Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 31

Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 31
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 31 Vaxandi eftirspurn eftir fjármagni á byggingarmarkaði D avíð fer fyrir hópi sérfræðinga á fyrir ­ tækjasviði Lands ­ bankans sem sinnir við skipt u m við stærri fyrirtæki og stofn anir auk þess að annast sér hæfðari fjármögnun. Til að sinna þörfum ólíkra fyrirtækja sem best hefur starfseminni verið skipt eftir atvinnugrein um mörg undanfarin ár og þrjú teymi sinna þjónustu við við skiptavini bankans, hvert á sínu sérsviði. Davíð Björnsson segir þessa aðgreiningu hafa gefist vel. „Eitt þessara teyma sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki í mann virkjagerð, ferðaþjónustu og við sveitarfélög og þar starfa sex sérfræðingar með áralanga reynslu úr fjármálaheim inum. Vaxandi umsvif hafa verið í nýjum lánveitingum til verkefna á þessu sviði undanfarin miss­ eri og við viljum að fyrirtæki í þess um greinum hugsi fyrst til Lands bankans þegar kemur að fjár mögnun. Ekki síst vegna þess að við getum boðið viðskipta vinum þjónustu hóps sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu.“ Davíð segir að vissulega hafi verið lægð yfir mark aðn­ um síðustu árin. „Það hefur þess vegna verið sérstaklega ánægju legt að sjá markað fyrir nýjar íbúðabyggingar á höfuð borgarsvæðinu taka við sér. Eins og allir vita lækkaði íbúða verð mikið í hruninu og því voru engar forsendur fyrir því að byggja nýjar íbúðir og selja þar sem söluverð þeirra hefði verið undir byggingarkostnaði. Fyrstu tvö til þrjú árin eftir hrun ein k enndust af því að verktakar unnu við að klára íbúðir sem ekki voru fullgerðar þótt í flest­ um tilvikum hafi það verið þann ig að hús var a.m.k. uppsteypt eða uppsteypt að mestu.“ Mjög marktækar breytingar Hvaða breytingar eru helstar á markaðnum í þessum töluðum orðum að ykkar mati? ,,Við sáum að á fyrsta árs fjórð ­ ungi 2012 hafði verð nýrra íbúða í vinsælum hverfum hækk að það mikið að það var komið yfir bygg­ ingarkostnað og í framhaldinu hafa margir verk takar farið af stað með nýtt íbúðar hús næði. Við sjáum hins vegar líka að staðsetning skiptir nú mun meira máli en áður og verk ­ tak ar þurfa að vanda mjög valið á þeim verkefnum sem þeir hefja vinnu við. Til viðbótar má segja að markaðurinn hafi að auki breyst þannig að meiri eftirspurn er eftir minni íbúðum en áður og meiri áhersla á góða staðsetningu miðsvæðis eða í grennd við öflugan þjónustu­ kjarna. Mér sýnist þarna vera um mjög marktækar breytingar að ræða frá því sem við þekkt­ um áður.“ Fjármögnun fjölmargra íbúða Hvaða verkefni eru helst á ykkar borði á íbúðamarkaði um þessar mundir? „Landsbankinn er að fjár­ magna byggingu 550 nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu fyrir 14 verktaka og í skoðun eru verkefni með um 200 nýjum íbúðum sem reikna má með að bætist við á næstu mánuðum. Það er því í nógu að snúast á þessu sviði, sér í lagi þar sem starfsmenn teymisins fylgjast mjög vel með þeim verkefnum sem um ræðir. Við komum að þessum framkvæmdum á öll um stigum, förum yfir kostn að ar­ áætlun með verktökunum, enda einn starfsmanna teymisins byggingaverkfræðingur með áralanga reynslu í verktakastarf­ semi. Við höfum okkar skoðanir á kostnaðinum og metum með þeim hvort líklegt sé að viðkom­ andi verkefni sé arðbært. Í sum um tilvikum höfum við ráðlagt viðskiptavinum okkar að láta kyrrt liggja. Samstarf af þessu tagi hefur gefið góða raun enda er það hagur bankans að verk efni sem viðskiptavinir hans vinna að gangi upp fjárhagslega.“ Tökum virkan þátt í uppbygg- ingu ferðaþjónustunar Davíð segir að örlítið aðra sögu sé að segja af markaði fyrir atvinnuhúsnæði en íbúðarhús­ næði. Þar hafi ferðaþjón ust an þurft á mikilli uppbyggingu að halda, en offramboð hafi verið á verslunar­ og skrifstofu ­ húsnæði. „Landsbankinn hef ur lagt mikla áherslu á að taka þátt í uppbygg ingu með ferða þjónustunni og öðrum útflutningsgreinum og fjár ­ magn að mikið af nýju húsnæði. Af sérhæfðu húsnæði má helst nefna stækkun á verksmiðju Lýsis við Fiskislóð og nýtt gagn a ver Verne á Keflavíkurflug velli. Mestu umsvifin eru þó í hús ­ næði tengdu ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er enn að vaxa og þótt mikið hafi bæst við af hótelum undanfarin ár er enn þörf á fjölgun, gangi áætlun um áframhaldandi fjölgun ferða­ manna eftir. Aukningin er bæði í Reykjavík og úti á landi og það hefur verið sérdeilis ánægjulegt fyrir bankann að koma að upp­ byggingu á landsbyggðinni. Við fjármögn uðum t.d. framkvæmd­ ir við Icelandair Hotel Akureyri, framkvæmdir við nýtt gufubað Laugarvatns Fontana, svo og stækkun Hótels Rangár og Hótels Hrauneyja, auk þess sem bankinn fjármagn­ ar nú nýtt hótel Fosshótela á Patreks firði. Eins sáum við um endurfjármögnun fyrir Bláa lónið. Í Reykjavík má svo nefna fjármögnun Ice landair Hotel Marina við Reykjavíkurhöfn og Hótels Kletts við Mjölnisholt, auk þess sem Landsbankinn stendur að fjár mögnun nýs host els sem verður opnað í Reykja vík næsta sumar. Þá erum við að skoða ýmis ný verk efni með viðskipta­ vinum okkar og það er mikil gerjun á þessu sviði. Í Reykjavík er mestur áhugi fyrir miðbænum og nágrenni, þ.e. á svæðinu frá Mýrargötu að Hlemmi, og ljóst að mesta uppbyggingin á næstu árum verður á því svæði, auk þess sem þörf verður fyrir auk ið gisti rými víða á landsbyggð inni. Við höfum fullan hug á að fylgja viðskipta­ vinum okkar eftir í þessari uppbyggingu.“ „Landsbankinn er að fjármagna byggingu 550 nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu fyrir 14 verktaka og í skoðun eru verkefni með um 200 nýjum íbúðum sem reikna má með að bætist við á næstu mánuðum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.