Þjóðlíf - 01.07.1991, Page 8

Þjóðlíf - 01.07.1991, Page 8
| INNLENT PURFUM miklu RÓTTÆKARI ADðiRDIR Hallgrímur Guðmundsson bœjarstjóri í Hveragerði: þarfað gjörbreyta sálfrœðinni í búsetumunstrinu. Stórbœttar samgöngur þurfa að koma til. Stjórnvöld brugðist. Alltof mikil tregða bœði í dreifbýli og þéttbýli. Milljarðasóun vegna fánýtrar og afmyndaðrar umdœmisskipunar Það er svo sem ekkert skaðlegt að sam- eina sveitarfélög með þeim hætti sem nú er gert en það gerir ekkert gagn, við þurf- um svo miklu róttækari aðgerðir, segir Hallgrímur Guðmundsson bæjarstjóri. Hallgrímur veltir fyrir sér sögulegri þró- un sveitarfélaga og hugmyndafræðinni á bak við sameiningu og skipulag sveitar- félaga: —Ég held að sameining sveitarfélaga þurfi að gerast með öðrum hætti en að eitt og eitt svæði sé sameinað stig af stigi. Það þarf að taka almenna, algilda ákvörðun á landsvísu um á hvern hátt eigi að sameina sveitarfélögin og hvernig við hugsum okk- ur að hin endanlega útkoma verði. Kjarni vandans er alls ekki fjöldi sveitarfélaganna og leysist þ.a.l. ekki þótt þeim fækki. Vandinn er heldur ekki fólksfæð einstakra sveitarfélaga. Vandi sveitarstjórnarkerfis- ins er miklu stærri og hann er ekki síður að finna í skipulagi og starfsháttum ríkis- stofnana sem leggja enga áherslu á stað- bundna samræmingu. Það er vægast sagt ótrúlegt að þau 10% þjóðarinnar sem búa í þeim 150 sveitarfélögum sem hafa undir 400 íbúa séu orsök þess óskilgreinda vanda sem sameiningin á að leysa. Vand- inn er fyrst og fremst fólginn í því hvað sveitarfélögin eru innbyrðis breytileg, hvað hagsmunirnir innan sveitarstjórnar- kerfisins eru ólíkir og hvernig ríkisvaldið þarf sífellt að vera að jafna allskyns að- stöðumun. Þetta breytist ekki sjálfkrafa með sameiningu sveitarfélaga. —Við sameiningu sveitarfélaga þarf að taka tillit til þess að sveitarfélagið hafi þá fiölbreytni sem nauðsynleg er til að það geti lifað sem sjálfstæð eining. Ég held að á íslandi væri hæfilegt að sveitarfélögin væru um 70 talsins og þannig að þau væru öll nokkuð sambærileg frá sjónarhóli rík- isvaldsins. Frá þeim sjónarhóli þarf allt að vera einfalt og staðlað og það myndi auð- velda mjög samskipti ríkis og sveitarfé- laga. Ef sveitarfélögin væru tiltölulega fá og fiölbreytileg að innri samsetningu en hvert um sig sambærilegri þá þyrftum við ekki að vera að burðast með jöfnunarsjóði og slíkt til að leiðrétta einhvern mismun. —Það er ekkert vit í að vera með eitt stórt landbúnaðarsveitarfélag sameinað úr mörgum minni og síðan þéttbýlissveitar- félag mitt inni í landbúnaðarkjarnanum sem eru í tilviljanakenndu samstarfi í sveitarstjórnarmálum. Það þarf að koma til samvinnu og sameiningar og það er framkvæmanlegt með því að að bæta Sameining sveitarfélaga Aðalefni blaðsins er um sameiningu sveitarfélaga en sameiningarmál hafa verið mjög í brennidepli undanfarin misseri. Á að sameina út frá allt öðrum forsendum en gert hefur verið að und- anförnu eða eiga landsmenn að láta staðar numið. Sigríður Matthíasdóttir blaðamaður tók viðtöl við fólk sem gjörþekkir þetta málefni og hefur ákveðnar hugmyndir um sameiningar- mál sveitarfélaga. Talað er við Hall- grím Guðmundsson, Sigfús Jónsson, Hönnu Hjartardóttur, Birgi Þórðar- son, Hrein Þórðarson og Húnboga Þorsteinsson. 8 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.