Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 163

Frjáls verslun - 01.08.2012, Síða 163
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 163 TexTi: HilMar KarlSSon Steven Spielberg að koma með Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull á markaðinn og tilkynnti um leið að hann myndi hefja tökur á Lincoln á árinu. Ekkert varð úr því og hóf­ ust tökur ekki fyrr en í október 2011 og stóðu í þrjá mánuði. Daniel Day Lewis í stað Liams Neesons Liam Neeson hafði áður unnið með Spielberg í The Schindler’s List og undirbjó Neeson sig gaumgæfilega fyrir hlutverkið, en það var síðan hans eigin ákvörðun að hætta við það um mitt árið 2010. Hann taldi sig of gamlan fyrir hlutverkið, sem hlýt ur að hafa verið fyrirslátt­ ur því þegar tökur hófust var Neeson aðeins þremur árum eldri en Lincoln, sem var 56 ára þegar hann var myrtur. Ástæðu­ na má líklega frekar rekja til þess að hann var nýbúinn að missa eigin konu sína, leikkon­ una Natöshu Richardson, í skíðaslysi og sjálfsagt verið að reyna að byrja nýtt líf og talið best að segja sig frá hlutverkinu ef hann skyldi ekki vera tilbúinn þegar tökur hæfust. Liam Neeson fer sem sagt út og inn kemur Daniel Day­Lewis, sjálfsagt einn erfiðasti leikari sem hægt er að vinna með, en hann skilar sínu og vel það og það vissi Spielberg. Fékk Day­Lewis ár til að undirbúa sig og þeir sem hafa séð hann í hlutverkinu telja víst að hann komi sterklega til greina þegar kemur að óskarnum. Framleið­ andinn Kathleen Kennedy, sem unnið hefur með Spielberg við allar hans kvikmyndir, sagði: „Í hvert skipti sem ég kom á tökustað fór hálfgerður hrollur um mig, mér fannst eins og Lincoln sjálfur væri sestur í stólinn.“ Í hlutverkum fjölskyldumeðlima Lincolns eru Sally Field, sem leikur eiginkonu hans, Mary Todd Lincoln, og Joseph Gord­ on­Lewitt, sem leikur elsta son þeirra, Robert Todd Lincoln. Eins og við er að búast eru þunga ­ vigtar leikarar í mörgum smærri hlutverkum, má þar nefna Tommy Lee Jones, David Straitharn, Dav id Oyelowo, Hal Holbrook, Tim Blake Nelson og Jared Harris sem leikur hershöfðingj­ ann Ulysses S. Grant, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Steven Spielberg er ekki að eins með þungavigtarleikara, hann er með nokkra snillinga sem hafa unnið með honum í flestum kvikmyndum hans síðustu þrjátíu árin og sumir leng ur, má þar nefna tónskáldið John Willi­ ams, kvikmyndatöku manninn Kanusz Kaminski, klipparann Michael Kahn og fyrr nefndan bakvörð Spielbergs, framleiðand­ ann Kathleen Kennedy. Mikil eftirvænting er í loftinu hvað varðar Lincoln, en hún verður frumsýnd í Bandaríkjun um 16. nóvember. Hér á landi er enn ekki komin dagsetning á mynd­ ina. Tímasetningin er góð fyrir kvikmyndir sem ætla má að fái margar óskarstilnefningar. Daniel Day-Lewis nægir ekki að leika, hann „lifir“ hlutverkið og það kemur niður á meðleikurum hans, sem hafa ekki fallega sögu að segja af honum þegar samstarfið er annars vegar. Mörg dæmi eru um hvernig hann hagar sér við upptökur á kvik mynd. Má nefna að þegar verið var að taka upp There Will Be Blood neitaði hann að tala við meðleikara sína að loknum vinnudegi og bjó einn í tjaldi á olíusvæði í Texas. Og Liam Neeson, sem upp runalega átti að leika Abraham Lincoln og lék á móti Day-Lewis í The Gangs of New York, varð brjál aður út í hann þegar Day-Lewis neitaði að kalla hann réttu nafni þeg ar þeir voru ekki við tökur heldur kallaði hann nafni persónunn- ar sem hann lék, meira að segja þegar þeir voru að æfa í ræktinni. Álíka sögur og margar skrítnari eru til af Daniel Day-Lewis og hegðun hans, en allir viðurkenna að enginn leikari kemur jafn vel undirbúinn fyrir hlutverk sitt. Til að mynda fyrir hlutverk IRA-skæruliðans Gerrys Conlons í