Þjóðlíf - 01.02.1991, Síða 32

Þjóðlíf - 01.02.1991, Síða 32
Ertu á leiðinni utan? VETRARTILBOD pM! úi a1 Wm kniAjH' ít \ ( H jjl HOTELIÐ VID FLUGVÖLLINN 42 þægileg herbergi, fyrsta flokks veitingastaður og bar. Aðeins fimm mínútna akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu. - Alltaf. Flug hótelið í Keflavík er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur. Veitingasalur, bar og rástefnusalur. Bílageymsla í kjallara akstur til og frá Flugstöðinni. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVIK SlMI 92-15222, FAX 92-15223 SÆNSK VOPN í STRÍÐINU Sœnsk „hlutleysisstefna“ í deiglunni. Svíar meðal stœrstu vopnaframleiðenda heims. Talið að herir Bandaríkjanna, Bretlands og Saudi-Arabíu séu búnir sœnskum sprengjum og að einhverju leyti her íraka GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Deilur hafa risið upp í Svíþjóð um hvort eðlilegt megi teljast að Svíar selji vopn til þjóða sem taka þátt í Persaflóastríðinu. Sænska þingið setti lög árið 1971 sem banna sölu á vopnum til stríðandi þjóða. Þvítelurm.a. sænska friðarhreyfingin að heimild ríkisstjórnarinnar til áframhald- andi vopnasölu til ríkja sem taka þátt í Persaflóastríðinu sé skýlaust brot á sænskri löggjöf. Ljóst er að herir Banda- ríkjanna, Bretlands og Saudi-Arabíu eru búnir sænskum sprengjum og að ein- hverju leyti her Iraka. Svíar eru í röðum 11 stærstu vopna- framleiðenda heims. Árið 1989 fluttu þeir út vopn fyrir andvirði 50 milljarða íslenskra króna. Kaupendur eru um fjöru- tíu ríki í nær öllum heimsálfum. Það getur verið breytilegt milli ára hverjir kaupa mest af vopnum Svía, en undanfarin ár hafa helstu viðskiptalönd þeirra á sviði vopna verið Singapore, Malaysia, Italía, Noregur, Júgóslavía, Indland, Bretland, Sviss og Bandaríkin. I Svíþjóð eru tæplega 1700 fyrirtæki sem framleiða nær ein- göngu vopn og skotfæri og starfsmenn þeirra eru samanlagt tæplega fimmtíu þúsund. Stærsti framleiðandi á sviði vopna er Nóbelsamsteypan, með rúmlega 13000 starfsmenn. Vopnaútflutningur Svía er háður ýms- um skilyrðum. Sænsk lög fela í sér að viðtökuríkið má ekki eiga í vopnuðum átökum við annað ríki. í öðru lagi má ríkið ekki vera aðili að alþjóðlegri deilu, sem ætla má að geti leitt af sér vopnuð átök. í þriðja lagi verður að ríkja innanlandsfrið- ur í landinu. Og í fjórða lagi má ekki selja vopn til ríkis sem ætla má að muni nota þau til að brjóta mannréttindi eigin þegna. Það er á grundvelli ofannefndra ákvæða sem ýmis samtök og einstaklingar hafa gagnrýnt sölu sænskra vopna til ríkja, sem þátt taka í stríðinu við Persaflóa. Bent er á að auk þess sem vopnasalan brjóti í bága við sænsk lög, geti hún grafið undan trú- verðugleika sænskrar hlutleysispólitíkur. Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur lýst því yfir að ríkisstjórn- in muni heimila sænskum vopnafyrirtækj- um að selja vopn til þeirra þjóða sem berj- ast í nafni Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er sögð vera sú, að hér sé um að ræða „annars konar“ stríðsátök en lágu til grundvallar fyrrnefndum lögum sem banna sölu á vopnum til stríðandi þjóða. Hugmyndin að baki þeirri lagasetningu var sú að koma í veg fyrir að vopnasalan drægi Svíþjóð inn í hernaðarátök annarra landa og kippti á þann hátt stoðunum undan sænskri hludeysispólitík. I Persaflóadeilunni telur ríkisstjórnin hins vegar annað vera uppi á teningnum. Svíþjóð hefur, sem aðili að Sameinuðu þjóðunum og þeirri ályktun Öryggisráðs- ins sem heimilar vopnuð átök gegn írak, bundið sig til að styðja þær þjóðir sem vinna að því að fá Irak út úr Kúveit. I hverju sá stuðningur felst er hins vegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sænsk stjórnvöld hafa hingað til ekki viljað senda hersveitir til Persaflóa, en telja þó full- komlega eðlilegt að selja bandamönnum stríðstól. Sænska friðarhreyfingin og einstakling- ar úr hópi stjórnarandstöðunnar hafa hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frjáls- lega meðferð á sænskri löggjöf og hafa krafist þess - í nafni laga og réttlætis — að sala á vopnum til ríkja sem taka þátt í stríðinu við Persaflóa verði tafarlaust stöðvuð. Lýst er furðu á því að ríkisstjórn- in skuli líta svo á, að ákvæði Sameinuðu

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.