Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 43

Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 43
IÞROTTIR EINAR ÓLASON * f’að hefur oft gengið merkilega vel að kljást við „stór“ lið. líklegust eru til aö veita þeim keppni séu ^eflavík og Valur. Keflvíkingar hafa fengiö 'ðsstyrk, endurheimt menn sem þeir áttu í andaríkjunum. og Valsmenn hafa veriö J^f nir og seigir síðustu árin. Þaö kæmi ekki á óvart þótt Suöurnesjaliðin tvö myndu heyja einvígi um efsta sætiö. Þessi þrjú lið ættu aö fara í úrslitakeppnina en slagurinn um fjóröa sætiö gæti orðið haröur. Haukar hat'a endurheimt ívar Webster frá Þór og ættu aö bæta viö sig á ný eftir slakt tímabil sl. vetur. KR-ingar veröa svipaöiren ÍR-ingar gætu gert mörgum skráveifu. Þeir unnu 1. deildina í fyrra er þeir léku í fyrsta skipti í sögunni utan úrvalsdeildarinnar og eru meö ungt og efnilegt liö sem lofar góöu. Liö Grindvíkinga er líka á mikilli uppleiö og fær nú tækifæri til að sanna sig meðal þeirra bestu. Sennilega vantar þaö herslu- muninn til aö blanda sér af alvöru um sæti í úrslitakeppninni en veröur ekki auðunnið. Þórsarar verða varla eins skæöir og í fyrra fyrst ívar Webster er horfinn á braut á ný og Breiðablik viröist ekkert erindi eiga í deild- ina - helsta spurningin þar hvort liöiö fái yfirleitt stig. Kópavogsbúarnir voru meira aö segja í vafa um hvort þeir ættu aö þiggja úrvalsdeildarsætið sem aö þeim var rétt eftir aö Fram gufaði upp. Sé horft útfyrir úrvalsdeildina er ekki um auöugan garö aö gresja og biliö er breitt milli 7-8 bestu liöa landsinsog hinna. Breiddin er ekki meiri en þaö. Þaö veröa sjálfsagt Tinda- stóll, Skallagrímur, Snæfell, Léttir, Austfirð- ingar og HSK sem berjast urn úrvalsdeildar- sætin en þaö vantar mikiö uppá að þessi lið hafi eitthvaö aö gera í betri lið úrvalsdeildar- innar. En meö þessari fjölgun í deildinni ætti breiddin smárn saman aö aukast og munur- inn aö minnka. Þá er tilganginum náö. Þaö er merkilegt aö líta á samsetningu úrvalsdeildarinnar. Til skamms tíma voru þaö Reykjavíkurfélögin sem voru einráö í íslenskum körfuknattleik. ÍR og KR voru stórveldin framanaf, ÍS og Ármann voru lengi framarlega ásamt KFR sem síðan breyttist í Val og loks komst Fram í fremstu röö. Meistaratitillinn hélst í Reykjavík allt framá þennan áratug þegar Njarövíkingar tóku viö svo um munaði. Þeir eru eina félag- iö utan höfuðborgarinnar sem hefur hreppt hann til þessa en ekki er ólíklegt aö þaö breytist áöur en um mjög langt líöur. NÚ ER AÐEINS þriðjungur liða úrvals- deildarinnar úr Reykjavík. Tvö til viðbótar eru af höfuöborgarsvæðinu, þrjú af Suöur- nesjum og eitt af Norðurlandi. Svona illa hefur Reykjavík aldrei staöiö og vagga körfuboltans er smárn saman aö kveðja borgarmörkin. Þetta hefur endurspeglast í aösókninni síöustu árin - hún er orðin rnjög lítil í Revkjavík á meöan Suöurnesjaliöin fylla oftast sín hús. Reykjavík viröist einfald- lega ekki bera lengur nema þrjú toppliö - Fram og Ármann eru dáin drottni sínum og IS er orðið aö trimmliöi. Ástæöurnar fyrir þessu eru án efa margar, ekki síst þjóöfélags- legar. Körfuboltinn viröist betur sniöinn aö minni bæjum en stærri. meiri möguleiki á aö skapa í kringum hann þá stemmningu sem þarf til þess aö viðhalda áhuganum og auka hann. • Víðir Sigurösson 43

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.