Þjóðlíf - 01.02.1991, Qupperneq 32

Þjóðlíf - 01.02.1991, Qupperneq 32
Ertu á leiðinni utan? VETRARTILBOD pM! úi a1 Wm kniAjH' ít \ ( H jjl HOTELIÐ VID FLUGVÖLLINN 42 þægileg herbergi, fyrsta flokks veitingastaður og bar. Aðeins fimm mínútna akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu. - Alltaf. Flug hótelið í Keflavík er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur. Veitingasalur, bar og rástefnusalur. Bílageymsla í kjallara akstur til og frá Flugstöðinni. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVIK SlMI 92-15222, FAX 92-15223 SÆNSK VOPN í STRÍÐINU Sœnsk „hlutleysisstefna“ í deiglunni. Svíar meðal stœrstu vopnaframleiðenda heims. Talið að herir Bandaríkjanna, Bretlands og Saudi-Arabíu séu búnir sœnskum sprengjum og að einhverju leyti her íraka GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Deilur hafa risið upp í Svíþjóð um hvort eðlilegt megi teljast að Svíar selji vopn til þjóða sem taka þátt í Persaflóastríðinu. Sænska þingið setti lög árið 1971 sem banna sölu á vopnum til stríðandi þjóða. Þvítelurm.a. sænska friðarhreyfingin að heimild ríkisstjórnarinnar til áframhald- andi vopnasölu til ríkja sem taka þátt í Persaflóastríðinu sé skýlaust brot á sænskri löggjöf. Ljóst er að herir Banda- ríkjanna, Bretlands og Saudi-Arabíu eru búnir sænskum sprengjum og að ein- hverju leyti her Iraka. Svíar eru í röðum 11 stærstu vopna- framleiðenda heims. Árið 1989 fluttu þeir út vopn fyrir andvirði 50 milljarða íslenskra króna. Kaupendur eru um fjöru- tíu ríki í nær öllum heimsálfum. Það getur verið breytilegt milli ára hverjir kaupa mest af vopnum Svía, en undanfarin ár hafa helstu viðskiptalönd þeirra á sviði vopna verið Singapore, Malaysia, Italía, Noregur, Júgóslavía, Indland, Bretland, Sviss og Bandaríkin. I Svíþjóð eru tæplega 1700 fyrirtæki sem framleiða nær ein- göngu vopn og skotfæri og starfsmenn þeirra eru samanlagt tæplega fimmtíu þúsund. Stærsti framleiðandi á sviði vopna er Nóbelsamsteypan, með rúmlega 13000 starfsmenn. Vopnaútflutningur Svía er háður ýms- um skilyrðum. Sænsk lög fela í sér að viðtökuríkið má ekki eiga í vopnuðum átökum við annað ríki. í öðru lagi má ríkið ekki vera aðili að alþjóðlegri deilu, sem ætla má að geti leitt af sér vopnuð átök. í þriðja lagi verður að ríkja innanlandsfrið- ur í landinu. Og í fjórða lagi má ekki selja vopn til ríkis sem ætla má að muni nota þau til að brjóta mannréttindi eigin þegna. Það er á grundvelli ofannefndra ákvæða sem ýmis samtök og einstaklingar hafa gagnrýnt sölu sænskra vopna til ríkja, sem þátt taka í stríðinu við Persaflóa. Bent er á að auk þess sem vopnasalan brjóti í bága við sænsk lög, geti hún grafið undan trú- verðugleika sænskrar hlutleysispólitíkur. Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur lýst því yfir að ríkisstjórn- in muni heimila sænskum vopnafyrirtækj- um að selja vopn til þeirra þjóða sem berj- ast í nafni Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er sögð vera sú, að hér sé um að ræða „annars konar“ stríðsátök en lágu til grundvallar fyrrnefndum lögum sem banna sölu á vopnum til stríðandi þjóða. Hugmyndin að baki þeirri lagasetningu var sú að koma í veg fyrir að vopnasalan drægi Svíþjóð inn í hernaðarátök annarra landa og kippti á þann hátt stoðunum undan sænskri hludeysispólitík. I Persaflóadeilunni telur ríkisstjórnin hins vegar annað vera uppi á teningnum. Svíþjóð hefur, sem aðili að Sameinuðu þjóðunum og þeirri ályktun Öryggisráðs- ins sem heimilar vopnuð átök gegn írak, bundið sig til að styðja þær þjóðir sem vinna að því að fá Irak út úr Kúveit. I hverju sá stuðningur felst er hins vegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sænsk stjórnvöld hafa hingað til ekki viljað senda hersveitir til Persaflóa, en telja þó full- komlega eðlilegt að selja bandamönnum stríðstól. Sænska friðarhreyfingin og einstakling- ar úr hópi stjórnarandstöðunnar hafa hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frjáls- lega meðferð á sænskri löggjöf og hafa krafist þess - í nafni laga og réttlætis — að sala á vopnum til ríkja sem taka þátt í stríðinu við Persaflóa verði tafarlaust stöðvuð. Lýst er furðu á því að ríkisstjórn- in skuli líta svo á, að ákvæði Sameinuðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.