Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 77
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 77
1. Hver verða forgangsverkefni
fyrirtækis þíns næstu sex
mánuðina?
Watson Pharmaceuticals Inc.
í Bandaríkjunum hefur gert
samning um kaup á Actavis.
Gert er ráð fyrir að sam run
inn eigi sér stað núna á 4.
ársfjórðungi 2012. For gangs
verkefni verður því að sam
ræma starfsemi fyrirtækj anna
og ná fram hagræðingu í rekstri
sem fylgir stærra og öflugra
fyrir tæki.
2. Hver er kjarninn í stefnu-
mótun fyrirtækis þíns?
Kjarninn í okkar stefnu er að
þróa, framleiða og selja há
gæða samheitalyf á sem hag
kvæmastan hátt til hagsbóta
fyrir sjúklinga um allan heim.
3. Hafa tekjur fyrirtækis þíns
vaxið frá því í fyrra?
Já – Actavis hefur tekist að
auka sölu og ná þar með
aukn um tekjum. Tekjur sam
stæðunnar stefna í að verða
yfir tveir milljarðar evra í ár,
sem er met. Í flestum löndum
erum við að vaxa meira en
sam heitalyfjamarkaðurinn,
þ.e. auk um markaðshlutdeild
okkar.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðust með innan þíns
fyrirtækis á árinu?
Okkur hefur gengið vel á árinu
þrátt fyrir að ýmis ytri skilyrði
hafi versnað. Actavis er stórt
alþjóðlegt fyrirtæki, en við hér
á Íslandi höfum náð að halda
okkar hlut innan þess og í raun
höfum við bætt í. Má nefna að
starfsmönnum hefur fjölgað
og við höfum sett upp ný tæki,
sem styrkir okkur. Ætli ég sé
ekki einna ánægðust með þetta.
5. Hver er helsti vandinn sem
fyrirtæki glíma núna við?
Það er auðvitað mjög breytilegt
eftir því í hvaða geira fyrirtæki
starfa. Kreppa hefur minni áhrif
á lyfjafyrirtæki en mörg önnur
þar sem sjúklingar þurfa að
taka lyfin sín hvað sem tautar
og raular. Sameiginilegur
vandi er þó slæm skuldastaða
flestra fyrirtækja og hár vaxta
kostnaður á Íslandi.
6. Er atvinnulífið enn of
skuldugt til að geta byrjað að
fjárfesta?
Það virðist vera, enda fjárfest
ingar í sögulegu lágmarki.
Óstöðugleiki og óvissa í
mörg um málum, þ.m.t. skatta
málum, dregur líka úr vilja til
að fjárfesta. Gjaldeyris höftin
koma að mestu í veg fyrir
fjárfestingar erlendra aðila.
7. Eitthvert eitt ráð sem þú vilt
gefa stjórnvöldum?
Skammt er eftir af kjörtímabili
þessarar ríkisstjórnar en ef ég
mætti gefa gott ráð er það fyrst
og fremst að reyna að ná öllum
flokkunum að borðinu og vinna
stóru málin í sem mestri sátt við
landsmenn. Stjórnvöld þurfa
líka að átta sig á því að lífskjör
þjóðarinnar byggjast á því að
við höfum öflugt atvinnulíf.
Mér hefur fundist ráðherrar oft
tala um atvinnurekendur og
atvinnulíf af lítilli virðingu og
eins og um óþurftarlýð sé að
ræða.
GuðBjöRG eDDA eGGeRTsDÓTTiR, FoRsTjÓRi AcTAVis á ísLANDi
aukin sala og tekjur
„Kjarninn í okk -
ar stefnu er að
þróa, fram leiða
og selja hágæða
sam heita lyf á sem
hag kvæmastan
hátt til hagsbóta
fyrir sjúklinga.“
Erna Gísladóttir.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir