Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 10

Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 10
INNLENT verða sveitarfélögin færri og sum eilítið stærri. En hvaða orka á að leysast úr læð- ingi þótt að 10% þjóðarinnar komi til með að búa í stærri sveitarfélögum. Mun þessi ráðstöfun verða til þess að landbúnaður fari að dafna, loðdýraræktin að skila arði og fólksflóttinn af landsbyggðinni að snúast við. Ekki er annað að skilja en það sé aukinn sparnaður í stjórnunarkostnaði sveitarfélaganna sem á að fjármagna þessa atvinnubyltingu. Það er mín bjargfasta sannfæring að stefna beri að róttækri og samræmdri endurskoðun á héraðsstjórn- sýslunni en ekki bara sameiningu sveitar- félaga. —Ef við tölum um Eyjafjörð t.d. þá er Akureyri óumdeilanlega miðpunktur þjónustu þar. I Eyjafirði er verið að sam- eina dreifbýlishreppana í nágrenni Akur- eyrar og það er allt gott um það að segja. Hins vegar er þessi sameining Akureyri sem sveitarfélagi óviðkomandi. Sveitar- stjórnarkerfi á tveimur stjórnstigum getur leyst margvísleg vandamál sem við eigum við að etja. Sveitarfélag í dreifbýli getur verið með ýmsa hluti á sinni könnu en einnig þátttakandi í öðrum málum á stærri vettvangi og þá í samstarfi við þéttbýlis- sveitarfélögin. Hér á Islandi hafa verið miklar deilur um þessi mál vegna þess að umræðan um hvernig eigi að framkvæma þetta hefur verið mjög villandi. Fram- kvæmd þessa gengur hins vegar ágætlega víða á landinu. Þar hafa Austur-Skafta- fellssýsla og Vopnafjörður verið til fyrir- myndar og aðra mætti einnig telja. —Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélögin séu almennt til í núverandi mynd með ákveðin verkefni en að þau séu líka í einhverju stærra umdæmi með mál sem eru þeim sameiginleg. Slíkt fyrir- komulag getur hentað í Eyjafirði eins og annars staðar. En þetta hafa menn ekki viljað tala um af því að umræðan fer alltaf upp á eitthvert andkannalegt plan um flókið og þungt kerfi. En staðreyndin er sú að kerfið sem við búum við getur tæpast orðið miklu flóknara og 50 ára umræða um þessi mál hefur engu skilað okkur. Við erum alin upp í andstöðu dreifbýlis og þéttbýlis. Fjölmiðlar hugsa meira og minna innan þessa ramma og þjóðarmeð- vitundin er á þeim nótum að dreifbýlis- búar og þéttbýlisbúar eigi ekki mikið sam- eiginlegt. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta enda er hann á hröðu undanhaldi. Hins vegar er þessi einhliða reykvíska þjóðfélagssýn orðin dálítið varhugaverð. Hún drepur smám saman niður sjálfsí- mynd annarra. Ég minnist þess að lítilli stúlku sem hringdi inn til Ríkisútvarpsins og sagðist búa á Seyðisfirði var svarað þannig: Æ,æ, er ekki alltaf myrkur þar! — Sem dæmi um endaleysu þessarar umræðu þá hafa Akureyringar og Eyfirð- ingar nær sífellt á undanförnum 20 árum verið að ræða hvernig megi vinna gegn minnkandi hlutdeild þeirra í þjóðarbúska- pnum. Þrátt fyrir bjargfastan ásetning hefur þessi umræða litlu skilað. Það vant- ar sameiginlegan vettvang sem er nógu og burðugur til að taka á málum með sam- ræmdum hætti. Ríki og sveitarfélög vinna ekki með slíkum hætti á staðbundnum vettvangi. Allt slíkt samstarf er tilviljana- kennt. Það eru ráðnir iðnfulltrúar og at- vinnuráðgjafar en fyrirtæki streyma í burtu. Svo er vælt um hjálp ríkissjóðs í einu orðinu en sjálfstæði sveitarfélaga í hinu. En hvar er unnið að samræmdri staðbundinni stefnumótun sem ríki og sveitarfélög framkvæmi markvisst. Tök- um einnig Austfirði sem dæmi. Það er sjaldan talað um jarðgangnagerð í tengsl- um við sameiningu sveitarfélaga, samstarf þeirra og þá þjónustuuppbyggingu sem gæti orðið á Austfjörðum næstu 20-30 ár- in. Þar hafa menn eytt heilu ráðstefnunum í að deila um hvort einhverjar opinberar skrifborðsskúffur eigi að vera á Egilsstöð- um eða annars staðar í stað þess að setja fram einhvers konar hugmynd um hvernig við viljum sjá Austfirði árið 2010. Hvar eiga hafnirnar að verða, hvar á að vinna sjávarafurðir, hvar eiga sjúkrahús að vera. Hversu mikil læknisþjónusta á að vera á hverjum stað, hvar á framhalds- menntunin að vera og svona mætti lengi telja. Ætlum við að byggja upp samgöng- „Áður var allt séð með augum landbúnaðar og dreifbýlis, nú er ráðandiþjóðfélagssýn reykvísk.“ 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.