Þjóðlíf - 01.07.1991, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.07.1991, Qupperneq 50
SKÓLAMÁL P——H— FJARKENNSLA í SÉRKENNSLUFRÆÐUM Viðtal við Grétar Marinósson, dósent við Kennaraháskóla Islands og umsjónarmann náms í sérkennslufrœðum -Það er meðvituð landsbyggðarstefna að sérkennslufræði eru kennd kennurum í fjarkennslu en talið er að um 20% barna þurfi á sérkennslu að halda einhvern tíma á sínum skólaferli. Nám í sérkennslufræðum sem framhalds- menntun við Kennaraháskóla Islands hef- ur verið í boði síðan árið 1968 með hléum. Síðan 1985 hefur hins vegar verið um fast tilboð að ræða og árið 1987 varð sú breyt- ing á að í stað þess að vera kennt eingöngu í Reykjavík þá var námið fært út á land og byrjað á Austurlandi. K.H.Í. hefur einnig staðið fyrir fjarkennslu í öðrum greinum, m.a. réttindanámi fyrir leiðbeinendur, uppeldis-og kennslufræði fyrir framhalds- skólakennara,(svo kölluðu U.F.námi), endurmenntun og hússtjórnarfræðum. Þetta nám hefur reyndar að mestu farið fram í bréfaskólaformi. Grétar Marinós- SIGRÍÐUR MATTHÍASARDÓTTIR son segir að hér sé um mjög meðvitaða landsbyggðarstefnu að ræða:„ Það er verið að auðvelda fólki að sækja sér aukna menntun með því að færa því menntunina heim ef svo má segja. Með þessu fyrirkomulagi þarf það ekki að raska sínum aðstæðum til muna, t.d. taka sig upp og flytjast til Reykjavíkur. Þannig er mun fleirum en ella gefinn kostur á að ná sér í þessa menntun og auk þess stuðlum við að því að kennarar haldist í sínum byggðarlögum og hömlum þannig gegn kennaraskorti á landsbyggðinni. Það er alltaf hætt við að ef fólk þarf að rífa sig upp einu sinni þá komi það ekki til baka.“ „Það var Berit Johnsen, kennari á Hall- ormsstað sem var aðalhvatamaður þess að nám í sérkennslufræðum yrði fært út á landsbyggðina. Hún kom frá Noregi með nám í sérkennslufræðum í farteskinu þar sem lokaritgerðin hennar fjallaði um hvernig setja ætti upp sérkennslunám á Austurlandi. K.H.Í. fór síðan í samstarf við Fræðsluskrifstofu Austurlands og það voru 14 nemendur sem hófu námið vorið 1987.“ „Til að geta hafið nám í sérkennsluf- ræðum þarf almenna kennaramenntun og auk þess tveggja ára starfsreynslu. Þetta er 60 eininga nám sem veitir titilinn B.A. í sérkennslufræðum og full réttindi til að starfa sem sérkennari í öllum grunnskól- um hérlendis. Einnig getur nemandinn haldið áfram í Masternám erlendis. All- margir hafa stundað slíkt nám í Osló. Nemandi í fullu námi tæki B.A. gráðu þessa á tveimur árum en í fjarkennslunni er það nú orðið skipulagt þannig að fyrri- hlutinn tekur tvö ár og seinnihlutinn önn- ur tvö, alls fjögur ár enda er gert ráð fyrir því að nemendur stundi sína kennslu sam- hliða námi. Nú í haust fer fyrrihluti náms- ins af stað á Vesturlandi og Vestfjörðum og síðarihluti af stað á Norðurlandi þar sem fyrrihlutanámið hefur verið í gangi síðastliðin tvö ár. Um 40 manns eru skráð- ir á hvorum stað. I ágúst munu nemendur- nir í fyrri hlutanum hittast á Varmalandi í tvær vikur ásamt kennurum, síðan aftur í viku í janúar og þá tvær vikur í vor. Á milli vinna þeir að verkefnagerð og þannig gengur það þessi tvö ár. Við vonumst síð- an til að geta byrjað á Suðurlandi árið 1992.“ „Að námi þessu loknu eiga kennarar að geta sinnt börnum með sérþarfir. Það hugtak rúmar hins vegar afar vítt svið, allt frá óþekkt og upp í fjölfötlun. í fyrri hluta námsins er áhersla lögð á lestrar-, skrift- ar-, stærðfræði- og hegðunarörðugleika. I síðari hlutanum einbeita menn sér að vits- munalegum örðugleikum, t.d. vangefni og fjölfötlun þar sem andleg og líkamleg fötlun fer saman og að auki alvarlegum hegðunarörðugleikum. Það er á þessum sviðum sem þörfin liggur, hún er minni Lögð er áhersla á samstarf. Sigríður Bragadóttir og Bryndís Björnsdóttir, nemendur íscrkenns■ lufræðum á Norðurlandi. 50 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.