Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 48

Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 48
LISTIR lll jökulkaldur var febrúar og blár á ís fiskur á disk ís-land og vertíd minninganna... ég tendra tón öldunnar án fiskimiða óralangt inni í grœnni skelinni langferðir strandir og djúp Þannig gerir skáldið skýran greinarmun þess sjávar sem skilar fiski á disk í febrúar (og tengist vertíðum) og hins vegar þeim sjó sem tendrast tónum og miðast ekki við dráp fiska. Sjórinn er því í þessum ljóðheimi allt umhverfi okkar, lífið sjálft. Við erum fisk- arnir - enda kallar Ijóðmælandinn sig tlugfisk í II. kafla Ijóðabálksins og gengur þá myndin upp: flugfiskur sumarsins er andstæða þess fisks sem liggur á diski í jökulköldum febrúarmánuði. Söngleikur fyrir fiska, heiti bókarinnar, fær því dýpri merkingu enda skiptir tónlist, tónar og hljómar, miklu máli í bókinni allri sem engan þarf að undra þar sem höfundur setur sér það markmið að finna samhljóm þessum tíðaranda sem sannarlega virðist gefa öllu slíku langt nef. Litanotkun er einnig mikil og markviss þar sent gult, blátt, grænt og rautt mynda and- stæðu viö hið gráa og svarta: Hví ekki spássera á draumbláu kvöldi inn í regnvota grasgræna nóttína... Stundum verður úr þessu tóna- og litaflóð þar sem litur styrkir tóninn og tónninn lit- inn: Sumarið grœnt og blátt fyrir utan opna glugga og verönd öll til veraldar. Leti leg tónlist á lágum styrk (silfurskœr diskant, kontrabassi: jazz)... Eins og raunar sést af þeim dæmum, sem hér hafa verið birt úr Ijóðum Jóhanns, beitir hann fjölda vísana - og um of að ntínu rnati. Vísanir eiga rétt á sér ef þær bæta einhverju við Ijóðið; lesandinn sér eitthvað í nýju ljósi. Því er sjaldan að heilsa hér. Vísanirnar hlaðast upp úr ýmsurn áttum og drepa at- hyglinni á dreif. Lesandinn er sífellt minntur á eitthvað annað en það sem er fyrir augun- unt og.fyrr en varir er hann kominn í rann- sóknarferð frá Ijóðinu og rifjar upp það sem hann þykist kannast við úr öðrum áttum. Á nokkrum stöðurn kernur fram að Jó- hann yrkir ljóð sín á erlendri grundu og það er gróin þjóðleg hefð að yrkja unt þau örlög. Skemmtilegt er Ijóðið Lundabaggi: Tregt er mér tungu að hrcera hina tilfinningaþyrstu fyrstu hvítgulu björtu en köldu daga vorsins í þessum flata Lundi... Töfrað get ég þó stöku sinnum J'ram tónaliti orðanna, dregið furðum hlaðin orð úr pússi mínu grœn og dulræn, fjarlœg og blá, syndug svört og rauð, krystaltœr og hvít eða kartöflugul og brún eins og jörðinni er eðlilegast úrfölbleiku vetrar- hýðinu rykgráu. Eg get töfrað fram orðsins seyð þegar andinn skreytir tunguna og innblásturinn þenur lungun út og inn... En þá er áigúst og tími berjatínslunnar. Jóhann árelíuz getur vel við unað. Honum tekst margt vel, sumt stórvel, í þessari bók. Svo er að sjá hvað verður, hvað berst okkur frá hinum „flata Lundi". • Þórður Helgason NUTRIBEL lífgjufi húðarinnar Dagkremið scm nærir og veitir raka Paö rennur eins og mjólk og er silkimjúkt. Nulribel hverfur inn íhúdina á svipstundu. Leynivopn N utribels er jojoba-olían og F- vítamínið. Med daglegri notkun Nutribels verðurhúðin aftur mjúk oggeislandi björt. Áhrifin hafa verið sannreynd. Berðu Nulribel á þig að morgni kte* LANCÖME PARIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.