Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 10

Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 Ráðstefnu- og fundarsalirnir eru allir búnir besta fáanlega tækjakosti og henta jafnt stórum sem smáum hópum til fundarhalda. Ferskar veitingar og glæsileg hönnun húsgagna gera góðan fund enn betri. Bókaðu ferskan fund í síma 525 9932 – við tökum vel á móti þér og hópnum þínum. www.hotelsaga.is Standard Fundarsalur fyrir tíu eða fleiri. Morgun- og síðdegis- kaffi að vali kokksins. Hádegisverðarhlaðborð í Skrúð. Skjávarpi. Þráðlaust internet. Business Class Fundarsalur fyrir sjö eða fleiri. Allt í Standard og að auki: Ferskir ávextir, gos og tölva í fundarsal. Express-pakki Fundarsalur fyrir tíu eða fleiri. Fundarpakki sem hannaður er fyrir stutta fundi án hádegis- eða kvöldverðar. Morgun- og/eða síðdegiskaffi. Skjávarpi. Þráðlaust internet. Við bjóðum þrjá mismunandi pakka sem til samans mæta þörfum allra. Hvort sem þú velur Standard, Business Class eða Express-pakka má alltaf bæta við léttum veitingum eftir fund: FERSKIR FUNDIR Radisson Blu Hótel Saga býður upp á frábæra fundaraðstöðu og góðar veitingar í hrífandi umhverfi A N T O N & B E R G U R firtökur eru algengar í viðskiptalífinu. Ef Ísland væri fyrirtæki, háeff, væri for­ vitnilegt að skoða hvort eitthvert fyrirtæki vildi taka það yfir. Það er mjög líklegt að fyrirtæki væru til i það vegna þess að auðlindir landsins eru miklar og framtíðartekjur nokkuð traustar. Þó vantar meiri snerpu í framleiðsluna og fyrirtæki eru enn of brothætt, þ.e. skulda of mikið þrátt fyrir afskriftir lána. Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt McKinsey á íslensku hagkerfi og meginlínan var sú að framleiðni, þ.e. framleiðsla á mann, væri ekki nægilega mikil. Það vantar meiri snerpu, kraft og afköst. Þetta eru að vísu engin ný sann indi. Tækni og fjárfestingar eru undirstaða framleiðni og aukinna afkasta. Oft er framleiðni haldið niðri til að fleiri hafi vinnu. Það heitir dulbúið atvinnuleysi. Þrátt fyrir snarminnkað bankakerfi eftir fall bankanna haustið 2008 er það enn of stórt og sennilega væri hægt að segja hátt í þúsund bankastarfsmönnum upp án þess að það hefði afgerandi áhrif á verðmætasköpun bankakerfisins. Þetta á við um fleiri atvinnugreinar. Opinberir starfs­ menn eru t.d. allt of margir og afköst mismikil. Fjárlagahallinn á sex ára tímabili, 2008 til og með 2013, nemur alls 600 milljörðum króna. Fjárlagahallinn á valda t íma þessarar ríkisstjórnar er 380 milljarðar króna. Svo mikill fjárlagahalli er dulbúið atvinnuleysi. Nauðsynlegur niðurskurður í ríkisútgjöldum getur ekki orðið nema segja upp ríkisstarfsmönnum. Þess vegna er aldrei brýnna að atvinnulífið skapi fleiri störf. Auknar fjárfestingar eru eina leiðin sem skapar varanlegan hagvöxt og fleiri störf. Fjárfestingar sem hlutfall af lands framleiðslu eru því miður á bilinu 12 til 14% og í sögulegu lágmarki. Þumalfingursreglan er að fyrir hvert 1% í fjárfestingu minnkar atvinnuleysi um ½ prósent. Hagvöxtur á Íslandi hefur ævinlega komið í gegnum fjárfestingar og útflutningstekjur. Ríksvaldið telur hins vegar vænlegast að auka skattaálögur á fyrirtæki og einstaklinga svo minna svigrúm sé til að ráðast í fjár ­ festingar. Sumir telja það algerlega óraunhæft að hægt sé að draga úr skattálögum