Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 39

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 39
MENNING Ljóðskáld og lagasmiður. Leonard Cohen. Leonard Cohen í Laugardalshöll Leonard Cohen eitt helsta átrúnaðargoð ungmenna á árunum í kringum 1970 heldur tónleika í Laugardalshöll föstudaginn 24.júní. Petta er nefnt „Listahátíðarauki" í dagskrá en Cohen hefur verið á hljómleika- ferð um Evrópu að undanförnu. Hinn kanadíski rithöfundur, ljóðskáld, tónsmiður og flytjandi, Leonard Cohen, átti miklum vinsældum að fagna í byrjun áttunda áratugarins. En síðustu árin hefur hann sleg- ið aftur í gegn. Hljómplötur hans hafa selst í metupplagi; 5 milljónum eintaka utan Bandaríkjanna en þar eru vinsældir hans miklar. Pó ljóðasmiðurinn og lagasmiðurinn sé orð- inn hálf sextugur virðast nýjar kynslóðir bæt- ast í hóp aðdáenda hans. Leonard Cohen fæddist í Montreal sonur velmegandi gyð- inga. Hann lauk námi í bókmenntum við háskóla og hann hefur ætíð þótt eiga upp á pallborðið hjá menntamönnum. Hann vann í fjölskyldufyrirtækinu þegar fyrsta ljóðabók hans kom út en flutti síðar til Englands, þá til grísku eyjarinnar Hydru, þar sem hann skrif- aði skáldsöguna,, Beautiful Losers". Síðar flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði lagasmíði og gaf út hljómplöturnar vinsælu. Nýjasta platan, „Im your man“ hef- ur hlotið frábærar viðtökur og enn hrífur Cohen áheyrendur. Gagnrýnendur segja sumir að söngvar og ljóð Cohens séu syfjandaleg og í úrklippu úr Herald Tribune er sögð dæmisaga af tveimur frönskum kunningjum á hljómleikum hjá Cohen. Annar segir: Þetta er nú meira grín- ið, það er engu líkara en hann sé að sofna upp á sviðinu. Hinn svarar: Það eru bara kjánar sem hlægja að ljóðskáldi. Og skáldið söng: Like a bird on a wire Like a drunk in a midnight choir. I have tried In my way To be free. (Snörun: Eins og fugl á grein/ Eins og öivaður nátthrafn í söng/ Ég hef reynt/ Á minn hátt/ Að vera frjáls) ■óg TRY6GING MDVARORDID TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.