Þjóðlíf - 01.11.1987, Side 42
ÍÞRÓTTIR
Lágvaxnir leikmenn
Körfuboltinn á viökvæmu skeiöi
HÁVERTÍÐ KÖRFUKNATTleiksmanna er
hafin, Islandsmótið er nýbyrjað. Sumir hafa
þó fengið litla hvíld, landsliösmenn voru
meira og minna aö í allt surnar vegna
Evrópukeppninnar sem fram fór í september
og gátu lítið hvílt að henni lokinni vegna þess
hve skammt var í átök vetrarins.
Körfuknattleiksíþróttin Itefur lengi átt
undir högg að sækja hér á landi. Vinsældir
hennar hafa gengiö í bylgjum en þrátt fyrir
þó nokkurn áhuga hefur útbreiðsla hennar
unt landiö gengið hægt og almenn þátttaka
landsbyggðarfélaga verið stopul. Að jafnaði
eru um 20 félög virk á Islandsmóti sent verð-
ur aö teljast frekar lítið.
Frá því um miðjan síðasta áratug hefur
keppnisfyrirkomulag verið á þann hátt að
sex lið hafa leikið í úrvalsdeild, fjórfalda um-
ferð. Fyrir nokkrum árum var síðan gerð sú
breyting að tekin var upp tjögurra liða úr-
slitakeppni um meistaratitilinn þar sent
fyrsta lið háöi einvígi við tjórða lið og annað
lið við þriðja lið og sigurvegararnir léku síð-
an til úrslita.
Þetta hafði ekki tilætluð áhrif. Fyrir vikiö
uröu fjölntargir deildaleikjanna þýðingarlitl-
ir og áhugi fyrir þeim dvínaði. Farið var að
leika fyrir hálftómum húsum, allir voru að
bíða eftir úrslitakeppninni. Hún var vel
heppnuð sem slík, spennandi leikir fyrir
troöfullum húsum - en þar nteð var búið að
pakka öllu sem eitthvað var varið í á einn
mánuð. Bikarúrslitaleikur fylgdi strax í kjöl-
farið og þá leit veturinn þannig út: Deyfð og
áhugaleysi frá október framí mars, þá líf og
tjör frarní apríl - síðan allt búið! Engan veg-
inn til þess fallið að auka veg og virðingu
íþróttarinnar og stuðla að útbreiðslu hennar.
Fyrir nýhafið keppnistímabil var fyrir-
komulaginu breytt. Liðum í úrvalsdeildinni
var fjölgað úr sex í níu og leikin verður tvö-
föld umferð, þ.e. 16 leikirá lið. Síöan verður
sem fyrr úrslitakeppni fjögurra efstu.
Þessi breyting virðist hafa bæði kosti og
galla í för með sér. Leikjum fækkar, sem er
óæskileg þróun, en um leið eykst mikilvægi
þeirra, sem er at' því góða. Það er einnig öllu
rökréttara að lið sem verður í fjórða sæti í níu
liða deild komist í úrslitakeppni, heldur en
lið sem er fjórða í sex liða deild, þ.e. í þriðja
neðsta sæti.
Síðasta vetur voru þeir nokkuð margir
sem óskuðu þess að Njarðvík, yfirburðaliði í
úrvalsdeildinni, myndi fatast llugið í úrslita-
leikjunum og missa af meistaratitlinum.
Þessar óskir voru ekki af illum hvötum
sprottnar eða hatri í garð Suðurnesjamann-
anna - heldur vonuðust menn eftir því að
meö því yröi sýnt framá það svart á hvítu
hversu ósanngjarnt þetta keppnisfyrirkomu-
lag væri! Njarðvíkingum varð ekki fótskort-
ur og þeir hrepptu titilinn, en samt var and-
staðan orðin nógu almenn til þess að breyt-
ingar yrðu geröar.
Fjölgun liðanna er einnig mjögjákvæð fyr-
ir breiddina. Fleiri leikmenn fá tækifæri til að
spreyta sig í úrvalsdeildinni og liöin sem
hefðu annars verið í I. deild halda frekar
sínum bestu mönnum. A þennan liátt eru
meiri líkur á að frambærilegunt liöum tjölgi
og keppnin verði jafnari í heild, í stað þess að
sex úrvalsdeildarlið fleyti rjómann ofanaf
hinum og hindri þannig þróun þeirra og
framgang.
En athverju níu lið, en ekki tíu sem er betri
tala? Hversvegna fékk Tindastóll frá
Sauðárkróki ekki keppnisrétt í þessari nýju
úrvalsdeild? I fýrra hafnaði Tindastóll í
fimmta sæti 1. deildarinnar, náði að forðast
fall, en situr nú eitt liða eftir þegar ný deild er
stofnuð. Og hvað nteð liðið sem vann 2.
deildina í fyrra eftir hörkukeppni - það fær
enga umbun fyrir frammistöðu sína og leikur
áfram í sömu deild og þau lið sem þaö sigraöi
í riðla- og úrslitakeppni. Það er ntín skoðun
að þarna hafi verið klaufalega staðið að mál-
um við breytingarnar á deildakeppninni.
Fyrst verið var að breyta á annað borð hefði
verið sanngjarnara að öll lið sem áttu
keppnisrétt í gömlu úrvals- og 1. deildinni
hefðu átt aðild að þessari nýju úrvalsdeild.
