Frjáls verslun - 01.08.2012, Page 81
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 81
1. Hver verða forgangsverkefni
fyrirtækis þíns næstu sex
mánuðina?
Eftir sem áður er það stærsta
forgangsverkefni Auðar Capital
að tryggja viðskiptavinum góða
ávöxtun og þjónustu í umhverfi
fárra fjárfestingakosta. Auk
þess er nú verið að loka nýjum
framtakssjóði sem verður í
rekstri Auðar Capital og hefur
fengið nafnið Edda. Sá sjóður
mun fjárfesta í óskráðum inn
lendum hlutafélögum. Stærð
sjóðsins er áætluð um fimm
milljarðar ISK en fyrir rekur
Auð ur Capital framtakssjóðinn
Auði I.
2. Hver er kjarninn í stefnu -
mót un fyrirtækis þíns?
Auður leggur ríka áherslu á
ábyrga viðskiptahætti. Kjarninn
í hugmyndafræði Auðar er að
með ábyrgri hegðun, óháðri
ráðgjöf, áhættumeðvitund og
gagnsæi náist bestur árangur til
langs tíma – fyrir viðskiptavini,
fyrirtækið sjálft og hluthafa
þess og fyrir samfélagið í heild.
3. Hafa tekjur fyrirtækis þíns
vaxið frá því í fyrra?
Við höfum verið það lánsöm
að tekjur félagsins hafa aukist
ár frá ári allt frá stofnun þess.
Það er fyrst og fremst að þakka
tryggum viðskiptavinum sem
hefur fjölgað jafn og þétt frá
stofnun.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðust með innan þíns
fyrir tækis á árinu?
Þrátt fyrir að vera eitt yngsta
ís lenska verðbréfafyrirtækið
hefur okkur tekist frá árinu
2007 að byggja upp öflugt
verðbréfafyrirtæki sem hefur
á að skipa reyndum sér fræð
ing um og traustum hópi við
skiptavina. Á endanum er
það þó árangur viðskiptavina
okkar sem öllu máli skiptir og
hefur ávöxtun eigna í stýringu
verið góð, hvort sem horft er til
eignastýringar viðskiptavina
eða árangurs framtakssjóðsins
Auðar I sem ellefu af fimmtán
stærstu lífeyrissjóðum landsins
njóta góðs af sem fjárfestar.
5. Hver er helsti vandinn sem
fyrirtæki glíma núna við?
Ég tel gjaldeyrishöft og skatt
breytingar vera helsta vand
ann. Gjaldeyrishöft eru afar
hamlandi fyrir íslenska fjár
festa, fjárfestingakostir eru
fáir auk þess sem höft draga
úr áhuga erlendra fjár festa til
að fjárfesta hér á landi sem
svo aftur minnkar mögu
leika á hagvexti. Þá valda
skatta hækkanir og stöðugar
breytingar á skattalögum aukn
um kostnaði og óvissu hjá fyrir
tækjum.
6. Er atvinnulífið enn of
skuld ugt til að geta byrjað að
fjárfesta?
Almennt hefur endurskipu
lagn ing fyrirtækja tekist ágæti
lega þó svo alltaf megi finna
undan tekningu þar á og að
langan tíma hafi tekið fyrir
mörg fyrirtæki að fá úrlausn
sinna mála. Ég tel að afkoma
marga fyrirtækja sé að batna
á ný þó svo að skuldsetning
þeirra sé oft og tíðum enn all
nokkur og þau þurfi því að
haga fjárfestingum sínum í
sam ráði við það.
7. Eitthvert eitt ráð sem þú vilt
gefa stjórnvöldum?
Samvinna. Öflugt atvinnulíf er
forsenda velfarnaðar á Íslandi
og því mikilvægt að stjórnvöld
séu í góðum tengslum við at
vinnulífið og samvinna sé höfð
í veigamiklum málum sem
snerta fyrirtæki landsins beint
eða óbeint.
KRisTíN péTuRsDÓTTiR, FoRsTjÓRi AuðAR cApiTAL
Stjórnvöld séu í góðum tengslum
við atvinnulífið
„Við höfum verið það lánsöm að
tekjur félagsins hafa aukist ár frá
ári allt frá stofnun þess.“
Kristín Pétursdóttir.