Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 15

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 15
INNLENT Þrír vistmenn í Bræöratungu. önnur heimilisstörf í sambýli Bræðratungu, en á sambærilegum sambýlum, á kostnað félagslegrar þjálfunar, tómstundastarfa og hvfldar. Enda teljum við að vinnuvikan hjá sonum okkar sé oft óhóflega löng. Jafnframt viljum við benda á að sambýlið er ekki mannað starfsmönnum sem skyldi. Við telj- um áðurnefndar áherslur í starfsháttum á sambýlinu séu ekki fallnar til þess að auka þroska og vellíðan sona okkar. Því óskum við eftir breytingum. Við viljum minna á að sambýlið hefur bráðum starfað í tvö og hálft ár og okkur er tjáð að eðlilegt sé að fagleg starfsemi sé end- urskoðuð reglulega á sambýlum og yfirleitt séu gerðar áætlanir um markmið þjálfunar og búsetu á sambýlum með aðstæður og þarfir heimilismanna að leiðarljósi, og í sam- ráði við nánustu aðstandendur. Við teljum æskilegt að reynt verði að fá faglært fólk til vinnu á sambýlinu og til að vinna að úttekt á starfseminni.“ Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vest- fjörðum fjallaði um bréf þetta á fundi sínum 21. maí síðastliðinn. Formanni Svæðisstjórn- ar var falið að ræða við foreldrana og leið- rétta þann misskilning sem að mati Svæðis- stjórnarmanna kemur fram í bréfinu. „Gagnrýni verður að byggjast á þekkingu og sanngirni en ekki sleggjudómum," sagði Magnús Reynir Guðmundsson formaður Svæðisstjórnar. Erlingur Níelsson forstöðu- maður Bræðratungu taldi bréfið byggt á tals- verðri vanþekkingu. Hann taldi það samráð sem haft er við Sigurjón Hilaríusson í Noregi vera næga tryggingu fyrir faglegri starfsemi stofnunarinnar. Ljóst er, að í þeirri samkeppni sem ríkir um faglært fólk sem gefur kost á sér til starfa úti á landi, standa ríkisstofnanir á borð við Bræðratungu höllum fæti. Öfugt við stofnan- ir í heilbrigðisgeiranum t.d. sjúkrahús getur Bræðratunga ekki boðið fagmönnum ódýr- ara eða ókeypis húsnæði. Sveitarfélög sem keppa um starfskrafta menntaðra starfs- manna bjóða bæði yfirborganir í launum og ýmis hlunnindi. Magnús Reynir Guðmunds- son formaður Svæðisstjórnar sagði í samtali við greinarhöfund að þeir hefðu um tíma greitt niður húsnæði fyrir forstöðumann Bræðratungu, en ráðuneytið hefði lagt blátt bann við slíku og yrði það ekki gert í framtíð- inni. Magnús lét þess getið að næstu verkefni Svæðisstjórnar væru að koma á vernduðum vinnustað og setja á fót sambýli á Vestfjörð- um. „Ef við berum okkur saman við t.d. sjúkrahúsin sem bjóða læknum, hjúkrunar- fræðingum og öðru fagfólki niðurgreitt hús- næði, þá er okkar aðstaða mjög erfið og þetta hefur valdið stofnuninni miklum erfið- leikum," sagði Magnús Reynir. Ekki verður séð að neitt betur gangi að manna slíkar stofnanir af fagfólki. Sambýli eins og þau hafa verið rekin annars staðar gera kröfu um faglært starfsfólk. Á sama tíma og stofnun eins og Bræðratunga er næstum óstarfhæf vegna skorts á fagfólki verður ekki séð að slíkar áætlanir séu annað en loftkastalar. Engin markviss vinna „Á Vestfjörðum eru 200 fatlaðir einstak- lingar sem þurfa á einhvers konar aðstoð að halda, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir fáeinum árum. Allt skipulag aðstoðar við þessa einstaklinga er í molum, enda gefast flestir upp og flytja annað. Á Vestfjörðum er eitt heimili fyrir fatlaða og þroskahefta. Það er Bræðratunga. Þar eru vistaðir 10 einstakl- ingar, eða um 5% þeirra 200 sem þurfa á aðstoð að halda. Enginn verndaður vinnu- staður er enn til á Vestfjörðum og ekki hægt að tala um neina markvissa vinnu að málum fatlaðra," sagði Gísli Hjartarson fulltrúi Ör- yrkjabandalagsins í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Gísli hefur verið fatlaður í 25 ár og hefur fylgst gjörla með þessum málum. Tveir þroskaþjálfar hafa nú verið ráðnir til starfa í Bræðratungu og mun annar þeirra, Erna Guðmundsdóttir gegna starfi forstöðu- manns. Erlingur Níelsson fráfarandi for- stöðumaður sagði að vonir væru bundnar við að í haust yrðu alls þrír þroskaþjálfar starf- andi við stofnunina. Páll Ásgeirsson/ísafirði 15

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.