Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 60
BILAR
Stálslegin skynsemi
Reynsluaksturá Volkswagen GolfSky
GAMLI FÓLKSVAGNINN, Bjallan sem svo
var nefnd, kom fyrst hingað til lands fyrir
rúmum 30 árum. Þá voru raunar liðnir tæpir
tveir áratugir frá því að Hitler og hans rnenn
fengu bílahönnuðinn Ferdinand Porsche,
sem sportbílarnir frægu eru kenndir við, til
þess að hanna þennan bjöllulaga „alþýðu-
vagn" sem lið í því að koma efnahag þriðja
ríkisins á réttan kjöl og sjarmera lýðinn. Fyrir
heimsstyrjöldina voru einungis smíðuð
nokkur eintök til reynslu, en fyrr en varði var
alþýða manna sett í að framleiða skriðdreka
og skjóta á óvinina.
Hitler entist því ekki aldur til að líta
draumsýn sína: Sviphrejna Aría akandi á
Fólksvögnum um sólgullnar sveitir þriðja
ríkisins með blómlegar eiginkonur sér viö
hliö og hreinræktuð börn í aftursætinu; allir
syngjandi djarflega ættjarðarsöngva.
Pegar stríðinu lauk og nýtt Þýskaland reis
úr rústunum var hönnun Porsches dregin
fram í dagsljósið að nýju og alþýða manna
hófst handa um að framleiða - og aka -
Volkswagen, öllu friðsamlegra ökutæki en
þunglamalegir skriðdrekarnir voru.
Af skiljanlegum ástæðum hafa menn nú
fátt hlýlegt um Hitler og hans nóta að segja.
Hitt er annað mál að gamla Bjallan hans
Porches á margt hrós skilið. Þar var nýstárleg
og snjöll hugmynd á ferðinni: Rúmgóður,
áreiðanlegur og ódýr smábíll með vél sem
var frábrugðin því sem almennt tíðkaöist.
Hún var afturí, loftkæld, og strokkarnir tjórir
láréttir. hvorir á móti öðrum, í stað þess að
vera lóðréttir í beinni röð.
Reyndar var vélin í Citroen-bragganum
fræga hönnuð með svipuðum hætti. nema
hvað þar voru strokkarnir aðeins tveir og vél
og drif í bílnum framanverðum.
Það er athyglisvert að hugmyndin að
Bragganum var sett fram á sama tíma og
Porsche var að móta Fólksvagninn, þ.e.
skömmu fyrir stríðið, og einnig hann átti að
vera alþýðuvagn. Sagt er að frönsku hönn-
uðunum hafi verið gert að smíða bíl sem
nægði nánast að finna lykt af bensíni til að
komast áfram og væri svo mjúkur að bændur
gætu ekið lausum eggjum í honum á markað
eftir holóttum vegi! Hvað sem satt er í því er
hitt víst, að bæði Bjallan og Bragginn eru enn
við lýði, fimmtíu árum síðar, Bjallan reyndar
aðeins smíðuð í S-Ameríku nú orðið, en
Bragginn rúllar út af færiböndum í Frakk-
landi og er óskadraumur ólíklegustu manna.
ÞEIR VORU margir sem tóku ástfóstri við
gamla Fólksvagninn og sumir væru ugglaust
til í að láta oftjár fyrir nýtt eintak. Öðrum
þótti hann hins vegar þunglamalegur í akstri,
kaldur og frekur á bensín. En það eru sagðar
ævintýralegar sögur áf Bjöllunni; oað þyrfti
TÆKNILEGAR
UPPLÝSINGAR
Lengd(cm): 398,5
Breidd(cm): 166,5
Hæö(cm): 141,5
Eigin þyngd(kg): 870
Farangursrými(litrar): 410
Hensíntankur(lítrar): 55
Vél: 4 strokkar í röö, 8 ventlar,
1 yfirliggjandi knastás
Sprengirými(cm): 1595
Afl(bremsuhestöfl): 75
Tog(Nm/snún/mín): 125/2500
Þjöppunarhlutfall: 9:1
Bensínkerfi: 2ja hólfa blöndungur
Bensín(oktan): lágmark 91
Fjöðrun: Sambyggöir gormar og höggdeyfar
viö öll hjól
Hemlur, framan: diskar
Hemlar, aftan: skálar
Stýri: Tannstangarstýri
Beygjuradíus (inetrar): 10,5
Gírkassi: 5 gíraráfram
Drif: aö framan
að opna glugga til að geta skellt liurð auð-
veldlega og mætti sigla henni urn ár og vötn.
Svo þétt væri yfirbyggingin. Hvort tveggja er
satt og geta fáir bílaframleiðendur státaö af
slíkum eiginleikum. Og það er staðreynd að
bíllinn var (og er, því margir aka enn um
götur) feikn áreiðanlegur í daglegu brúki og
dugnaðarforkur í snjó.
Snjallar hugmyndir eru börn síns tíma og
svo er einnig urn hugmynd Porsches að Bjöll-
unni. Hún átti sitt blómaskeið á árunum milli
1955-75, en það hlaut að koma að nýsköp-
un. Það gerðu menn sér Ijóst í höfuðstöðvum
Volkswagen í Wolfsburg á sjöunda áratug-
num og upp úr 1970 gægðist ný hugmynd út
úr verksmiðjudvrunum: Volkswagen Golf,
bíllinn sem hér er til umræðu. Og lýkur þar
með þessum sögupistli.
VOLSWAGEN GOLF er önnur snjöll hug-
mynd að bíl, reyndar ekki ættuð frá Þýska-
landi, en hefur einkennt bílamarkaðinn
undanfarin ár og gerir væntanlega enn um
hríö. Það er sú hugmynd að sameina og sam-
nýta farþega- og farangursrými og hafa stóra
hurð á bílnum aftanverðum. Miðað viö þá
bíla sem hafa lokað „skott" er af þessu aúg-
Ijóst hagræði þar sem hægt er aö breyta hluta
farþegarýmisins í farangursrými með því að
fella niður aftursætisbakið og gera bílinn þar
með að litlum vöruflutningabíl.
Nánast eina hagræðið sem ég sé í fljótu
bragði af því að hafa „skott" er í þeim tilvik-
um er menn þurfa að vera mikið á ferðinni
með verkaðan hákarl eða annað álíka lykt-
andi.
Þá felst í hugmyndinni að vél og drif eru
frammí og vélin þversum. Með því móti nýt-
ist plássið vel og þegar á allt er litið birtist bíll
sem er Iítill aö utan, en stór að innan.
Golfinn hefur að sjálfsögðu gengið í gegn-
um ýmsar útlits- og tæknibreytingar frá
fyrstu gerð, rétt cins og gamla Bjallan, en
meginhugmyndin að baki bílnum er enn sú
sama.
Sá Golf sem hér er til umræðu heitir fullu
nafni Volkswagen Golf Sky. Hann er í sjálfu
sér ósköp venjulegur Golf, en hefur til við-
bótar við Golf C (sem er ódýrasta gerðin)
snúningshraðamæli og tauáklæði á sætum og
innan á hliðum og hefur nokkru fleiri minni-
háttar atriði til brunns að bera hvaö varðar
útlit. Nokkru dýrari er síðan Golf GL, seni
t.d. hefur krómlista kringum glugga og
íburðarmeiri innréttingu. Allar eru þessar
gerðir með sarns konar 75 hestalla vél og
eins í tæknilegu tilliti.
Vilji menn meira afl er hægt að fá Golf GT
með 90 hestafla vél; enn öflugri erGolf GTI
með 112 hestöfl, og þeim sem liggur lífið á
býðst tryllitækið Golf GTI 16 með 16 ventla.
139 hestafla vél. Það er gífurlegt alf miðað
við þyngd bílsins. Þeir sem girnast slíkan grip
þurfa hins vegar að eiga tæp 800 þúsund og
vilja eyða þeini í bíl.
Þeir eru líka til sem kjósa bíl með hefð-
bundnu skotti og vilji þeir að það sé Volks-
wagen. býðst þeini Jetta, sem að öðru leyti
í meginatriðum eins og Golfinn í tæknilegu
tilliti.
FEGURÐIN er smekksatriði. hvort sem nr
fegurð himinsins eða bílanna. Að mínu mat1
er Golfinn snoturlega teiknaður, hreinn og
beinn að útliti og samsvarar sér á allan hatt
vel. En hann vekur enga sérstaka athygh-
Maður snýr sér ekki við þótt hann aki hjá. en
hugsar fremur að þama fari hlutlaus og klassísk-
ur bíll.
Sama er að segja um bílinn innandyra: þar)
er ekkert gert til að ganga í augun á fólk'-
engir yfirborðstakkar eða tæknibrellur, en
allt yfirbragð og frágangur með fáguðum °g
traustvekjandi blæ.
Þegar sest er undir stýri og ekiö af stap
fylgir því sama tilfinning: Öllum stjórntækj-
um er vel fyrir komið og þau vinna óaðfmn'
anlega, það vantar nánast ekkert og engu el
ofaukið, bílstjóri og farþegar sitja t tremnl
hörðum, en þægilegum sætum - stilla 111,1
bæði setu og bak - og vélaraflið er fyllile2a
nóg. Otsýni er prýöilegt í allar áttir og speg1'
ar beggja vegna stillanlegir innanfrá. M*ð'
stöðin er öflug með þremur hröðum: Hægur
andvari, stinningsgola og strekkingur.
Það er óhætt að fullyrða að Golfinn sc
traustur og vel hannaður bíll fyrir þá st-n’
gera fyrst og fremst þá kröfu að koma
örugglega milli staöa á þægilegan hátt. hv°
60