Eftir að Frant lagði upp laupana hefðu þau
verið 11, og þeirri tölu hefði síðan mátt
breyta í 10 fvrir næsta keppnistímabil. Það
hefur sýnt sig bæði í knattspyrnunni og
handknattleiknum að 10 liða deilder hæfileg
fyrir íslenskar aðstæður og því skyldi það
ekki gilda í körfuboltanum líka?
Geysileg áhersla hefur verið lögð á lands-
liðsmál KKÍ síðustu misserin og mikið og
gott starf unnið á margan hátt. Hinn óvænti
sigur íslands í C-keppninni í fyrra þegar
Pálmar Sigurðsson skoraði sigurkörfuna
gegn hinu sterka liði Noregs á síðustu
sekúndunni breytti miklu. ísland fóróvænt í
B-keppnina, stóð sig þar eftir atvikum. og
fékk tækifæri í haust til að ná að komast í
úrslit Evrópukeppninnar. Það munaði litlu
að það tækist, naunt töp eftir hörkukeppni
við Danmörku og Sviss komu í veg fyrir að sá
draumur rættist.
A vissan hátt má segja að þau úrslit væru
áfall fyrir íslenskan körfuknattleik. Auðvit-
að mátti allt eins búast viö því að þessir leikir
töpuöust - en körfuboltinn er á viðkvæntu
skeiöi einmitt í vetur og hefði þurft á upplyft-
ingu að halda. Hann á í sífelldri baráttu við
handboltann um hylli ungra iðkenda og sá
uppgangur sem nú er í handboltanum bitnar
óhjákvæmilega á körfuboltanum. Á hinn
bóginn hefur körfuknattleiksforystan staðið
sig ágætlega í uppbyggingu yngri landsliða.og
lagt mikla áherslu á unglingastarfsemina
meö ágætum árangri.
Eitt atriði virðist alltaf ætla að standa okk-
ur fvrir þrifum. íslenska landsliöið er ávallt
það lágvaxnasta þegar í alþjóðakeppni er
komið. Svo rammt kvað að því í B-keppninni
að allir töluðu urn ..dvergaliðið" frá íslandi.
Þegar liðið hefur birst á mótsstað hefur
stundum verið spurt hversvegna litlu menn-
irnir séu sendir á undan, og hvenær þeir há-
vöxnu mæti til leiks! Þeir risarsem frani hata
komið hafa nýst landsliðinu að mjög tak-
mörkuðu leyti, atvinnumennska Péturs
Guðmundssonar hefur kostað hann réttind-
in til að leika með landsliðinu, eins ósann-
gjarnar reglur og þaö nú eru, og Flosi
Sigurðsson var í námi í Bandaríkjunum en
hann vantaði líka alltaf herslumuninn til þess
að geta nýtt sér hæðina. Þaö var strax munut
að fá ívar Webster löglegan en hann hetur
sín takmörk og má sín lítils þegar hann mætir
kannski þremur jafnstórunt og skrokkmein
andstæðingum í landsleik.
En þaö hefur oft gengið merkilega vel ao
kljást vtð „stór" lið - sum úrslit landsliðsins
síðustu ár eru hreint aðdáunarverð fyrir þs1"
sakir. Þrekvirki Itafa verið unnin, og íslenskú
körfuknattleiksmenn hafa veriö tilbúnir til
að fórna nánast öllu fyrir íþróttina. Stundum
hefur jólahald hreinlega legið niðri hjá lands-
liðsmönnum vegna æfinga, þeir hafa mætt a
aöfangadag. jóladag, gamlársdag og nýárs-
dag til æfinga, og það þýddi víst ekki að
bjóða öllunt uppá slíkt! Það er ekki hægt að
kenna skorti á vilja eða metnaði leikmanna
og þjálfara um hvernig til hefur tekist á sío-
ustu stórmótum. Nei, hin eiginlegu vanda-
ntál opinberast kannski best þegar í UoS
kentur að þjálfarar þurfa að taka persónuleg
lán sem nema hundruðum þúsunda til þ°sS
að hægt sé að Ijúka undirbúningi landsliðs-
ins. Það gerðist nú fyrir Evrópukeppnina •
haust - fjárveiting Körfuknattleikssam-
bandsins til undirbúningsins var uppurin áð-
ur en að sjálfri keppninni kom og því grip11
þjálfarar og landsliðsnefndarmenn til ÞesS
neyðarúrræðis.
EN LÍTUM Á úrvalsdeildina í vetur og 'á1
hverju er að búast. í henni leika í vetul
Njarðvík, Valur, Keflavík, KR, Haukar. l^’
Grindavík, Þór Akureyri og Breiðablik-
Fimm fyrsttöldu liðin léku í úrvalsdeildinm 1
fyrra ásamt I römurum sem lögðu niðursm*1
körfuknattleiksdeild í suntar. Hin tjögur
■urðu í tjórum efstu sætum 1. deildar. fimmta
lið var Tindastóll en ÍS féll í 2. deild.
Njarðvíkingar hafa einokað íslam-s
meistaratitilinn síðustu árin og tlest teikn LfU
á lofti um að þeir eigi góða möguleika ti a
halda því áfram. Reikna má með að þaU 11
42