In the Name of The Father dvaldi hann nokkra sólarhringa í óupp- hituðum ein angrunarklefa í fangelsi. Smíðar í frítímanum Daniel Day-Lewis býr ásamt eigin - konu sinni, Rebeccu Miller (dóttur Arhurs Millers), í þorpi á Írlandi. Þar keypti hann jörð og bætti við annarri svo hann fengi örugglega frið. Með Miller á hann tvo syni. Einnig á hann fyrir með frönsku leikkonunni Isabelle Adjani son sem orðinn er 17 ára. Þegar Adjani tilkynnti honum að hún væri ófrísk sendi hann skilaboð á faxi um að þau væru hætt saman. Sagt er að í dag sé Daniel Day-Lew- is í góðu sambandi við son sinn. Önnur kærasta fékk jafnvel enn verri skilaboð. Um er að ræða einkaþjálf- ar ann Deyu Pichardo, sem bjó með honum um tíma á Manhattan. Einn vinur Day-Lewis hringdi í hana og óskaði henni til hamingju með brúð - kaupið! Hún kom af fjöllum, vissi ekki að daginn áður hafði kærastinn gifst Rebeccu Miller, sem nú er búin að vera eiginkona hans í um það bil fimmtán ár. Eins og áður segir á Daniel Day Lewis til að hverfa af sjónarsviðinu og þá snýr hann sér að áhuga málum sínum, sem eru fyrst og fremst smíðar og hjólreiðar. Heima er hann með góða smíðaaðstöðu og svo hjólar hann í marga klukkutíma, helst þar sem enginn er. Hann fer á bæjarkrána og fær sér Guinness-bjór og að sögn bæjarbúa er hann alltaf mjög vinsamlegur en um leið skynja bæjarbúar að hann vill vera einn. Í einu af fáum viðtölum sem tekin hafa verið við Daniel Day-Lewis hafði hann meiri áhuga á að tala um smíðar en kvikmyndir og sagði að yngri sonur sinn hefði í nokkur ár haldið að hann væri smiður og sagt pabba sinn smið þegar hann var spurður út í vinnu föðurins í skól - anum. Og þar sem hann var ekki með hlutverk í kvikmynd eiginkonunnar, The Private Lives of Pippa Lee, en Rebecca Miller er bæði leikkona og leikstjóri, réð hann sig sem smið við sviðsmyndina og var víst mun sam- vinnuþýðari en þegar hann leikur. Margverðlaunaður leikari Daniel Day-Lewis er sonur fyrrver- andi lárviðarskálds Breta, Cecils Day-Lewis. Þeir áttu ekki skap saman feðgarnir og var sonurinn tekinn úr almenningsskóla í London og sendur á heimavistarskóla þar sem hann reyndi allt til að vera rekinn, meðal annars búðahnupl, en allt kom fyrir ekki; pabbinn vildi hann ekki heim og strákurinn fékk að vera áfram í skólanum, þar sem hann stóð sig illa. Það góða sem kom út úr þessari skólavist var að þar kynntist hann leiklist og smíði. Daniel Day-Lewis hefur ekki leikið í mörgum kvikmyndum eftir að hann varð fyrst frægur fyrir leik sinn í The Unbearable Lightness of Being (1988) eða þrettán kvikmyndum á 24 árum, en ferillinn er stórkostlegur og má segja að einhver verðlaun hafi fallið honum í skaut fyrir öll hlutverkin. Óskarinn hefur hann unnið tvisvar, fyrst fyrir My Left Foot (1990) og svo There Will Be Blood (2007). Inn á milli komu tvær tilnefningar, In the Name of the Father (1993) og Gangs of New York (2002). Lengsta frí sem hann hefur tekið frá kvikmy- ndaleik er fimm ár, 1997-2002. Hvað hann gerir eftir Lincoln er ekki vitað, líklega langt frí, að minnsta kosti er hann ekki skráður í neina kvikmynd næstu misserin. Sally Field leikur eiginkonu Lincolns, Mary Todd Lincoln. Steven Spielberg og Daniel Day Lewis ræða málin meðan á tökum stóð. Daniel Day-Lewis með Óskars- verðlaunin sem hann fékk fyrir leik í There Will Be Blood. Með honum á myndinni er Helen Mirren. Þótt hann sé óútreiknanlegur sérvitringur, þekktur fyrir að forðast sviðsljósið, erfiður vinnu félagi og eigi það til að hverfa í nokkur ár kemur það ekki í veg fyrir að í hvert skipti sem hann lætur til sín taka í kvik myndum heillar hann fjöldann með stórkostlegum leik og sterkri persónu sköpun. Daniel Day-lewis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.