Þjóðlíf - 01.07.1991, Page 52

Þjóðlíf - 01.07.1991, Page 52
VIÐSKIPTI Milljarðar í trygg ingafyrirtæki Stærsta tryggingafyrirtæki í Evrópu, Allianz í Munchen hefur grætt gífurlega á brott- flutningi sovéska hersins frá hinu fyrrverandi Austur- Þýskalandi. Þetta gerist þannig aö Sovétherinn skilur eftir sig um 40 þúsund auðar íbúöir sem falla í hendur þýska ríkisins. En fjármála- ráöherra Þýskalands hefur enga ástæöu til að gleðjast vegna þessa. íbúðirnar eru ekki mikils viröi en mjög mikl- ar skuldir hvíla á þeim. Á sín- um tíma voru þær byggðar fyrir lánsfé frá ríkistrygginga- félagi Þýska Alþýöulýöveldis- ins. Þaö félag féll hins vegar eftir sameiningu þýsku ríkj- anna í hendur þýsku trygg- ingasamsteypunnar DVAG sem er aö 51% í meirihluta- eign Allianz félagsins. Til aö ná meirihluta í samsteypunni greiddu Allianzforstjórarnir um tæplega tíu milljaröa króna í fyrra. En samkvæmt útreikningum þýska efna- hagsráðuneytisins á Allianz nú rétt á vaxta og afborgunar- greiöslum vegna áöur- nefndra íbúða og nemur sú upphæö átján og hálfum millj- arði króna. Það kann aö tefja útborgun þessa gífurlega gróöa aö saksóknara- embættiö í Berlin hefur hafið rannsóknarmál til aö kanna lögmæti sölunnar á gamla austur-þýska tryggingafélag- inu til Allianz og hvort þar hafi verið maðkur í mysu... (Spiegel/óg) Bandarísk tímarit bönnuð? Vasso Papandreou sem er háttsett hjá Evrópubanda- laginu vill ganga hart fram í banninu á tóbaksauglýsing- um sem gengur í gildi 1993 fyrir öll blöð og tímarit í lönd- um EB. Frú Papandreou vill aö banniö nái til allra blaöa og tímarita sem dreift er í EB en það myndi leiða til þess aö bandarísk blöö eins og Time og Newsweek mættu ekki vera í umferð í Evrópu. Flest 52 ÞJÓÐLÍF Papandreou. bandarísk tímarit eru mjög háð tóbaksframleiöendum um auglýsingar. Gríski kommisarinn: „Viö krefjumst þess aö öll prentuö útgáfa sé í samræmi við lög og reglur Evrópubandalagsins.“ Ef þetta bann gengur eftir munu bandarísk tímarit veröa úti- lokuð frá Evrópubanda- lagslöndunum... (Spiegel/óg) Rússneskar íbúðir í Chemnitz. Nýr alþýðuvagn Svissneski úrakóngurinn Nicholas Hayek (á í fyrirtækj- unum sem framleiöa Omega, Tissot og Swatch) hefur eftir langa leit fundiö samstarfs- aðila í bifreiðaiönaöinum; Volkswagen verksmiöjurnar ætla að þróa og framleiða svokallaðan Swatch-bíl í samvinnu viö Hayek. í þess- um tilgangi hafa Volkswag- enverksmiöjurnar stofnaö með Hayek sérstakt fyrirtæki í eigu VW og auðhringsins SMH sem Hayek á meirihluta í. Samkvæmt hugmyndum Hayeks á Swatchbíllinn aö vera „léttur, þægilegur borg- arbíll, menga lítiö og á aö bera tvo menn og tvo bjór- kassa“. Enn er ekki Ijóst hvort bíllinn á aö veröa rafmagns- bíll eöa þannig útbúinn að geta gengið fyrir rafmagni og bensíni til skiptis. Þróun og hönnun bílsins á aö veröa mun ódýrari en venja er til samkvæmt þessum hug- myndum. í bílaiðnaðinum þekkist varla aö nýtt módel sé hannað fyrir minna en 70 milljarða króna og tekur sjö til átta ár. En í þessu tilfelli á hönnunarkostnaðurinn að verða mun minni og tíminn sem á að fara í hana nemur þremur til fjórum árum. VW verksmiðjurnar vilja meö þessu samstarfi komast inn í nýjar og óhefðbundnar framleiösluaöferöir og þaö á aö opna möguleika fyrir verk- smiöjurnar aö mæta höfuö- keppinautunum frá Japan í þessari tegund framleiöslu, þ.e. á smábílum. En innan Volkswagenhringsins er þetta alls ekki óumdeilt verk- efni. Nokkrir VWhönnuöir hafa látiö hafa eftir sér að þeir telji þetta verkefni „hreinustu fjarstæöu"... (Spiegel/óg) Hayek úrakóngur og smábíla- áhugamaður.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.