Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 53

Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 53
1 LISTIR Eiginlega er furöulegt til þess að hugsa hversu ánægöir margir eldri listamenn voru þegar málverkiö varö „nýtt“. Málverkiö og málaralistin eru í vissum skilningi lokuð hefð ■ með þekktar leikreglur. Meö endurkomu málverksins gátu listamennirnir, og auðvitað gagnrýnendurnir líka. sótt í skilgreint safn vísana. Hugmyndalist og önnur jaöarlist var erfiðari í innrömmun. Peir sem völdu nú á Dokumenta eru ekki að „endurvekja" jaðarlistina. þ.e. að fara annan hring. heldur að kynna þann fjölda listamanna sem hafa. á faglegan og lærðan hátt. náð tökum á þeirn miðlum sem þeir nota. Hver svo sem miðill- inn er. í Kassel var lítið um „villta" sköpun. en jafnvel þó sköpunargleðin væri „tamin" þá dró það ekki úr áhrifamætti og krafti ein- stakra verka. Nú er í Iagi að vanda sig. EINNA gleðilegust þótti mér þróunin í vídeólistinni, eða hjá þeim listamönnum sem hafa notfært sér tækninýjungar í listsköpun sinni. Pað hefur Iöngum verið skekkja í notkun listamanna á fjölmiðlatækni nútím- ans. Það er eins og tæknin sem slík, fremur en hugmyndir og ætlun listamannanna sjálf- ra, hafi ráðið ferðinni. í raun er ekkert duiar- fullt við þetta, myndabandatæknin og tölvu- tæknin yfirleitt voru til skamms tíma svo þung í vöfum að listamennirnir þurftu að liggja mánuðum saman yfir einhverjum stærðfræðijöfnum til að fá nokkur hreyfan- | leg hringmynstur á skjáinn. Nú er öldin önn- ur, eða réttara sagt. nú eru árin önnur. Erró sest við teikniborð og teiknar mynd og úr verður ofið teppi. Nam June Paik, sem varð frægur að endemum hér þegar hann beraði afturend- t • „Forðið mér frá löngunum mínum.“ Auglýsingaskilti Jenny Holzer á spilavíti. 1986. ann framan í menningarelítu landsins í Gúttó (þá boðsgestur Atla Heimis og Musica Nova), var með umfangsmikið verk á sýn- ingunni. Þessi stórmerki Japani sem telst varpsskjáir fjölmiðluðu tónleikunum, um- breyttu þeim í sífellu og umluku áhorfand- ann táknaflóði. Marie-Jo Lafontaine náði líka magnaðri stemningu með vídeóvegg sín- • Verk eftir Magdalenu Jetelovu, 1987. faðir, eða afi, myndbandalistarinnar er nú kominn í tölu galdramanna. Hann breytti upptöku af tvíleik sínum og Joseph Beuys í myndbandsvegg, þar sem óteljandi sjón- um þar sem blandað var saman klipptum senum frá æfingasal lyftingamanna og takt- vissri tónlist/röddun. Útkoman varð dýrkun á mannslíkamanum sem í engu gaf eftir 53

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.