Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Þ egar Steingrímur J. Sigfússon, for maður Vinstri-grænna, boðaði til blaðamanna- fund ar síðdegis á laugardegi hugsuðu margir með sér hvað hann væri núna að fara. Í ljós kom að hann sagðist ekki gefa kost á sér til formennsku Vinstri-grænna á landsfundi nokkrum dögum síðar. Hann sagði hins vegar kok- hraustur að hann væri að hætta sem formaður en ekki á þingi. Hann sagðist „hvergi nærri hættur í pólitík“. Samkvæmt þessu ætlar hann að vera einhvers konar aftursætisbílstjóri í Vinstri-grænum en daginn eftir að hann tilkynnti afsögn sína sagðist hann styðja Katrínu Jakobsdóttur í formennskuna. Katrín tekur ekki við góðu búi, fylgið hefur hrunið af Vinstri-grænum í könn unum og flokkurinn telst góður að ná nokkrum mönnum á þing. Allt hefur logað í illdeilum í flokknum og hafa margir þingmenn yfirgefið hann mjög ósáttir. Steingrímur hefur ekki sýnt stjórnkænsku. Það er óskilj- anlegt að hann skuli ekki stíga alveg til hliðar og draga sig í hlé frá pólitík. Steingrímur J. Sigfússon er á sextugsaldri, 57 ára að aldri, og þótt ekki sé lengur mikil eftirspurn eftir honum á þingi, eftir þingmennsku frá árinu 1983 eða í nákvæmlega þrjátíu ár, má spyrja sig hvort ekki vanti fólk á sextugs- og sjötugsaldri á Alþingi. Hvar er fólkið í kringum sextugt í helstu flokkunum? Hvers vegna hefur það ekki meiri áhuga á að blanda sér í forystusveit stjórnmálanna? Eru stjórnmálamenn núna of ungir? Svona spyrja margir þegar formenn helstu stjórnmálaflokka lands ins eru undir fimmtugu. Bjarni Benediktsson er 43 ára, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 37 ára, Árni Páll Árnason 46 ára og Katrín Jakobsdóttir 37 ára. Það er að vísu engin nýlunda að formenn flokka séu ung ir og kraftmiklir. Davíð Oddsson var 43 ára þegar hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og skömmu síðar varð hann forsætisráðherra. Þorsteinn Páls son var 36 ára þegar hann varð formaður og 39 ára forsætisráðherra. Aldur er afstæður í stjórnmálum; stjórnviska og leiðtogahæfileikar fara ekki eftir aldri þótt reynsla geti verið góður áttaviti. Jóhanna Sigurðardóttir hættir á Alþingi sjötug eftir að hafa setið á þingi frá árinu 1978 eða í 35 ár sam- fleytt. Hún varð forsætisráðherra en aldrei leiðtogi þjóð arinnar. Til þess skortir hana samskiptafærni. Leiðtogar gera réttu hlutina og láta fólk ganga í takt að sameiginlegu markmiði með góðum samskiptum. Jó hanna og Steingrímur eru bæði komin á leiðarenda á vegferð sinni í stjórnmálum; örþreytt eftir átaka- stjórn mál. Þau hafa hælt sér af að hafa tekist á við erfið verkefni eftir bankahrunið og verið í starfi björgunar- sveita. Enginn dregur í efa að þau tóku við á erfiðum tímum, glímdu við mikinn fjárlagahalla og atvinnu- leysi en fengu talsvert svigrúm hjá kjósendum til að takast á við þau verkefni. En ekki leið á löngu þar til „björgunarsveitin“ fór að gera illt verra. Að endingu urðu þau að táknmynd hrunsins. Þegar fólk sér þau saman á skjánum segja allir: Það er ennþá kreppa! Meira að segja Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingar, taldi það ekki henta sér að setjast í stól forsætisráðherra eftir kjörið þótt fylgið sé hrunið af flokknum. Svo vonlaus þykir honum ríkisstjórnin að hann vill frekar standa utan hennar og gætir þess vel að slettur frá henni kastist ekki á sig. Kosningabaráttan er að hefjast og spyrja má um hvað verði kosið. Sumir halda því fram að útlitið sé svo erfitt að ekki skipti máli hverjir taki við – og jafnvel geti ástandið versnað ef núverandi stjórn fari frá. En hvað vill fólk út úr kosningunum? Eftir hverju sækist það? Það vill fá vonina aftur, atvinnulífið í gang, minna atvinnuleysi, hærri laun, meiri fjárfestingu, leiðréttingu lána, minni verðbólgu, minni fjárlagahalla, lægri skatta og á sama tíma stöðugleika. Þetta er óskalistinn en það er mikill misskilningur að hægt sé að ná þessum markmiðum öllum á sama tíma. Á Íslandi gilda sömu efnahagslögmál og annars staðar í heiminum – og er þá sama hver myntin er. Laun á Íslandi geta ekki frekar en annars staðar hækkað nema með aukinni framleiðni og hagkvæmni í rekstri. Aukin verðmætasköpun er það eina sem bætir kjörin. Kjör launamanna á Íslandi verða ekki sambærileg við það sem þekkist erlendis nema hver og einn framleiði meira, vinni meira og hagkvæmar. Fyrirtæki verða að auka tekjur sínar og fram leiðslu. Laun hækka ekki með einu selbiti; líkt og smellt sé fingri; það þarf að vera innistæða. Margt bendir núna til þess að fleiri séu í vinnu á Íslandi en fyrir nokkrum árum en vinnustundirnar séu færri. Mestu mistök Jóhönnu og Steingríms voru að efna til átaka við sjávarútveginn, stóriðjuna og ferðaþjónustuna – svo ekki sé nú talað um Icesave og árásina á blessaða stjórnarskrána sem kom hvergi nálægt hruninu. Stjórnvöld hafa lofað heimilum leiðréttingu lána án þess að geta staðið við það – og kannski er það ekki á þeirra hendi þegar allt kemur til alls heldur fjármálageirans. Töfra formúlan um að hægt sé að heimta hærri laun á Íslandi og biðja á sama tíma um auknar fjárfestingar, aukna atvinnu, stöðugleika og lausn á skuldavanda heimila gengur ekki upp. Ekkert hagkerfi í heiminum stenst endalausar launahækkanir án þess að það leiði til verðbólgu. Ungt fólk er að taka við; formenn undir fimmtugu. Kannski vantar þá reynslu – en mestu skiptir að þeir hafi áhuga, stjórnkænsku og samskiptafærni. Hvað vill fólk fá út úr kosningunum? Þegar allt kemur til alls stendur ein ósk upp úr; að atvinnulífið dafni; það er grunnurinn að öllu öðru. Fólk vill von en ekki stöðug átök við atvinnulífið með skattaálögum og vonsku. Vandinn er enn mikill, en vonskan er vonandi að baki og vonin handan við hornið. Vonskan vonandi að baki Jón G. Hauksson Vandinn er enn mikill, en vonin er handan við hornið. Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.