Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 57

Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 57
NATTURAN vakið athygli á útrýmingarhættu ýmissa fugla- og spendýrategunda. Alþjóðanáttúru- venidarsjóðuritut (World Wildlife Fund) hefur t.d. Pandabjörninn sem tákn fyrir sant- tökin. Það er reynt að snerta tilfinningar fólks með því að benda á hættuna sem vofir yfir ýmsunt stórum og glæsilegum dýrateg- undum. Kondórinn og pandan eru gælu- verkefni margra áhugamanna um umhvert'- isvernd, og ekkert nema gott um það að segja, en á sama tíma deyja út fjölmargar lífverur afskiptalaust. Þegar byggja átti stíflu í fljóti í Bandaríkjunum fyrir skemmstu bentu vísindamenn á að með þeirri fram- kvæmd yrði smáfiskategund sem þar fannst, útrýmt með öllu. Hvaða máli skiptir eitt síli, spurðu agndofa virkjunarstjórnendurnir. Víða hafa stjórnvöld þó tekið við sér og gripið til ráðstafana til að vernda deyjandi dýrategundir. í Bandaríkjunum einum er talið að 450 tegundum sé ógnað vegna mannvirkja og mengunar. Þar hefur þingið sett lög sem ntiða að verndun dýra í útrým- ingarhættu. í Ástralíu var nýlega lagt fram lagafrumvarp sem heimilar stöðvun allra framkvæmda sem gætu ógnað afkomu dýra- tegunda. Þrátt fyrir efnahagsörðugleika Costa Rica hafa stjórnvöld þar afmarkað unt 10% landsvæöisins sem þjóðgarða eða sér- stök griðlönd friðaðra dýra. • Nashyrningar í Afríku eru í yfirvofandi útrýmingarhættu. 16 Aríkuríki verja allt að 45 miljónum dollara í rekstur þjóðgarðssvæða og annarra verndarsvæða. Þar er t.d. Afríkunashyrning- urinn í yfirvofandi útrýmingarhættu vegna ásóknar veiðiþjófa. Stórfækkun fílsins hefur • 14 nagapategundir hafa þegar dáið út. Einstakt lífrfld í hættu Fátæktin veldurskaða MADAGASKAR, er náttúruparadís í bráðum útrýmingarháska. Margir sérfræðingar halda því fram að eyjuna ætti umsvifalaust að setja á forgangslista þeirra sem berjast fyrir unthverfis- og náttúru- vernd. líka vakiö rnikla athygli þó hann sé ekki enn kominn niður fyrir hættumörk. STRÍÐSÁSTAND. í dag eru eftirlifandi 5 nashyrningstegundir í Afríku, á Súmötru, Indlandi og á Jövu. Árið I970 voru talin 65 þúsund dýr í Afríku sunnan Sahara. Nú eru aðeins eftir 3800 nashyrningar. Flest eru þessi dýr í Zimbabwe á verndarsvæði í Zambezidalnum. Forsætisráðherrann, Ro- bert Mttgabe, gaf út fyrirskipun fyrir þremur árum sem heimilaði landvörðum að skjóta á staðnum hvern þann veiðiþjóf sem sæktist eftir nashyrningshorni. Flestir eru skotnir á færi eins og unt stríðsástand sé að ræða. Til þessa hafa 29 veiðiþjófar verið drepnir í Zambezidalnum en ekkert lát er þó á ferðum veiðiþjófa yfir landamærin frá Zambíu og ráðamenn gera sér nú Ijóst að grípa verður til frekari ráðstafana ef hægt á að vera að bjarga síðustu nashyrningunum. Ýmis alþjóðasamtök hafa tekið saman höndum til að koma í veg fyrir verslun með nashyrningshorn og aðrar afurðir dýra sem eru í útrýmingarhættu. CITES-sáttmálinn miðar að þessu, en hann er samkomulag á milli þjóða um bann við verslun á sjaldgæfum dýrategundum og afuröum þeirra. Þegar hafa 90 þjóðir undirritað sáttmálann og tek- iö ákvæði hans í lög, en þess má geta að Á þessari eyju við austurströnd Afríku hefur þróast ntjög fjöl- skrúöugt lífríki í einangrun á 30 miljón árum. Þar má finna fjöl- skrúðugra blóma og plöntulíf en á öllu meginlandi Afríkij,, á Mada- gaskar má finna 142 froskategundir sem hvergi lifa annarsstaðar, 106 fulgategundir, og svo mætti áfram lengi telja. Dýralíf á eynni er hvað þekktast fyrir hinageðfelldu nagapa. í dag eru eftirlifandi 28 tegundir nagapa á Madagaskar en talið er að 14 nagapategundir hafi dáið út á þeim 1500 árum sem liðin eru frá því aö menn hófu þar búsetu. Það eru ekki veiðiþjólar eða loöskinnaframleiðendur sem ógna dýrategundum eyjunnar. Fjölbreytt lífríkið fer illa saman með fátækt landsmanna og því eru það bændur sem valda mestum skaða. Þöfin fyrir aukið ræktunarland hefur valdið því að sífellt er verið að ganga á skóglendi eyjunnar. Nú er svo komið að aðeins eru eftir örfá nagapadýr af sumum tegundum. Útrýming vofiryfir. Stjórnvöld hafa tekið höndum saman við náttúruverndarsamtök til að vernda lífríki eyjunnar. Verndun nagapanna hefur verið sett sem forgangsverkefni í þessari viðleitni og er nú reynt að auka viðkomu stofnanna í dýragörðum og á rannsóknarstofum. Til þessa hafa þær tilraunir þó ekki gefið góða raun. Nagaparnir eru svipaðir öðrum dýrategundum um þá nöturlegu staðreynd aö til aö lifa og fjölga sér þurfa dýrin að búa í óskertum, náttúrulegum heimkynnum. • Úr International Herald Tribune 57

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.