þegar svo mikið tap er á ríkissjóði. En er það svo? Skattar eru teygnir. Það kemur ævinlega að þeim punkti á grafinu að skatt ­ heimtumaðurinn skjóti sig í fótinn og auknar skatta ­ álögur í prósentum dragi úr heildarskatttekjum. Þá er verr af stað farið en heima setið. Í ofanálag hafa „aðilar vinnumarkaðarins“ fundið það snjallræði út að hækka laun, svo störfum fækki og minna fé gefist til fjárfestinga. Launahækkanirnar renna beint út í verð ­ lagið og verðbólgan grefur undan gjaldmiðlinum. Laun ráða mestu um verðbólgu og raungengi. Það eru engir töfrar og galdrar þegar kemur að efnahagsformúlum; öguð hagstjórn er upphaf og endir alls – líka á Íslandi. Hæfileikar, duglegt fólk, þekking, hugmyndir, fjárfestingar, atvinnufrelsi, sanngjarnir skattar, tækni, samkeppnishæfni, verðmætasköpun og traust efnahagsstjórn. Þessi pakki er hinn raunverulegi gjaldmiðill þjóða. Þessi pakki á að vera í öndvegi. Sterkt atvinnulíf merkir sterkur gjaldmiðill. Peningar flæða frá Spáni, Ítalíu og Grikklandi vegna veiks atvinnulífs sem grefur undan styrk banka í þessum löndum. Íslendingar, sem fjárfestu í sumarhúsum á Spáni, sitja t.d. fastir inni með peningana sína í formi óseljanlegra eigna. Segja má að á Íslandi séu fjármagnshöft frekar en gjaldeyrishöft. Sparnaði landsmanna er haldið kerfisbundið innanlands og útlendingar lána frekar fé til landsins en að leggja til hlutafé. Engu að síður hafa þónokkrir erlendir fjárfestar keypt hér fyrirtæki þrátt fyrir versnandi skattalegt umhverfi. En vill einhver taka Ísland hf. yfir við þessar aðstæður? Örugglega. Það er eftir miklu að slægjast. Landið er ríkt af náttúruauðlindum. Við höfum fiskinn í sjónum og kvótakerfi á heims ­ mælikvarða til að stýra veiðunum. Að vísu hafa stjórn völd fullkominn brotavilja til að brjóta það kerfi niður. Við eigum orku og heitt vatn, sem allir öfunda okkur af. Erlend stóriðja sækist eftir að vera hér. Við eigum stórbrotna náttúru sem heillar og laðar að erlenda ferðamenn. Lega landsins í Atlantshafi er verðmæt vegna nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Flugsamgöngur eru einstakar; flogið er til yfir 30 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum á degi hverj ­ um. Það er lítil skriffinnska við að stofna fyrirtæki. Menntun íbúanna er góð og heilbrigðiskerfið með besta móti. Atvinnulífið er sæmilega sterkt þrátt fyrir að það sé enn of skuldugt eftir útlánabóluna og búi við mjög íþyngjandi skattaálögur. Sjávarútvegur, ferða ­ þjónusta og stóriðja eru þær útflutningsgreinar sem skapað hafa þann hagvöxt sem þó hefur orðið eftir að landsframleiðslan skrapp saman um samtals 11% árin 2009 og 2010. Að þessum greinum er núna sótt. Sú þverstæða blasir sömuleiðis við að þótt dregið hafi úr atvinnuleysi hefur störfum fækkað. Er eitthvert vit í þessu fyrirtæki, Íslandi hf.? Eigum við að yfirtaka það? Já. Vegna þess að við yfirtökur á fyrirtækjum sækjumst við eftir auðlindum, hæfileikum, framtíðartekjum og sjáum möguleika á að bæta reksturinn með því að halda rétt á spilunum. Við sækjumst eftir óperusöngkonunni vegna söngsins, annað skiptir okkur minna máli. Ísland hf. yfirtekið? Jón G. Hauksson Er eitthvert vit í þessu fyrirtæki, Íslandi hf.? Eigum við að yfirtaka það? Já. Leiðari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.