Þjóðlíf - 01.07.1991, Side 46

Þjóðlíf - 01.07.1991, Side 46
MENNING WBM BRJALSEMI, FANGELSI, KYNFERÐI Michel Foucoult hefði orðið 65 ára á þessu ári. Skrifaði sögu brjálsemi og lœknisfrœði, fangelsis og kynferðis. Þessi umdeildi bókmenntamaður og heimspekingur lést úr „drephlœgilegum“ sjúkdómi fyrir sjö árum Michel Foucault fæddist í bænum Poit- iers í Frakklandi árið 1926. Hann fór ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum, spurði spurninga sem engum hafði dott- ið í hug áður og skapaði með því glæsileg en umdeild verk. oucault lauk prófi í heimspeki frá École Normale Supérieure árið 1954 en bætti síðan við sig gráðu í sálfræði. Hann kenndi frönsku í Uppsölum í Sví- þjóð (hann hafði ekki efni á dýrara ,,fríi“) en einnig í Varsjá og Hamborg. Á þessum árum vann hann að doktorsritgerð sinni, Sögu brjálseminnar (Histoire de la folie) og sneri að henni lokinni aftur til Frakk- lands. Þótt hann hafi getað titlað sig heim- speking lagði hann ekki beinlínis stund á heimspeki heldur skrifaði hann sögu brjálsemi og læknisfræði, fangelsa og kyn- ferðis. Honum svipaði þannig meira til sagnfræðings en var það þó ekki. Árið 1970 fann hann sér sjálfur titil þegar hann fékk stöðu við Collége de France. Hann Foucoult: „Á klassískum tíma skipti „maður- inn“ engu máli í fræðunum“. PÉTUR MÁR ÓLAFSSON varð „prófessor í sögu hugsunarkerfa“. Foucault rannsakaði alla sína u'ð þau vísindi sem fjalla um manninn og þá til þess að draga í efa einhver grundvallarat- riði í sjálfsskilningi þeirra. Sem dæmi má nefna að sál- og geðlæknisfræði telja sig vera hlutlægar vísindagreinar sem hafi fundið hið hreina eðli brjálseminnar, þ.e. „geðsýki“. Ennfremur líta þær svo á að þær beiti þekkingu sinni á geðsjúkdómum af hreinni mannúð til þess að líkna þeim sem þjást. í fyrsta meiriháttar verki sínu, Sögu brjálseminnar, gróf hann upp rætur sál- og geðlæknisfræði og hélt því fram að hugmyndir nútímans um brjálsemi sem geðsýki væru ekkert betri en þær sem ríktu fyrr á öldum og reyndi að sýna að hinir brjáluðu væru meðhöndlaðir sem ógnun við samfélagið og að „læknis“með- ferðin snerist meira um félagslega stjórn- un en líkn. í næstu bók sinni, Fæðingu sjúkrastof- unnar (Naissance de la clinique), flutti Foucault sig frá sálinni yfir á líkamann. Læknisfræði nútímans lítur einnig á sig sem hlutlæga vísindagrein (þ.e.a.s. líf- færafræðin). Hún telur sig hafa komist að þessari þekkingu með því að skoða líkama mannsins og sjúkdóma án hleypidóma. Foucault hélt því hins vegar fram að lækn- isfræði nútímans væri ekkert fordóma- lausari en læknisfræðin t.d. á sautjándu og átjándu öld. í hvorugu tilvikinu byggðist þekkingin á hreinni reynslu, lausri við túlkun, heldur á ákveðinni leið til að skilja líkama og sjúkdóma sem grundvallist á fyrirfram gefnum hugmyndum. Árið 1966 sendi Foucault síðan frá sér Orð og hluti (Les mots et les choses) þar sem hann skrifar sögu vestrænnar þekk- ingar frá 16. öld til okkar daga. Utgefandi hans leit raunsætt á sölumöguleika bókar- innar og lét prenta 3000 eintök af henni. Þau ruku út á viku. Og áður en nokkur vissi af höfðu tugir þúsunda selst í Frakk- landi einu þótt hún sé síður en svo auð- melt. I bókinni skiptir hann sögunni upp í fjögur skeið sem hvert hefur sína djúp- þekkingu. Endurreisn nær yfir 16. öld og fram á þá næstu, klassík er frá miðri 17. öld til loka 18. aldar, þá kemur nútími sem nær fram á miðja þessa öld þegar það sem nefna má framtíð tekur við. Með djúp- þekkingu á hann við það sem segir til um hvaða setningar teljast réttar og rangar á hverjum tíma. Kannski er enginn sér meðvitaður um sína eigin djúpþekkingu og samferðamanna sinna. oucault hélt því fram að ólíkar fræð- igreinar stjórnuðust af sömu mynd- unarreglunum, þær réðu því hvort til- teknar setningar teldust gildar eða rugl. Þannig töldu menn á endurreisnartíman- um að skipulag heimsins grundvallaðist á líkingum, auga mannsins speglaði stjörnu, andlit hans himininn og þar fram eftir götum. Síðan skipti algjörlega um og slíkar fullyrðingar urðu að hindurvitnum. Hinn klassíski tími tók við. Þá réð mis- munur skipulagi fyrirbæra í stað líkingar. í bókinni fjallar Foucault líka um þekk- ingu nútímans á mannverum. Hér heldur hann því fram að öll slík þekking byggi á ákveðinni hugmynd um þessar verur sem hann kallar „mann“. Það sem gerir mann- inn í þessum skilningi sérstakan er að hann er viðfangsefni (objekt) í heiminum og um leið sjálfsvera (súbjekt) sem skapar þennan heim viðfangsefna. Þótt hugsuðir nútímans taki þessa hugmynd um okkur sem gefna heldur Foucault því fram að hún sé söguleg - og í raun að hverfa. Segja má að Orð og hlutir sé gagnrýni á hug-myndina „maður“ í þrennu lagi. I fyrsta lagi sýnir Foucault fram á að þessi hugmynd var algjört aukaatriði á klassísk- um tíma. Þá skipti maðurinn engu máli í fræðunum, - þau snerust ekki um hann. I öðru lagi greinir hann viðleitni heimspek- inga til að þróa samhangandi skilning á 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.