fyrjr fjmm árum. Jafnaðarmenn hafa Ivímælalaust sýnt ýmsum málum mun meiri anuga en áður. Það er hins vegar eingöngu Sr$ningjum að þakka. Þrátt fyrir ákveðna lugarfarsbreytingu er þó ekki hægt að horfa framhjá því, að íhaldsöflin í jafnaðarmanna- flokknum eru mun sterkari en margur held- ur. Það sést t.d. greinilega á afstöðu flokksins til orkumála. Á flokksþingi jafnaðarmanna í Núrnberg í fyrra samþykktu þeir að berjast fyrir lokun allra kjarnorkuvera í landinu. Það kom fram í ályktun þingsins, að þeir vildu hrinda þessari hugmynd í framkvæmd innan tíu ára. Nú eru þeir hins vegar orðnir tvístígandi í þessu máli og farnir að karpa um, hvenær þessi tíu ára frestur eigi að byrja. Þegar á allt er litið held ég að við græningjar séum nauðsynlegra afl í vestur-þýskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr, umfram allt til að halda mönnum við efnið og sjá til þess að ákveðin mál sofni ekki á þingi. Það er svo auðvitað undir okkur sjálfum komið, hvernig okkur tekst að rækja þetta hlut- verk." ÚR ÞVÍ SCHILY minntist á kjarnorkuna notaði ég tækifærið og dengdi á hann þeirri spurningu, hvort sú krafa græningja, að öll- um kjarnorkuverum landsins verði tafarlaust lokað, væri ekki óraunhæf þegar þess væri gætt, hversu stóru hlutverki kjarnorkan gegnir í iðnaði og efnahagslífi V-Þjóðverja. „Nei. því fer fjarri að þetta séu draumór- ar," svaraði hann. „Ég held að þegar menn fara í saumana á þessu máli og láta allan

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.