Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 15
INNLENT Þrír vistmenn í Bræöratungu. önnur heimilisstörf í sambýli Bræðratungu, en á sambærilegum sambýlum, á kostnað félagslegrar þjálfunar, tómstundastarfa og hvfldar. Enda teljum við að vinnuvikan hjá sonum okkar sé oft óhóflega löng. Jafnframt viljum við benda á að sambýlið er ekki mannað starfsmönnum sem skyldi. Við telj- um áðurnefndar áherslur í starfsháttum á sambýlinu séu ekki fallnar til þess að auka þroska og vellíðan sona okkar. Því óskum við eftir breytingum. Við viljum minna á að sambýlið hefur bráðum starfað í tvö og hálft ár og okkur er tjáð að eðlilegt sé að fagleg starfsemi sé end- urskoðuð reglulega á sambýlum og yfirleitt séu gerðar áætlanir um markmið þjálfunar og búsetu á sambýlum með aðstæður og þarfir heimilismanna að leiðarljósi, og í sam- ráði við nánustu aðstandendur. Við teljum æskilegt að reynt verði að fá faglært fólk til vinnu á sambýlinu og til að vinna að úttekt á starfseminni.“ Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vest- fjörðum fjallaði um bréf þetta á fundi sínum 21. maí síðastliðinn. Formanni Svæðisstjórn- ar var falið að ræða við foreldrana og leið- rétta þann misskilning sem að mati Svæðis- stjórnarmanna kemur fram í bréfinu. „Gagnrýni verður að byggjast á þekkingu og sanngirni en ekki sleggjudómum," sagði Magnús Reynir Guðmundsson formaður Svæðisstjórnar. Erlingur Níelsson forstöðu- maður Bræðratungu taldi bréfið byggt á tals- verðri vanþekkingu. Hann taldi það samráð sem haft er við Sigurjón Hilaríusson í Noregi vera næga tryggingu fyrir faglegri starfsemi stofnunarinnar. Ljóst er, að í þeirri samkeppni sem ríkir um faglært fólk sem gefur kost á sér til starfa úti á landi, standa ríkisstofnanir á borð við Bræðratungu höllum fæti. Öfugt við stofnan- ir í heilbrigðisgeiranum t.d. sjúkrahús getur Bræðratunga ekki boðið fagmönnum ódýr- ara eða ókeypis húsnæði. Sveitarfélög sem keppa um starfskrafta menntaðra starfs- manna bjóða bæði yfirborganir í launum og ýmis hlunnindi. Magnús Reynir Guðmunds- son formaður Svæðisstjórnar sagði í samtali við greinarhöfund að þeir hefðu um tíma greitt niður húsnæði fyrir forstöðumann Bræðratungu, en ráðuneytið hefði lagt blátt bann við slíku og yrði það ekki gert í framtíð- inni. Magnús lét þess getið að næstu verkefni Svæðisstjórnar væru að koma á vernduðum vinnustað og setja á fót sambýli á Vestfjörð- um. „Ef við berum okkur saman við t.d. sjúkrahúsin sem bjóða læknum, hjúkrunar- fræðingum og öðru fagfólki niðurgreitt hús- næði, þá er okkar aðstaða mjög erfið og þetta hefur valdið stofnuninni miklum erfið- leikum," sagði Magnús Reynir. Ekki verður séð að neitt betur gangi að manna slíkar stofnanir af fagfólki. Sambýli eins og þau hafa verið rekin annars staðar gera kröfu um faglært starfsfólk. Á sama tíma og stofnun eins og Bræðratunga er næstum óstarfhæf vegna skorts á fagfólki verður ekki séð að slíkar áætlanir séu annað en loftkastalar. Engin markviss vinna „Á Vestfjörðum eru 200 fatlaðir einstak- lingar sem þurfa á einhvers konar aðstoð að halda, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir fáeinum árum. Allt skipulag aðstoðar við þessa einstaklinga er í molum, enda gefast flestir upp og flytja annað. Á Vestfjörðum er eitt heimili fyrir fatlaða og þroskahefta. Það er Bræðratunga. Þar eru vistaðir 10 einstakl- ingar, eða um 5% þeirra 200 sem þurfa á aðstoð að halda. Enginn verndaður vinnu- staður er enn til á Vestfjörðum og ekki hægt að tala um neina markvissa vinnu að málum fatlaðra," sagði Gísli Hjartarson fulltrúi Ör- yrkjabandalagsins í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Gísli hefur verið fatlaður í 25 ár og hefur fylgst gjörla með þessum málum. Tveir þroskaþjálfar hafa nú verið ráðnir til starfa í Bræðratungu og mun annar þeirra, Erna Guðmundsdóttir gegna starfi forstöðu- manns. Erlingur Níelsson fráfarandi for- stöðumaður sagði að vonir væru bundnar við að í haust yrðu alls þrír þroskaþjálfar starf- andi við stofnunina. Páll Ásgeirsson/ísafirði 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.