Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 56

Þjóðlíf - 01.07.1991, Síða 56
■ Svefnmúsin sefur mestan hluta lífsins og vakir aðeins 4-5 mánuði á ári. Sofa svefnmýs lengur en aðrar slcepnur? Svefnmýs eða svæflur eins og þær nefnast einnig eru af ætt nagdýra og þær eru giska líkar okkar ágætu hagamús. Nafn sitt draga þær af því að þær leggjast í vetrardvala og hann varir hvorki lengur né skemur en átta til níu mánuði á hverju ári. Utan dvalaskeiðs- ins sofa svefnmýsnar einnig býsna lengi á degi hverjum. Stærsta tegund svefnmúsa í Evrópu er sú er hlotið hefur heitið svefnpurka á íslensku en latneska heitið er Glis glis. Hún verður allt að 35 cm á lengd ef skottið er með talið og lifir í sunnanverðri álfunni. Engin svefnmúsategund bygg- ir ísland en margir kannast við heslimúsina sem er af svefn- músaætt og er m.a. á hinum 56 ÞJÓÐLÍF Norðurlöndunum. Kjörbýli hennar eru laufskógar með ríkulegum runnagróðri og þar klifrar hún fimlega í greinum rétt eins og íkorni og er þá í eilífri fæðuleit. Það er ekki að undra að hún skuli þurfa að nýta tímann vel því að starfs- tími hvers árs er ekki ýkja langur. Sumarlangt tínir hún sér æti sem er einkum fræ og ávextir en einnig trjábörkur, sprotar og blómknappar. Hún safnar ekki vetrarforða því hún vaknar hvort eð er ekki til þess að njóta hans. Þess í stað safnar hún holdum sem mest hún má og er því orðin feit og pattaraleg þegar húmar að hausti. I október innréttar heslim- úsin notalegt hreiður, listilega gert úr heyi, laufi, barkarræm- um, mosa og skófum. Þegar það er fullbúið leggst hún þar til hvílu, samanvafin og hring- uð í kúlu og stillir vekjara- klukkuna á kortér yfir maí. Þannig sefur hún veturinn af sér en líkt og margir aðrir sem eru svefnkærir þarf hún að láta hendur standa fram úr ermum þegar hún loks vaknar. Þá þarf að finna maka og koma upp ungum og loks að fita sig til að undirbúa næsta vetur. Það hlýtur því að vera ljóst að svarið við upphaflegu spurningunni er já, þessar skepnur eru svefnþyngri en flestar aðrar og þær bera því nafn með rentu. VITASKULDIR Árlega eru gerðar um 12 500 hjartaígræðslur í heimin- um. Ári eftir framkvæmd þeirra eru 85-90% sjúkling- anna enn á lífi. ★ Líkamsáreynsla getur fimm- faldað hjartsláttinn miðað við það sem hann er þegar t.d. er horft á sjónvarp. ★ Rauðkorn kvenna endast í u.þ.b. 109 daga en hjá körlum endast þau að meðaltali 11 dög- um lengur. ★ Fílar hafa engar svitaholur í þykkri húð sinni. Þeir kæla sig því ekki með því að svitna heldur leggst vatn í djúpar og miklar húðfellingar þeirra þegar þeir baða sig og þannig losna þeir við varma. ★ Mestu skógareldar í Suður- Ameríku sjást greinilega utan úr geimnum. ★ Dagblað Vatíkansins í Róm, Osservatore Romano, var stofnað 1861 en Vatíkanið hóf að styrkja útgáfuna árið 1890. ★ Stærsta lífvera jarðar er Sherman hershöfðingi, risa- fura í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Áætluð þyngd trésins er 6167 tonn. ★ Flóðhestar verða á hverju ári fleira fólki að bana en ljón, fíl- ar og bufflar til samans. ★ í Bretlandi sjá 45 milljónir varphæna landsmönnum fyrir eggjum. Þær eru nær allar í þröngum varpbúrum og sjá hvorki sól né sumar. ★ Á Ítalíu geta menn valið sér rafbíla frá átta mismunandi framleiðendum. ★ Nú hefur verið staðfest að menn komu fyrst til Ástralíu fyrir um 60 þúsund árum. Rannsóknir á eldfornri byggð leiddu þetta í ljós.

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.