Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 38

Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 38
MENNING „FORRÉTTINDI FÁRRA AD LIFA Á MYNDLIST" Viðtal við Jón Sigurpálsson myndlistarmann á Isafirði TEXTI OG MYNDIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður er einn af forvígismönnum gallerísins Slunkaríkis á Isaflrði. Þjóðlíf skrapp í heimsókn til Jóns þar sem hann var í óða önn að vinna listaverk sem hann ætlar að sýna í Nýlistasafninu nú í ágúst og september. Hann var fyrst spurður um gróskuna í myndlistinni fyrir vestan. — Ég þekki nú best til hér á ísafirði en ég býst við að það sé með aðra staði eins og ísafjörð, það er frekar lítill hópur fólks sem heldur þessu gangandi. Það má segja að það sé ákveðin gróska í kring um Slunkaríki og sá hópur reynir að halda úti sýningum en hér hafa verið sýningar að meðaltali einu sinni í mánuði þetta ár. Það er Myndlistarfélagið á ísafirði sem stendur á bak við Slunkaríki og í vetur voru haldin námskeið í samvinnu við Far- skóla Vestfjarða, skömmu fyrir síðustu jól og aftur fyrir páskana. Stefnt er að því að halda þessum námskeiðum áfram en áður hafði Jón sjálfur líka staðið fyrir nám- skeiðum, af veikum mætti að eigin sögn. — Það er enginn hér fyrir vestan sem hefur sitt lifibrauð eingöngu af myndlist og þeir eru sárafáir á landinu öllu. Mynd- listarmenn verða að vinna fyrir sér með öðrum hætti, margir taka að sér kennslu svo eitthvað sé nefnt. Það má telja þá á fmgrum annarrar handar sem stunda myndlistina af alvöru hér á Isafirði. Hvað er að gerast hjá yngra fólki, sjáið þið ný andlit birtast í myndlistargeiran- um? — Já, það er alltaf nokkuð um það að nýir einstaklingar sýni sig og á námskeið- unum hefur sú verið raunin. Ég veit líka fyrir víst að sumt af þessu fólki hefur ákveðið að leggja myndlist fyrir sig. Og að mörgu leyti held ég að það megi þakka Slunkaríki fyrir þessu nýju andlit enda er hlutverk þess m.a. að kynna myndlist og það sem um er að vera í listinni. Jón segir að flestir þeir sem fáist við listsköpun séu með olíu, striga og pensla sér við hlið og málverkið þ.a.l. lang al- gengasti miðillinn. En reynt sé að breikka sjóndeildarhringinn með því að sýna flest- ar tegundir myndlistar og má í því sam- bandi nefna að í júní/júlí stóð yfir sýning á svokölluðum rýmisverkum (installations) eftir tvo Norðurlandabúa. Spjallið barst að því hvort myndlistar- menn að vestan hefðu einhver séreinkenni í list sinni. — Það tel ég ekki vera sagði Jón en bætti því við að kannski teldust verk Bol- víkingsins Finnboga Bernódussonar vera mjög vestfirsk. — Hans efnistök voru mjög sérstæð og hann nýtti sér efni sem hann fann í náttúr- unni, s.s. reka og þess háttar. En hann leit aldrei á sig sem listamann, heldur bara svona föndrara. Ég held að það sé voðalega erfitt að flokka svona eftir landshlutum, miklu fremur er hægt að segja að efnistök okkar myndlist- armanna séu íslensk. Blaðamanni lék forvitni á því hvers- vegna svo fáir hérlendis lifðu á listsköpun sinni. — Það eru forréttindi fárra að lifa á myndlist og eitt af því sem kemur í veg fyrir að fólk lifi á list sinni er hve markað- urinn er þröngur og lítill. Ég held líka að viðhorfið til myndlistar hér á landi sé af- skaplega vanþroskað. Það er vandamál að kjarninn er ekki dreginn frá hisminu og alvöru myndlist fær ekki að blómstra. — Hið opinbera sjóðakerfi og menn- ingarelítan hérlendis eru líka einir helstu dragbítarnir á að alvöru kúnst fái að njóta sín í þessu landi eins og menningarpólitík- in er rekin í dag. ísland er fyrst og fremst paradís meðalmannsins og því verður ekk- ert breytt með einhverjum galdralausn- um. — En ef það kemur heiðarleg pólitík í þessi mál og farið verður að gera greinar- mun á alvöru list og fúski þá er kannski von um að þetta lagist. — Það er voðalega erfitt að vinna hlut- ina af fagmennsku hér á landi því þá rís meðalmaðurinn upp, mótmælir og fær fjöldann af fólki í lið með sér. Ekki má heldur gleyma hlut stjórnmálamanna, sem vilja hafa menninguna í sparifötum þegar þeim sýnist, geta gert sér glaðan dag og montað sig á tyllidögum en vita svo ekki af henni þess á milli. Þurfa breytingamar ekki líka að koma innan frá, þ.e. frá þeim sem skapa listina ? — Auðvitað þurfa myndlistarmenn að stokka upp hjá sér, það er „dragbítselíta" hjá okkur líka sem þarf að hræra upp í. Þegar verið er að velja íslenska myndlist á sýningu erlendis verður að velja til þess verk sem eru eftir alvöru myndlistarmenn en ekki hina og þessa dútlara sem eru kannski að eltast við og þjóna einhverjum markaðslögmálum. En víkjum nú að öðru. Slunkaríki og starfsemin þar, geturðu sagt mér dálítið frá því ? — Slunkaríki var stofnað fyrir sex ár- um og fyrsta sýningin þar var opnuð 1. mars 1985. En Myndlistarfélagið á ísafirði hafði þá verið starfandi síðan um haustið 1984. Þau systkin Jónína Guðmundsdótt- ir og Pétur Guðmundsson höfðu átt þennan draum lengi, að stofna hér félag. Þau komu að máli við mig þegar ég var nýkominn hingað úr námi frá Hollandi og saman stofnuðum við og fleiri þetta félag. Svo heppilega vildi til að á sama tíma var 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.