Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Page 49

Frjáls verslun - 01.08.2012, Page 49
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 49 harka lega á allra síðustu árum að atvinnuöryggið sem fólk telur sig búa við er kannski ekki jafnmikið og það taldi og þá er nauðsynlegt að vera með sjálf an sig á hreinu, hver maður raunverulega er sem mann­ eskja þegar starfsheitið er farið. Skoðum þetta aðeins nánar: Í fyrsta lagi: Líf utan vinnu Með því að taka til dæmis þátt í félagsstörfum eða sjálf boðaliðastörfum aukast samskipti fólks við ólíka einstaklinga sem gefur því breiðari sýn á fjölbreytileika mannfólksins, eykur skilning þess á fjölbreytileikanum og þar með að öllum líkindum hæfni í mannlegum sam­ skiptum og aukinn skilning á tækifærunum sem felast í því að vinna með ólíku fólki. Með því að taka þátt í íþrótt um, hvort sem er ein ­ stakl ings­ eða hópíþróttum, verður fólki oft tamara að setja sér markmið, finna leiðir til að vinna að þeim, hætta ekki fyrr en þeim er náð og fagna svo auðvitað vel að lokum. Hópíþróttirnar gefa að auki þjálfun í að vinna í hópi. Með því að eiga áhugamál, t.d. ljósmyndun, bóklestur, kórsöng eða ljóðagerð, eykst sköpunargáfa fólks og þar með getan til að sjá hlut ina frá fleiri en einu sjónar horni og getan til að finna lausnir á nýjum verkefn um verður meiri. Áhugamál utan vinnu geta einnig verið streitulosandi, auðgað líf fólks með meiri fjölbreytileika en störf þeirra bjóða hugsanlega upp á og geta styrkt þá eigin­ leika fólks sem það fær kannski ekki tækifæri til að láta reyna á í vinnunni. Jón deildar stjóri þarf til dæmis örugglega mjög sjaldan að syngja í vinnunni en fátt gefur honum meira, bæði líkamlega og andlega. Hann er sjaldan afslappaðri og ánægðari með sig en þegar hann hefur náð hæsta tóni Hamraborgarinnar. Áhugamál og félagsstörf eru því ekki bara fyrir fólk á eftirlaunum sem vantar eitthvað að gera við tímann sinn heldur eru þau ekki síður mikilvæg og nauðsynleg fyrir önnum kafna stjórnendur sem upplifa að þeir hafi ekki tíma í neitt nema vinnu. Áhugamál og viðfangsefni utan vinnu draga líka úr líkum á kuln un í starfi. Framlegð í vinnu umfram hefð bundinn vinnutíma minnkar einnig með hverri klukku stund ­ inni og hreinlega vænlegra til árang urs að mæta vel upp ­ lagður til vinnu að morgni, skila góðu dagsverki á hefðbundn ­ um vinnu tíma og sinna svo eigin hugðarefnum þess utan. Þeir sem ráða fólk til starfa, svo og stjórnendur, ættu því að fagna því að hafa fólk í vinnu sem á sér líf utan vinnunnar, það er svo margt sem bendir til þess að það sé gjarnan betra starfsfólk og jafnvel með meira þol gegn álagi. Fólk sem vill ná langt í starfi ætti líka að varast að lifa bara fyrir vinnuna, starfsframinn gæti komið hraðar með lífi og viðfangs­ efnum utan vinnunnar. Sumt fólk á erfitt með að slaka á og veit ekkert verra en að láta tímann fara „til spillis“. Fyrir þannig fólk er algjörlega nauðsynlegt að eiga áhugamál eða eitthvað að sinna í frítíma sínum þannig að það upplifi að það hafi eitthvað fyrir stafni í frítímanum. Í öðru lagi: Ef vinnan fer Þeir sem eiga ekki áhuga­ mál eða viðfangsefni utan vinnu og missa svo kannski vinnuna fara oft verr út úr því andlega en hinir. Fyrir þeim hverfur stærri hluti sjálfsmyndarinnar og fólk getur átt í erfiðleikum með að vita hvað það á að gera við sig og tíma sinn. Andleg líðan verður verri, sem getur haft áhrif á hvernig gengur í atvinnu­ leit, í samskiptum við þá nánustu, almenna virkni o.fl. Það er því algjörlega nauð­ synlegt að vita alltaf hvað það er sem mann langar til, hverju maður hefur gaman af, hverju maður stefnir að í lífinu o.s.frv. Ert þú með það á hreinu fyrir þig? „Áhugamál og fé­ lags störf eru því ekki bara fyrir fólk á eftir­ launum sem vant ar eitthvað að gera við tímann sinn.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.