Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 18
18 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Sp.: Vildir þú nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til?Listinn 2013
ÓVinSæluStu fyRiRtækin 2013 RÖÐ
bankarnir 13,10% 1 19,60% 1 -6,50%
arion banki 2,50% 2 4,50% 3 -2,00%
bónus 2,40% 3-4 5,10% 2 -2,70%
landsbankinn 2,40% 3-4 2,80% 6 -0,40%
hagkaup 2,30% 5 1,30% 13-14 1,00%
Síminn 2,10% 6 1,50% 12 0,60%
iceland 1,90% 7 1,90%
olíufélögin 1,70% 8 2,60% 7-8 -0,90%
íslandsbanki 1,60% 9 2,10% 10 -0,50%
n1 1,50% 10 2,30% 9 -0,80%
baugur 1,30% 11-13 1,30% 13-14 0,00%
icelandair 1,30% 11-13 1,30%
tryggingafélögin 1,30% 11-13 1,30%
morgunblaðið 1,10% 14 1,10%
2012 RÖÐ BREYTING
Oftast eru miklu færri sem
nefna fyrirtæki sem þeir hafa
nei kvætt viðhorf til en jákvætt.
Þetta breyttist árið 2009. „Bank
arn ir“ urðu þá óvinsælastir og
mældust yfir 20% í óvinsældum.
„Bankarnir“ eru ennþá óvin
sæl astir en að þessu sinni
kem ur fram minni neikvæðni í
þeirra garð en undanfarin ár
og sögðust um 13% aðspurðra
neikvæð í þeirra garð. Þetta eru
mun færri en í fyrra.
Af öðrum vinsælum fyrirtæk
um má nefna CCP með 4% og
Fjarðarkaup og Krónuna með
um 3%. Næst eru nefnd Íslands
banki, Samherji, Landsbankinn
og Síminn.
Eimskip og Hagkaup, sem áður
voru meðal vinsælustu fyrir tækja
landsins, eru í 12.13. sæti og
Íslensk erfðagreining, sem vann
titilinn þrjú ár í röð fyrir 13 árum,
er nú horfin af list anum.
Athygli vekur að útgerðar fyrir
tæki voru nú nefnd oftar en áður.
Sam herji var nefndur af 2,9%
svarenda og HB Grandi af 1,1%.
Ísfélagið í Vestmannaeyj um og
Vísir í Grindavík komast bæði á
blað.
Minni neikvæðni
Neikvæðni í garð fyrirtækja er
minni en verið hefur, samkvæmt
þessari könnun. Bankarnir eru
sem fyrr segir efstir á listanum yfir
óvinsæl fyrirtæki með 13% og er
það talsvert minna en undanfarin
ár þegar 2025% nefndu þá.
Almennt voru menn ekki jafn
neikvæðir og verið hefur. Næst
koma Arion banki, Bónus og
Landsbankinn en 2,5% nefna
þau sem fyrirtæki sem þeir hafa
neikvætt viðhorf til. Hagkaup,
Síminn og Iceland eru þar fljót
lega á eftir með um 2%. Næst
komu olíufélögin og Íslands
banki. Enginn var neikvæður
í garð Össurar, vinsælasta
fyrirtækisins.
Það er greinilegt að þátttakend
ur eru jákvæðari í þessari könnun
er þeir hafa verið undan farin ár.
Færri eru neikvæðir almennt í
garð fyrirtækja þó að óvildin í garð
bankanna sé enn sterk.
vinsæLasta fyrirtækið