Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 49

Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 49
Litið inn íeinn sýningarkassann: „Ég vil aðgripirnir mínir geti staðið einir sér...“ Katrín er tæplega hinn dæmigerði gullsmiður. „Fyrir mér er það hið listræna og formið sem gefur hlutnum gildi, gullsmíði er alls ekki bara hvítagull og demantar. Það eru aðrir en ég sem sjá um hina hefðbundnu gull og silfurskart- gripi, það sem ég vil er að þróa mína hluti sem eru einstakir, sambland af list og iðn. Ég vil líka að gripirnir mínir geti staðið einir og sér sem litlir skúlptúrar þegar þeir eru ekki í notkun. Þegar ég fór til Kaupmannahafnar 1986 var skartgripa- tískan hér á landi algerlega einhæf. Allir voru með sömu skartgripina, einfalda og lítið skreytta eða brennda, þrílita hluti frá Jens. Allur saumaklúbburinn eins. í Kaupmannahöfn birtist mér nýr heimur, fjölbreytni og ímyndunarafl réði ríkjum í skartgripum og það andrúmsloft hvatti mig sérstaklega til að leggja hönnun fyrir mig. Ég vissi að námið yrði erfitt og því lýkur í raun aldrei en þegar ég fór að vefa var ég bitin af einhverri bakteríu, mér fannst þetta óskaplega spennandi og möguleikarnir verða sífellt fleiri og fleiri.“ „Það má ekki gleyma því að hand- verkið, iðnin er afar mikilvæg. I gullsmíði getur hvorugt lifað án hins; handverkið og hið listræna. Gullsmíði er töluvert viður- kenndari sem listgrein í Danmörku en hér. Hins vegar er það í Noregi af öllum Norðurlöndunum sem hin frjálsa sköpun blómstrar mest núna og þeir ná lengst úti í hinum stóra heimi. Til að vera góður gullsmiður er nauðsynlegt að hafa mjög góða undirstöðu í iðninni en það er ekki síður nauðsynlegt að hafa til að bera þroska og lífsreynslu líkt og í flestum öðr- um listgreinum. Skólastjórinn við skólann í Danmörku lagði áherslu á þetta og vildi ekki fá inn kornungt fólk. Við fengum t.d. sem hönnunarverkefni að túlka „sorg“ og „einmanaleika“ og það getur maður ekki nema að hafa sjálfur upplifað það. Nám sem þetta breytir persónuleika manns og ef það gerði það ekki þá væri það í raun einskis virði. Maður lærir að horfa upp á nýtt, bæði á hið hlutlæga og hið huglæga umhverfi. Hönnuðurinn á aldrei frí, eins og aðrir listamenn er hann sífellt að leita, tjáningin er fyrir öllu.“ „Ég vil að fólk skreyti sig meira. Ég hef tekið eftir því að fólki líður svo vel með að bera hluti sem því þykir vænt um. Einnig vildi ég að fólk þyrði að bera hluti á óhefð- bundnum stöðum á líkamanum. í skólan- um fengum við t.d. þau verkefni að hanna hluti fyrir axlir, hné og fyrir naflann. Ég vil líka að fólk geti eignast skartgripi á skikkanlegu verði og beri það við allan fatnað, jafnt sparikjólinn og þvegna bóm- ullarbolinn. Góður skartgripur breytir flíkum og maður kemst af með miklu minni fataeign ef maður á góða skartgripi. Það vantar líka nýja og frumlega hönnun á skartgripum fyrir karlmenn. Það er mikil þröngsýni í gangi í sambandi við skart- gripi, t.d. halda litlar konur oft aðþær geti ekki borið stóra skartgripi og öfugt. Þetta er tóm vitleysa. Skartið er punkturinn yfir i-ið og það á að vera persónulegt. í raun- inni finnst mér orðið „djásn" hæfa gripun- um mínum vel, ekki síður en skart. Djásn er yndislegt orð og gjarnan notað um hluti sem fólk ber persónulegar tilfinningar til, án tillits til efnisins sem í þeim er. Börn eiga t.d. til að safna að sér ýmsum djásn- um sem þau elska út af lífinu og það er ekki síðra að fullorðnir geri slíkt hið sama.“ „Minn draumur er að vinna við það sem ég hef lært og að geta framfleytt mér af því. Ég mun vefa skartgripi svo lengi sem ég hef þörf fyrir það en ég lít ekki svo á að ofnu skartgripirnir séu mitt vörumerki og ég muni framleiða þá til sjötugs! Ef ég fæ þörf fyrir að búa til skartgripi með öðrum aðferðum mun ég gera það og vonandi á ég aldrei eftir að segja: „svona eiga mínir hlutir að vera og ekki öðruvísi“. Hlutirnir mínir eru eins og börnin mín og stundum líður mér illa ef ég veit ekki hvar þeir lenda.“ 0 Aíeð djási1 íhatti. ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.